GLÆNÝR PEUGEOT 208 VÆNTANLEGUR Í JANÚAR 2020

Nýr Peugeot 208 veldu 100% rafmagn eða bensín

Glænýr peugeot 208.forsala
5_ara_abyrgd

Brimborg býður nú alla nýja Peugeot bíla með ábyrgð

Brimborg býður nú alla nýja Peugeot bíla með 5 ára ábyrgð og rafhlöðuábyrgð rafbíla í 8 ár. Lægri rekstrarkostnaður, meira öryggi, hærra endursöluverð og hraðari endursala.

Með reglulegri þjónustu og 5 ára ábyrgð nýrra Peugeot bíla og 8 ára rafhlöðuábyrgð rafbíla tryggir þú þér meira öryggi, lægri rekstrarkostnað, hærra endursöluvirði og hraðari endursölu. Til að viðhalda ábyrgðinni skv. ferli framleiðanda eins og lýst er í eiganda og þjónustuhandbók bílsins þarft þú aðeins að koma árlega með bílinn í þjónustu hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Brimborgar sem annast bæði almenna þjónustu og viðgerðir sem falla undir ábyrgð. Árlegar þjónustuskoðanir Peugeot bíla eru á hagstæðu verði og við gerum þjónustuheimsóknina eins einfalda og kostur er. Við minnum þig á þegar nær dregur og þú velur tíma og bókar á netinu eins og þér hentar. Kynntu þér nánar 5 ára ábyrgð nýrra Peugeot bíla og 8 ára rafhlöðuábyrgð

Viðurkennda þjónustuaðila Brimborgar má finna á heimasíðu Brimborgar 

KYNNTU ÞÉR ÁBYRGÐ PEUGEOT

Peugeot_208_forsida_finalist

Kynnum glænýjan Peugeot 208, rafdrifinn eða með bensínvél

Tryggðu þér bíl í forsölu strax í dag. Væntanlegur í janúar 2020.

Peugeot kynnir glænýjan framdrifinn Peugeot 208 sem þú getur valið annaðhvort með sparneytinni bensínvél eða alfarið rafdrifinn. Sparneytin bensínútfærslan eyðir aðeins frá 4,0l/100 km. og CO2 losun er aðeins frá 94 gr/km. og fæst bæði með beinskiptingu og með nýrri 8 þrepa sjálfskiptingu. Rafbílinn Peugeot e-208 er sjálfskiptur með 50 kWh rafhlöðu sem skilar drægni við kjöraðstæður allt að 340 km. skv. WLTP mælingu. Rafhlöðuna er hægt að hraðhlaða í allt að 80% hleðslu á 30 mínútum og í 100% hleðslu á 7,5 klst í heimahleðslu.

Allir nýir Peugeot bílar eru með 5 ára ábyrgð og rafbíllinn að auki með 8 ára rafhlöðuábyrgð. Hönnun nýja Peugeot 208 hefur hlotið einróma lof fyrir framsækið útlit sem er undirstrikað með LED fram- og afturljósunum sem setja sterkan svip á bílinn. Innréttingarnar eru í anda Peugeot i-Cockpit með nýjustu kynslóð af tækni og stafrænu 3-D mælaborði þar sem allar upplýsingar eru í sjónlínu. Peugeot 208 með bensínvél kostar frá 2.490.000 kr. og rafbíllinn Peugeot e-208 kostar frá 3.790.000 kr.

Þú getur líka lesið meira um glænýjan Peugeot 208 hér á vefnum með því að smella hér 

Glænýr Peugeot 208 hefur hlotið fádæma góða dóma á heimsvísu og eftirspurnin er mikil. Brimborg hefur náð að tryggja Íslendingum takmarkað magn bíla og verða þeir fyrstu til afhendingar í janúar 2020. Þú getur skoðað úrvalið af bílum sem eru á leið til Íslands í nýja vefsýningarsal Brimborgar með því að smella hér:  

Þaðan sendir þú okkur fyrirspurn um bílinn sem þér líst best á og getur líkað tekið hann frá og staðfest síðan með 10% innborgun. Um leið og fyrirspurn þín berst okkur höfum við samband með nánari upplýsingar.

Þú getur auðvitað líka hringt í síma 5157000 eða komið í heimsókn til okkar á Bíldshöfða 8 í Reykjavík eða á Tryggvabraut 5 á Akureyri.