SKIP TO CONTENT
Verkstæði

PEUGEOT VERKSTÆÐI

Þjónusta á verkstæði

Við leggjum áherslu á að þjónusta viðskiptavini okkar á framúrskarandi hátt á öllum sviðum svo samgöngutæki heimilisins og vinnustaðarins sé í topplagi. Öll verkstæði Brimborgar eru aðilar BGS, Bílgreinasambandsins.

Bókaðu tíma á verkstæði Peugeot á netinu

- erum á þremur stöðum

 

Þú getur pantað tíma á verkstæðum Peugeot hér á vefnum. Í samstarfi við Vélaland verkstæði getur þú nú bókað tíma nálægt þér. Við erum á þremur stöðum: Peugeot verkstæði Bíldshöfða 8, Vélaland verkstæði Jafnaseli 6 í Breiðholti og Vélaland verkstæði Dalshrauni 5 Hafnarfirði.

 

Þegar þú hefur bókað tíma þá færð þú mjög fljótlega staðfestingu í sms með nánari leiðbeiningum. Síðan munum við minna þig á tímann fjórum dögum áður en þú átt að mæta og aftur minnum við á daginn áður. Þú finnur lausan tíma, bókar tíma eða afbókar hjá verkstæðum Peugeot hér:

 

VERKSTÆÐI Á LANDSBYGGÐINNI

Þjónustuaðilar, verkstæði sem þjónusta bílamerki Brimborgar, eru víða um land og veita góða þjónustu í samræmi við kröfur Brimborgar.

 

NEYÐARÞJÓNUSTA

Neyðarþjónusta verkstæðis og varahlutaverslunar kostar kr. 25.000 fyrir hvert útkall og er útkallskostnaður til viðbótar við kostnað sem hugsanlega fellur til vegna viðgerðar og varahluta. 

 

Neyðarþjónusta er hugsuð fyrir viðskiptavini sem lenda óvænt í því að bíllinn bilar en þurfa nauðsynlega á viðgerð að halda utan opnunartíma.

 

Neyðarsími fyrir Peugeot fólksbíla er 8941515