PEUGEOT Á ÍSLANDI | FRÉTTIR

/image/81/9/peugeot-3008-2016-192-fr.311819.jpg
Peugeot 3008 Bíll ársins

Bíll ársins í Evrópu árið 2017

Nýr Peugeot 3008 er Bíll ársins í Evrópu 2017. Það er til marks um einstaklega vel heppnaða hönnun og framúrskarandi gæði. Það er sama hvar borið er niður, glæsilegt útlit bílsins að innan sem utan, gæðin, þægindin, aksturseiginleikarnir, allt er eins og best verður á kosið. Í umsögn dómnefndar Bíl ársins í Evrópu um bílinn segir meðal annars að innrétting hans sé ein sú besta og að þarna sé án efa besti bíll Peugeot til þessa.

Peugeot hefur sett stefnu sína á að vera hágæða framleiðandi og það fer ekki framhjá neinum þegar þú skoðar Peugeot 3008.

Verðlaunin fyrir bíl ársins í Evrópu eru ein þau virtustu í bílaheiminum. Verðlaunin eru veitt árlega í kringum bílasýninguna í Genf.

KYNNTU ÞÉR BÍL ÁRSINS PEUGEOT 3008

Peugeot 3008 Bíll ársins

Peugeot 3008 er Bíll ársins á Íslandi 2018

Peugeot 3008 hefur verið valinn bíll ársins 2018 á Íslandi. Bandalag íslenskra bílablaðamanna stendur fyrir valinu en þetta er í ellefta skiptið sem verðlaunin eru afhent. Alls voru 30 bílar tilnefndir í valinu. Bílunum var skipt í fjóra flokka eftir stærð en þrír efstu bílarnir í hverjum flokki komust í úrslit. Við hjá Brimborg erum afar stolt af því að hljóta þessi verðlaun fyrir Peugeot 3008 og þökkum Bandalagi íslenskra bílablaðamanna kærlega fyrir þeirra störf. 

KYNNTU ÞÉR BÍL ÁRSINS PEUGEOT 3008

Keyrðu inn í veturinn á Peugeot 3008 Bíl ársins!