WLTP (Worldwide Harmonised Light Vehicle Test Procedure) staðallinn er notaður til að votta ökutæki samkvæmt gerðarviðurkenningarkerfi Evrópusambandsins. Hann felur í sér nýtt prófunarferli og nýja aðferð til að mæla eldsneytisnotkun og losun CO2 og mengunarvalda í léttum bifreiðum við staðlaðar aðstæður (á rannsóknarstofu).
WLTP leysir af hólmi fyrra vottunarferli (NEDC), sem tók gildi árið 1992. Síðan í september 2017 þurfa allar nýjar tegundir sem eru markaðssettar í fyrsta sinn að vera með WLTP-vottun. Frá september 2018 verða allar seldar bifreiðar að vera með WLTP-vottun. Þessar nýju reglur um prófanir á rannsóknarstofu verða innleiddar ásamt Real Driving Emissions (RDE) prófuninni.
Nýi WLTP-staðallinn gefur neytendum betri mynd af eldsneytisnotkun og CO2 losun bifreiðanna sinna.
Þökk sé skynsamlegum ákvörðunum í tæknimálum sem voru teknar með þessar reglur í huga (SCR fyrir dísilbíla og GPF fyrir bensínbíla) er Peugeot tilbúið fyrir þetta nýja WLTP-vottunarferli sem endurspeglar betur raunnotkun viðskiptavina.
Og til að upplýsa viðskiptavini sína betur hefur PSA Group þar að auki birt upplýsingar um eldsneytisnotkun sinna bíltegunda á vefsvæði síðan 2016 og upplýsingar um losun nituroxíða síðan í mars 2018, miðað við raunverulegar akstursaðstæður, byggt á aðferðum sem þróaðar voru með frjálsum félagasamtökum, (T&E og FNE) og vottaðar af sjálfstæðum þriðja aðila (Burea Veritas).
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Mælingar á losun til þess |
Aukin vegalengd farin í lotum |
Prófanir framkvæmdar á meiri hraða |
Líflegri og raunverulegri aksturshegðun |
Lengri lotur |
Eitt af markmiðum nýja WLTP prófsins er að endurspegla betur hversdagslegar akstursaðstæður og núverandi tæknilega eiginleika ökutækja í vottunarferlinu. Það felur í sér strangari prófunaraðstæður og fjölbreyttara aksturssnið en NEDC prófið, sem var þróað á tíunda áratug síðustu aldar. WLTP er byggt á raunverulegum akstursgögnum, á meðan NEDC byggði á fræðilegum aksturssniðum.
WLTP skilar einnig nákvæmari gildum þar sem það tekur til greina sérstaka eiginleika hvers ökutækis, þar á meðal allan valbúnað, sem getur haft talverð áhrif á eldsneytisnotkun og losun CO2. WLTP gildin eru í sumum tilfellum hærri en NEDC gildi sama ökutækis. Það þýðir ekki að ökutækið eyði meira eldsneyti, þetta er einfaldlega ný aðferð við mælingar sem byggir á ítarlegri og lengri prófunarlotu sem endurspeglar betur hvernig ökutækjum er ekið í dag.
Prófunarferlið Worldwide Harmonised Light Vehicle Test Procedure fyrir fólksbifreiðar og léttar atvinnubifreiðar. Lögbundin prófunarferli fyrir eldsneytisnotkun og losun mengunarvalda eru að breytast.
NEDC | WLTP | |
Prófunarlota |
Ein prófunarlota | - Fjölbreytt lota sem er líkari raunverulegum akstri |
Lotutími | 20 mínútur | 30 mínútur |
Lotuvegalengd | 11 kílómetrar | 23,25 kílómetrar |
Akstursfasar | 2 fasar, 66% innanbæjarakstur og 34% utanbæjarakstur | 4 síbreytilegri fasar, 52% innanbæjarakstur og 48% utanbæjarakstur |
Meðalhraði | 34 kílómetrar á klst | 46,5 kílómetrar á klst. |
Hámarkshraði | 120 kílómetrar á klst. | 131 kílómetri á klst. |
Áhrif valbúnaðar | Áhrif á CO2 og eldsneytisneyslu ekki tekin til greina í NEDC | Viðbótareiginleikar (sem geta verið mismunandi milli bíla) eru teknir til greina. |
Gírskipti | Ökutæki hafa fasta gírskiptipunkta | Mismunandi gírskiptipunktar fyrir hvert ökutæki |
Prófunarhitastig | Mælingar við 20–30°C | Mælingar við 23°C, CO2 gildi leiðrétt við 14°C |
Frá september 2018 verða allir framleiðendur að mæla losun sinna ökutækja við raunverulegar aksturaðstæður (RDE), auk þess að fara í gegnum WLTP-vottunarferlið; þetta á við um allar bifreiðar sem eru seldar í Evrópusambandinu, Sviss, Tyrklandi, Noregi, Liechtenstein, Ísrael og Írlandi.
Í þessum RDE-prófunum er losun á mengunarvöldum eins og nituroxíði (NOx) og svifryki mæld á vegum úti til að fá raunsannari niðurstöður.
