SKIP TO CONTENT
Styrkir og fjármögnun

STYRKIR OG

GRÆN FJÁRMÖGNUN

STYRKIR OG

GRÆN FJÁRMÖGNUN

 
TRYGGÐU ÞÉR 100% RAFBÍL
Á BETRA VERÐI

ívilnun í formi lækkaðs virðisaukaskatts gildir út árið 2023.
 
 
TRYGGÐU ÞÉR 100% RAFBÍL
Á BETRA VERÐI
ívilnun í formi lækkaðs virðisaukaskatts gildir út árið 2023.

Rafbílar kosta í dag minna en kaupsverð þeirra segir til um því þeir njóta stuðnings stjórnvalda. Öllum sem kaupa rafbíl árið 2024 á kaupverði upp að 10 milljónum stendur til boða að fá 900.000 kr. styrk frá Orkusjóði. Athugið að sjóðurinn er takmarkaður og ekki tryggt að hann dugi allt árið og því æskilegt að taka af skarið fyrr en seinna til að tryggja sér styrkinn.

 

Fyrirtæki sem kaupa rafmagnssendibíl fá 500.000 kr. styrk frá Orkusjóði. Sé bílinn á rauðum númeraplötum geta þau innskattað 24% virðisaukaskatt af kaupverðinu og fengið styrkinn að auki, ásamt því að innskatta allan rekstrarkostnað sendibílsins. Styrkurinn nýtist líka í langtímaleigu hjá Brimborg á sendibílum á rauðum númerum og geta fyrirtæki á sama hátt innskattað leigugreiðslur og rekstrarkostnað kjósi þau heldur bíla í langtímaleigu. 

 

Margar lánastofnanir bjóða nú svokallaða græna fjármögnun til rafbílakaupa. Græn fjármögnun er á betri kjörum en almenn bílalán.

 

Söluráðgjafar okkar sjá um að fá tilboð í græna fjármögnun fyrir viðskiptavinu sé þess óskað ásamt því að gefa tilboð í uppítöku á gamla bílnum.

 

Smelltu á takkann hér að neðan og sendu fyrirspurn á söluráðgjafa til að fá nánari upplýsingar.