SKIP TO CONTENT
Styrkir og fjármögnun

RAFBÍLASTYRKIR OG

GRÆN FJÁRMÖGNUN

RAFBÍLASTYRKIR OG

GRÆN FJÁRMÖGNUN

 RAFBÍLASTYRKIR FRÁ ORKUSJÓÐI

 
RAFBÍLASTYRKIR FRÁ ORKUSJÓÐI
 

Rafbílastyrkir fyrir rafmagns fólks- og sendibíla

 

Styrkurinn er föst upphæð per bíl og nemur 900.000 kr. fyrir nýja rafmagnsfólksbíla og 500.000 kr fyrir nýja rafmagnssendibíla. Rafsbílastyrkurinn er háður því að kaupverð rafbílsins án aukahluta sé ekki hærra en 10 milljónir króna með virðisaukaskatti og að rafbíllinn sé nýskráður eftir 1. janúar 2024 og gildir út árið. Hins vegar er rétt að benda á að stjórnvöld hafa sett þak á heildarupphæð sem varið verður til styrkja og því gætu þeir klárast fyrr.

 

Umsóknarferlið er rafrænt í gegnum vefinn island.is og lofar Orkusjóður að svara á 2 dögum ef allar veiðeigandi upplýsingar liggja fyrir í umsókninni.

 

Styrkurinn gildir ekki fyrir notaða rafmagnsbíla sem þegar hafa verið nýskráðir á Íslandi fyrir 31.12.2023 en Brimborg getur boðið notaða rafmagnsbíla í langtímaleigu sem bílaleiga Brimborgar hefur fengið ívilnun eða styrk á. Þá þarf ekki að sækja um styrk því Brimborg hefur þegar gert það.

 

Margar lánastofnanir bjóða græna fjármögnun til rafbílakaupa. Græn fjármögnun er ýmist á betri kjörum en almenn bílalán eða með hagstæðari lántökugjöld.

 

Söluráðgjafar okkar veita faglega ráðgjöf um græna fjármögnun og aðstoða viðskiptavini við val á hagstæðustu fjármögnuninni við kaup á nýjum eða notuðum bíl.