Peugeot e-Traveller er langdrægur 100% rafbíl með 75 kWh drifrafhlöðu með allt að 330 km drægni á 100% hreinu rafmagni. Peugeot e-Traveller er fáanlegur 8 eða 9 sæta í Business útfærslu í tveimur lengdum. Rennihurðar á báðum hliðum er hluti af ríkulegum staðalbúnaði.
ALLT AÐ 330 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI
Peugeot e-Traveller er 100% hreinn rafbíll með 75 kWh drifrafhlöðu og er drægni bílsins skv. WLTP mælingu framúrskarandi eða allt að 330 km. Peugeot e-Traveller er fáanlegur með 7,4 kW eða 11 kW innbyggðri hleðslustýringu sem gerir þér kleift að fullhlaða tóma drifrafhlöðuna á 7,5 klst. í heimahleðslustöð eða í vinnu.
80% HLEÐSLA FRÁ UM 48 MÍNÚTUM Í 100 KW HRAÐHLEÐSLUSTÖÐ
Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Peugeot e-Traveller rafbíl heima,í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða á 7,5-11,20 klst í öflugri heimahleðslustöð og tóma drifrafhlöðu tekur frá 48 mínútum að hlaða í 80% hleðslu í 100 kW hraðhleðslustöð.
FJARSTÝRÐ FORHITUN TRYGGIR ALLTAF HEITAN BÍL
Peugeot e-Traveller er með snjallmiðstöð með tímastillingu og forhitun sem tryggir að bíll er heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja,stöðva og virkja hleðslu í MyPeugeot® appinu ásamt því að tímastilla forhitarann. Fjarstýrða forhitunin er aukabúnaður.
BAKKMYNDAVÉL OG BLINDAPUNKTSAÐSVÖRUN
Bakkmyndavél og blindpunktsaðvörun eru hluti af ríkulegum staðal- og öryggisbúnaði. Bakkmyndavélin sýnir svæðið næst bakhluta bílsins og sýnir fjarlægðir með línum - 1m og 2m ásamt því hvernig aksturstefna bílsins er með tilliti til stöðu stýrisins. Nálægðarskynjarar að framan og aftan gefa hljóðmerki til ökumanns og auka þannig enn á öryggið. Blindpunktsaðvörunin lætur ökumann vita ef bíll er í blindapunktinum með hljóðmerki og litlum ljósmerkjum í hliðarspeglunum.
8 EÐA 9 SÆTA
Peugeot e-Traveller er fáanlegur 9 sæta í Business útfærslu þar sem bílstjórasæti og tveggja manna sæti eru í fremstu röð og þrjú sæti í miðju og í öftustu röð og 8 sæta í Business VIP útfærslu þar sem bílstjórasæti og farþegasæti eru í fremstu röð og þrjú sæti í miðju og í öftustu röð. Peugeot e-Traveller er einnig fáanlegur með VIP sætaútfærslu í Business sem inniheldur 2 stök sæti á sleðum í miðjuröð, með tvöföldum armpúða og borði sem er snúanlegt, þrjú sæti eru í miðjuröð ásamt ökumanns- og farþegasæti.
TVÆR LENGDIR OG GÓÐ VEGHÆÐ
Peugeot e-Traveller er fáanlegur í tveimur lengdum L2 og L3 í Business útfærslunni. Peugeot e-Traveller er með góða veghæð og háa sætisstöðu svo það er einstaklega þægilegt fyrir bæði ökumann og farþegar að ganga um hann. Innra rýmið er fullkomið; nútímalegt og notendavænt þar sem nýjasta kynslóð af i-Cockpit innréttingu sem hefur verið sérhönnuð fyrir rafbíl. Notagildi og þægindi fyrir ökumann eru höfð að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og skjáir eru í sjónlínu ökumanns.
GÆÐI PEUGEOT ERU EINSTÖK ENDA Í BOÐI MEÐ VÍÐTÆRKI 7 ÁRA ÁBYRGÐ Á BÍLNUM OG 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU
Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og sérstakri 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgiferli framleiðanda hvað varðar þjónustuskoðanir.
Kynntu þér allt um Peugeot e-Traveller hér á vefnum. Í Vefsýningarsal finnur þú Peugeot e-Traveller bíla í pöntun, finnur draumabílinn, sendir fyrirspurn og færð svar um hæl.
Einfaldaðu rafbílakaupin og láttu okkur sjá um allt, græna fjármögnun og uppítöku á gamla bílnum, tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf við uppsetningu, hvort sem er við kaup eða langtímaleigu.
Láttu gæðin heilla þig!