Að kaupa bíl er vandasamt verk enda skipta gjarnan háar fjárhæðir um hendur og miklir hagsmunir eru í húfi. Því er mikilvægt að eiga bílaviðskipti við traustan aðila. Brimborg hefur stundað viðskipti með nýja og notaða bíla í áratugi, hefur starfsleyfi til reksturs bílasölu og hjá okkur starfa reynsluboltar með réttindi til bílasölu.
Að mörgu er að hyggja þegar kaupa á bíl og ekki síst notuðum bíl og m.a þarf að huga vel að endursöluverði, hvort bíllinn sé rétt verðlagður og í hvernig ástandi bíllinn er. Það er lögbundin ábyrgð bílasala að upplýsa væntanlegan kaupanda um rétt hans til að fara með bílinn í ástandsskoðun hjá óháðum aðila áður en gengið er frá kaupunum.
Að selja bíl er verkefni sem þarf að sinna vel og við hjá Brimborg aðstoðum bíleigendur við að kaupa og selja bíla. Við búum yfir áratuga reynslu og höfum starfsleyfi til að selja bíla og hjá okkur starfa sölumenn með viðeigandi réttindi til að selja bíla. Þannig er réttur þinn ávallt tryggður. Við gefum þér góða ráðgjöf í bílaviðskiptum.
ÞARFTU AÐSTOÐ?
ÚRVAL PEUGEOT BÍLA
VEFTRÉ