KOMDU OG KEYRÐU PEUGEOT e-208

340 KM DRÆGNI Á HREINU RAFMAGNI

Peugeot e-208 rafbíll forsíða

KOMDU OG KEYRÐU GLÆNÝJAN PEUGEOT 3008 PHEV

FRAM- OG FJÓRHJÓLADRIFINN LANGDRÆGUR TENGILTVINNJEPPI

Peugeot 3008 PHEV með punktum 7 ára ábyrgð
Langdrægur Peugeot e-2008 með 7 og 8 ára ábyrgð

LANGDRÆGUR PEUGEOT e-2008 100% HREINN RAFBÍLL

Langdrægur Peugeot e-2008 100% hreinn rafbíl með jeppalagi, góða veghæð og háa sætisstöðu. Peugeot e-2008 rafbíll er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél, varmadælu sem eykur orkunýtingu og drægni, 50 kWh drifrafhlöðu sem er snögg í hleðslu og skilar 320 km drægni og forhitara sem tryggir að bíllinn er alltaf heitur þegar þú leggur af stað.

320 KM DRÆGNI Á 100 % HREINU RAFMAGNI
Peugeot e-2008 100% hreinn rafbíll er með 50 kWh drifrafhlöðu og varmadælu sem endurnýtir orku fyrir miðstöðina og því er drægni bílsins skv. WLTP mælingu framúrskarandi eða 320 km.

30 MÍNÚTUR Í 80% DRÆGNI Í 100 KW HRAÐHLEÐSLUSTÖÐ
Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Peugeot e-2008 SUV rafbíl heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða á 7,5 klst í öflugri heimahleðslustöð og aðeins tekur 30 mínútur að hlaða tóma drifrafhlöðuna í 80% hleðslu í 100 kW hraðhleðslustöð.

FJARSTÝRÐUR FORHITARI TRYGGIR ALLTAF HEITAN BÍL
Peugeot e-2008 er með fjarstýrðum forhitara sem tryggir að bíll er heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyPeugeot® appinu ásamt því að tímastilla forhitarann. Einfalt er að vera með yfirsýn á bílnum í snjallsímanum með MyPeugeot® appinu. Hægt er að skoða upplýsingar um bílinn þ.á.m. stöðu á drægni, hleðslustöðu, þjónustuyfirlit og panta tíma á þjónustuverkstæði.

VARMADÆLA EYKUR VIRKNI MIÐSTÖÐVAR OG DRÆGNI
Varmadæla er mikilvægur búnaður í rafbílum, sérstaklega á Íslandi því varmadælur virka best við -5 til 15°C og er hún staðalbúnaður í Peugeot e-2008 rafbíl. Hún endurnýtir orku úr umhverfinu fyrir bæði miðstöð og drifrafhlöðu bílsins sem gerir það kleift að ekki þarf að nota eins mikla orku frá drifrafhlöðunni til að hita eða kæla bílinn.Það getur munað allt að 50 km eða um 15% af drægni bílsins hvort varmadæla er í bílnum eða ekki.

MIKIL VEGHÆÐ OG HÁ SÆTISSTAÐA
Hönnun Peugeot e-2008 er alveg ný frá grunni og hefur hlotið einróma lof fyrir framsækið útlit sem er undirstrikað með LED fram- og afturljósunum sem setja sterkan svip á bílinn. Peugeot e-2008 er með mikla veghæð og háa sætisstöðu svo það er einstaklega þægilegt að ganga um hann. Innréttingin er nýjasta kynslóð af Peugeot 3D i-Cockpit sem er fullkominn stafrænn heimur þar sem mælaborð og stjórntæki eru í sjónlínu ökumanns og bæta þannig enn akstursgæði.

FULLKOMIN ÖRYGGISTÆKNI
Peugeot e-2008 er með nýjustu aksturs- og öryggistækni sem aðstoða ökumanninn við aksturinn og tryggir örugga ökuferð. Veglínuskynjun, blindpunktsaðvörun, vegskiltalesari, aðlögunarhæfur hraðastillir, sjálfvirk neyðarhemlun (Active City Break) og ný gerð bakkmyndavélar eru dæmi einstakan öryggisbúnað í Peugeot e-2008.

7  ÁRA ÁBYRGÐ Á BÍL OG 8 ÁR Á DRIFRAFHLÖÐU
Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með langri 7 ára víðtækri ábyrgð á bílnum og sérstakri 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.  Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðenda hvað varðar þjónustuskoðanir.

SKOÐA ÚRVAL BÍLA Í PÖNTUN Í VEFSÝNINGARSAL
 Í Vefsýningarsal Brimborgar er að finna alla lausa bíla á lager og í pöntun.Þegar draumabíllinn er fundinn er send fyrirspurn beint úr vefsýningarsalnum sem söluráðgjafi svarar um hæl. Viðskiptavinir geta auðveldlega breytt bílum í pöntun að sínum smekk með aðstoð söluráðgjafa Brimborgar.  Smelltu hér til að skoða úrval í Vefsýningarsal Brimborgar. Smelltu hér til að senda fyrirspurn á söluráðgjafa Peugeot.

Einfaldaðu rafbílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum, hagstæða fjármögnun, tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf við uppsetningu.

Peugeot e-2008 kostar frá 4.790.000 kr. og er fáanlegur í fjórum búnaðarfærslum; Active, Allure, GT-line og GT.

 

 Peugeot 7 ára ábyrgð forsíðufrétt

Brimborg býður nú alla nýja Peugeot bíla með víðtækri 7 ára

NÝIR RAFBÍLAR OG LENGRI ÁBYRGÐ
Árið 2020 hefur verið viðburðaríkt fyrir Peugeot á Íslandi. Tveir nýir hreinir rafbílar og einn tengiltvinn rafbíll hafa verið kynntir og nú býður Brimborg alla nýja Peugeot bíla með víðtækri 7 ára verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu raf- og tengiltvinn rafbíla. Ábyrgðin gildir fyrir fólks- og atvinnubíla. Ábyrgðin er í boði á bílum keyptum af Brimborg sem koma í reglulega þjónustu skv. ferli framleiðanda í allt að 7 ár eða allt að 140 þús. km. Ávinningur af reglulegum þjónustuskoðunum og lengri verksmiðjuábyrgð er aukin gæði, meira öryggi, lægri rekstrarkostnaður, hærra endursöluvirði og hraðari endursala.

FORSENDUR ÁBYRGÐAR
Greinargóðar upplýsingar um skilmála ábyrgðar nýrra Peugeot hjá Brimborg er finna í rafrænni eigandahandbók ásamt viðauka sem söluráðgjafi fer vel yfir við afhendingu nýrrar bifreiðar til viðskiptavinar. Við þjónustueftirlit er fylgt stöðluðu ferli framleiðanda sem tryggir að bíllinn er ávallt í topp standi. Þjónustuverkstæði Brimborgar eða aðrir viðurkenndir þjónustuaðilar Brimborgar framkvæma reglubundna þjónustu á 12 mánaða eða 15.000 km fresti hvort sem kemur á undan km. fjöldi eða tími og er þjónustueftirlitið á föstu verði.

Allir viðurkenndir þjónustuaðilar Peugeot geta annast viðgerðir sem falla undir ábyrgð en þjónustuaðila Brimborgar um land allt má finna HÉR.