HLEÐSLA OG UMHIRÐA
Á ÞÍNUM RAFBÍL
HVERNIG ER BEST AÐ HLAÐA
ÞINN RAFBÍL?
HVERNIG ER BEST
AÐ HLAÐA ÞINN RAFBÍL?
Það er einfalt að hlaða Peugeot rafbíla. Við mælum með uppsetningu á öflugri hleðslustöð heima eða í vinnu. Það sparar tíma og eykur þægindi.
Vegghleðsla heima eða í vinnu: 4klst í u.þ.b. 80% hleðslu.(i) Sérfræðingar mæla með hleðslu rafbíla með heimahleðslustöðvum. Venjulegir heimilistenglar eru ekki ætlaðir til langtímahleðslu. Fáðu ráðgjöf hjá söluráðgjafa Peugeot.
Viðskiptavinir okkar fá einnig betri kjör í hraðhleðslustöðvum Brimborgar með e1 appinu(i) Brimborg er með hraðhleðslustöðvar á eftirfarandi stöðum: Jafnaseli 6 í Breiðholti - Hádegismóum 8 í Árbæ - Bíldshöfða 6 á Höfða - Flugvöllum 8 í Reykjanesbæ.
Hraðhleðslustöðvar má finna víða á íslandi og eru þær heppilegur kostur á lengri ferðum eða þegar plön breytast skyndilega og þörf er á snöggri hleðslu.
Stöðvarnar eru einfaldar í notkun og það tekur alla jafnan um 30 mínútur ná u.þ.b. 80% hleðslu á rafhlöðuna.
Viðskiptavinir okkar fá einnig betri kjör í hraðhleðslustöðvum Brimborgar með e1 appinu (i) Brimborg er með hraðhleðslustöðvar á eftirfarandi stöðum: Jafnaseli 6 í Breiðholti - Hádegismóum 8 í Árbæ - Bíldshöfða 6 á Höfða - Flugvöllum 8 í Reykjanesbæ.
HLEÐSLUTÍMI
HLEÐSLUTÍMI
Hvaða þættir hafa mest áhrif á hleðsluhraða?
Hvaða þættir hafa mest áhrif á hleðsluhraða?
Því öflugri sem kapallinn er því hraðari er hleðslan.
Við bjóðum vandaða kapla sem auka hleðsluhraða.
Því stærri sem rafhlaðan er því lengri er hleðslutíminn.
Með því að setja upp góða hleðslustöð heima, hleður þú bílinn á þægilegan og einfaldan máta.
Venjulegir heimilistenglar henta ekki fyrir hleðslu rafbíla til langs tíma og hleðslutíminn er mun lengri.
Sérfræðingar mæla með hleðslu rafbíla með sér uppsettum heimahleðslustöðvum.(i) Spurðu söluráðgjafa Peugeot á Íslandi. Þeir eru sérfræðingar í hleðslulausnum og boðnir og búnir að fræða og aðstoða.
Rafhlöður hlaða hraðar á inn á sig ef staðan á hleðslu er á milli 20% og 80%.
Byrjaðu að hlaða rafhlöðuna á réttum tíma til að auka hleðsluhraða. Þú getur still hleðslu í MyPeugeot appinu í símanum þínum.
Það er gott að vera meðvitaður um að hleðslutími getur aukist í köldu veðri.
Með MyPeugeot appinu í símanum getur þú fylgst með hleðsluhraða og verið með puttana á púlsinum við öll skilyrði.
HVERNIG ER BEST AÐ STÝRA HLEÐSLU?
HVERNIG ER BEST AÐ STÝRA HLEÐSLU?
MyPeugeot app í símann gerir þér kleift að stjórna og fjarstýra hleðslu rafbílsins þíns hvar sem er og hvenær sem er:
- Nýttu þér rauntíma yfirlit yfir eyðslu og stöðu hleðslu
- Fjarstýrðu hleðslu og hafðu eftirlit með framvindu hennar
- Sjálfvirk bremsun: Stilltu bílinn á sjálfvirka hemlun auktu drægni með þvi að endurheimta stöðuorku sem verður tiltæk við hemlun.
- Skipuleggjarinn: Skipuleggðu leiðina með tilliti til hleðslustigs rafhlöðunnar og fjarlægð hleðslustöðva.
VELDU ÞJÓNUSTUSTIG SEM VEITIR HUGARRÓ
VELDU ÞJÓNUSTUSTIG SEM VEITIR HUGARRÓ
Samanborið við bensínbíla þarf rafbíll minni þjónustu sem hefur í för með sér marga kosti:
- Færri heimsóknir á verkstæði: Sem dæmi eru engin olíuskipti eða skipti á olíusíum
- Færri slitfletir eins og t.d. á bremsum
- Einfaldari og tæknilegri skoðun
Kaupum á Peugeot rafbílum fylgir 7 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Veldu þjónustu sem veitir hugarró.
Á ábyrgðartímanum eru allar viðgerðir sem falla undir ábyrgðarskilmála viðskiptavinum að kostnaðarlausu.
Nýtt þér vegaþjónustu Peugeot ef ökutæki þitt stöðvast (vegna bilunar eða slyss). Við munum annast bílinn fyrir þig.
Allir Peugeot bílar í ábyrgð hafa aðgang að vegaþjónustu Peugeot.
FRAMTÍÐIN ER RAFMÖGNUÐ
Taktu þátt í orkuskiptunum með Peugeot rafbíl.