Það er ný prófunaraðferð sem skilar greiningu á eldsneytisnotkun og CO2 losun ökutækja sem er nær raunveruleikanum. Frá september 2018 verða allar bifreiðar sem eru skráðar í fyrsta sinn að vera með WLTP-vottun. WLTP mun smám saman leysa af hólmi NEDC-prófunaraðferðina (New European Driving Cycle).
Eldsneytisnotkun og útblástur bifreiðar veltur enn á aksturslagi hvers einstaklings, og þess vegna var miklu magni gagna frá öllum heimshornum safnað saman fyrir WLTP-staðalinn. Þessi gögn voru notuð til að ákvarða fjóra dæmigerða fasa með fjórum meðalhröðum: hægt, miðlungshratt, hratt og mjög hratt.
Í hverjum fasa eru mismunandi aðstæður mældar (hemlun, hraðaaukning, stöðvun) með ólíkum hætti til að endurspegla hversdagslegar aksturaðstæður. Þessi fasar eru svo sameinaðir og við fáum það sem kallast „aksturslota“.
Sett er fram eldsneytisnotkun fyrir fjórar mismunandi akstursaðstæður, með sameinuðu heildargildi fyrir bensínbíla, dísilbíla, tvinnbíla og endurhlaðanlega tvinnbíla.
Gildistaka WLTP þýðir að gildi fyrir eldsneytisnotkun og CO2 losun sem eru gefin upp í lýsingu á ökutækjum eru nær raunverulegum gildum við raunverulegar akstursaðstæður.
WLTP-prófið tekur til greina valfrjálsa eiginleika (eins og vetrardekk eða glerþak) til að reikna út raunhæfari gildi út frá uppsetningu þíns ökutækis.
Raunhæfari gildi þýða eðlilega að gildi fyrir eldsneytisnotkun og losun verða hærri fyrir ökutæki með sprengihreyfil, á meðan rafknúin ökutæki (þar á meðal endurhlaðanlegir tvinnbílar) verða með lægri gildi. Þetta gæti einnig þýtt að fleiri ökutæki falli undir CO2 skattlagningu. Aftur á móti verða ökutæki með WLTP-vottun áfram skattlögð út frá NEDC. Til skamms tíma litið munu skattkerfi sem byggjast á CO2 losun ekki breytast (CO2 skattur, skattur á fyrirtækjabíla).
RDE stendur fyrir Real Driving Emissions. Það er ný aðferð til að mæla losun mengunarvalda eins og nituroxíðs (NOx) og svifryks.
Eins og nafnið gefur til kynna eru RDE-mælingar gerðar á vegum úti við raunverulegar akstursaðstæður, en ekki á rannsóknarstofu. Þessar mælingar eru gerðar með snjalltæki sem kallast PEMS (Portable Emissions Measurement System) sem er fest aftan á ökutækið meðan prófun fer fram.
Euro 6 er núgildandi staðall sem takmarkar losun mengunarvalda. Hann kveður á um hámarksgildi fyrir losun á svifryki og nituroxíði sem eru lægri en í Euro 5 staðlinum sem áður gilti.
Frá september 2018* mun önnur útgáfa af Euro 6 staðlinum taka gildi: Euro 6.2 staðallinn. Hann setur enn lægri takmörk á losun svifryks í ökutækjum með bensínvélar en fyrri staðall.
*Á við um ný ökutæki. Nýjar gerðir af ökutæki skulu lúta nýju losunarstöðlunum einu ári fyrr.
Til þess að draga enn frekar úr losun ökutækja á mengunarvöldum er ammóníaki í vökvaformi, sem kallast AdBlue®, sprautað inn í útblásturskerfi dísilbíla. Sértæk afoxun með hvötum (Selective Catalytic Reduction, SCR) getur minnkað losun á nituroxíði um allt að 90%, svo eftir stendur aðallega gufa, nitur og koldíoxíð.
Það er hluti af stöðluðum breytum, þar á meðal próflotunni, sem eru notuð til að votta ökutæki.
Eitt vottunarferli getur borið saman eldsneytisnotkun og CO2 losun ólíkra ökutækja.
NEDC (New European Driving Cycle) hafði verið í gildi síðan 1992, og verður leyst af hólmi af WLTP frá september 2018.
Gamla NEDC aðferðin var ekki talin endurspegla raunverulega aksturshegðun viðskiptavina okkar.
Eldsneytisnotkunartölur sem verða notaðar í birtu efni, mældar með WLTP, verða nær því sem viðskiptavinir okkar upplifa í raun.
Þessi nýju WLTP gildi hafa engin áhrif á eldsneytisnotkun bifreiðarinnar þinnar. WLTP leiðir til hærra CO2/g/km gildis en NEDC gildi sama ökutækis einfaldlega vegna þess að þetta er lengra og ítarlegra próf. Þess vegna endurspeglar WLTP betur raunverulegan akstur. Með öðrum orðum þýða hærra CO2 gildi ekki að eldsneytisnotkun aukist, heldur er CO2 gildið nær raunveruleikanum vegna breytingarinnar á því hvernig bifreiðar eru prófaðar.
WLTP-gildin verða að vera birt viðskiptavinum frá: