SKIP TO CONTENT
ALGENGAR RAFBÍLASPURNINGAR

 
 
ALGENGAR RAFBÍLASPURNINGAR

Ertu með spurningu varðandi rafbíla?
Finndu algengar spurningar og svör hér að neðan.
 
 
ALGENGAR SPURNINGAR UM RAFBÍLA
Ertu með spurningu varðandi rafbíla? Finndu algengar spurningar og svör hér að neðan.

 
 
KOSTIR RAFBÍLA


Af hverju ætti ég frekar að velja rafbíl en bensín eða dísil bíl?

Auk jákvæðra áhrifa á umhverfið vegna minni koltvísýringslosunar býður PEUGEOT rafbíll upp á marga aðra kosti.:

  • Léttan akstur með 0 hávaða, 0 titring, 0 gírskiptingum, 0 jarðefnaeldsneyti, 0 sótmengun, 0 lykt;
  • Sparnað í orku- og viðhaldi;
  • Ívilnun við kaup;
  • Engar takmarkanir á notkun vegna mengunar.

Hvort er betra 100% rafbíll eða tengiltvinnbíll?

Rafbíll notar ekkert jarðefnaeldsneyti því hann er knúinn rafmagni frá rafhlöðu. Hann er algerlega mengunarlausn hreinorkubíll. Ef þú ekur að jafnaði eins og aðrir Íslendingar um 40-50 km á dag þá kemst þú auðveldlega í gegnum nánast alla vikuna á einni hleðslu

 

Tengiltvinnbíll gengur bæði á jarðefnaeldsneyti og rafmagni og er hægt að hlaða rafhlöðuna og þannig má keyra tiltekna vegalengd eingöngu á hreinu rafmagni. Ökumaður getur auðveldlega valið rafmagns stillingu til að aka eingöngu á hreinu rafmagni. Rafmagnsstilling leyfir aðlögun að mismunandi akstursaðstæðum.

 
 
Kostnaður - Ívilnanir og fjármögnun


Hvað eru ívilnanir vegna kaupa á rafbílum?

Rafbílar eru almennt á lægra verði en innkaupsverð þeirra segir til um því þeir njóta ívilnunar stjórnvalda skv. ákveðnum reglum. 100% hreinir rafbílar fá ívilnun í formi lækkaðs virðisaukaskatts sem getur því numið allt að 1.320.000 kr. og gildir til 31.12.2023. 

 

Lesa meira um ívilnanir hér


Eru einhvejir styrkir veittir til rafbílakaupa?

ÍVILNANIR

Rafbílar eru almennt á lægra verði en innkaupsverð þeirra segir til um því þeir njóta ívilnunar stjórnvalda skv. ákveðnum reglum. 100% hreinir rafbílar fá ívilnun í formi lækkaðs virðisaukaskatts sem getur því numið allt að 1.320.000 kr. og gildir til 31.12.2023. 

 

Lesa meira um ívilnanir hér

 

GRÆN FJÁRMÖGNUN

Margar lánastofnanir bjóða nú svokallaða græna fjármögnun til rafbílakaupa. Græn fjármögnun er á betri kjörum en almenn bílalán. Söluráðgjafar Peugeot á Íslandi sjá um að fá tilboð í græna fjármögnun fyrir viðskiptavini sé þess óskað.

 

Lesa meira um græna fjármögnun hér

 


Eru ívilnanir af notuðum rafbílum?

Ívilnanir eru ekki veittar við kaup á notuðum rafbílum en þeir njóta ávinnings í lægra verði þar sem þeir fengu ívilnun þegar þeir voru keyptir nýir.

Hvað kostar að hlaða rafbíl?

Að aka rafbíl á Íslandi er mjög hagstætt þar sem raforkuverð er bæði lágt og stöðugt. Smelltu hér til að lesa nánari um hvað það kosti að hlaða rafbíl og skoða dæmi.

 


Eru einhverjir styrkir í boði fyrir uppsetningu á hleðslustöð?

Þeir sem kaupa hleðslustöð við íbúðarhúsnæði fá fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts af kaupum af hleðslustöð og vegna vinnu við uppsetningu 100%. Sótt er um endurgreiðslu á vefsíðu skattsins.

 
 
RAFHLÖÐUR


Hvernig er ábyrgðarmálum PEUGEOT rafbíla háttað?

Brimborg býður alla nýja Peugeot bíla sem keyptir eru hjá Brimborg með 7 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu eða að 140.000 km. hvort sem á undan kemur km fjöldi eða tími. Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir fyrir bæði fólksbíla og atvinnubíla. 

Lesa meira um ábyrgð hér

Er hægt að skipta um rafhlöðu í rafbílnum mínum?

Þegar keyptur er rafbíll eða tengiltvinn rafbíll þá er mælt með því að fylgja þjónustuferli framleiðandans Peugeot með þjónustusamning. Allt er innifalið til að tryggja þér öryggi við notkun og endursölu og hámarka þannig virði rafbílsins:

 

  • Drifrafhlöðu gæði staðfest;
  • Útskipti gallaðra hluta (t.d. rafhlöðu
  • Útskipti (e.g. brake pads, wiper blades, etc. );
  • Regluleg þjónusta;
  • Vegaaðstoð og innifalin aðstoð vegna rafmagnsleysis

 

Athugið: Drifrafhlaðan er í ábyrgð í 8 ár eða  160,000 km hvort sem á undan kemur.

 


Hvernig eru PEUGEOT rafhlöður endurnýttar eða endurunnar?

Söfnun og endurvinnsla rafhlaðna hefur verið í sérstöku ferli síðan árið 2015 í samstarfi við SNAM. Endurvinnsluhlutfallið er yfir lögbundnum markmiðum um 50% og eru nálægt 70%. Rafhlöður eru einnig notaðar aftur í öðrum tilgangi t.d. til orkugeymslu sérbýla og fjölbýla.

 

Við innflutning rafbíla til Íslands er að auki greitt úrvinnslugjald og geta aðilar sem sjá um endurvinnslu eða endurnot sótt greiðslur í þann sjóð þegar rafhlöður þarf að taka úr bílum.

 
 
DRÆGNI


Hver er drægni rafbílsins míns?

Ef um er að ræða 50 kWh rafhlöðu (75 kWh rafhlaða er einnig fáanleg á PEUGEOT e-Traveller eftir útfærslu), og Peugeot rafbíl með hámarks afl rafmótors upp á 100 kW og gerir þér kleift að ferðast allt að 362 km skv. WLTP prófunaraðferðinni og rafmagnsnotkun kWh per 100 km sem tilgreind eru í samræmi við WLTP prófunaraðferðina fyrir ökutæki sem hafa verið samþykkt eftir 1. september 2018. Orkunotkun og drægni geta verið mismunandi eftir raunverulegum notkunarskilyrðum og ýmsum þáttum eins og: hraða, aksturslagi, útihita, landslagi og vindi.

Hvernig get ég hámarkað drægni rafbílsins míns?

Drægnin byggir Í grunninn á hleðslustöðu rafhlöðunnar (State of Charge, SoC), en fer einnig eftir aksturshraða, tíðri hröðun, þyngd bílsins og vegaðstæðum. Mælt er með að nota vistakstursstillingu (Eco mode) til að hámarka drægni. 

Hvers vegna minnkar drægnin þegar bíllinn er kaldur?

Rafhlöðurnar eru af svokallaðri liþíum-ion gerð og þurfa tiltekið stöðugt hitastig til að hámarka virkni.  Rafmótorinn útvegar aflið sem þarf til að halda rafhlöðunum mheitum sem dregur úr drægni. Mælt er með að nota fjarstýrða forhitun og hita bílinn á meðan hann er enn í hleðslu til að auka drægnina og þægindin.

Hver ákvarðar drægni rafbíls?

WLTP (Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure) er prófunaraðferð sem Evrópusambandið hefur staðfest til að mæla orkunotkun, mengun og rægni rafbíla.

 
 
HLEÐSLA


Hvernig hleð ég rafbílinn minn?

Hægt er að hlaða rafbíla á tvennan hátt.

 

  • Hægt er að hlaða heima t.d. með því að setja upp hleðslustöð og er mælt með því en einnig er hægt að hlaða með því að stinga hleðslusnúru í öruggan tengil

 

  • Hraðhleðsla er í boði víða um land og meðal annars býður Brimborg aðgang að hraðhleðsluneti Brimborgar á hagstæðu verði.

Hversu langan tíma tekur að hlaða rafbíl?

Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hleðsluhraða því hann byggist á nokkrum þáttum:

 

  • Afli hleðslustöðvar og hleðslugetu kapals og tengis;
  • Veðuraðstæðum;
  • Hleðslustöðu rafhlöðunnar (state of charge, SoC). Hleðslutíminn er lengri því minna sem er á rafhlöðunni.

 

Heimahleðslustöð eykur hleðsluhraða.

 

Í hraðhleðslu er hægt að ná 80% af hámarks drægni á um 30 mínútum. Hægt er að fylgjast með stöðu hleðslu í MyPeugeot appinu.


Hvernig get ég fylgst með hleðslustöðunni á bílnum mínum?

MyPeugeot appið fyrir iPhone og Android fylgir að kostnaðarlausu með kaupum á Peugeot rafbíl. Í appinu er hægt að hefja og stöðva hleðslu, og fylgjast með í rauntíma hvað bílinn er búinn að hlaða mikið og hvað mikill tími er eftir. Appið lætur einnig vita ef óvænt truflun verður á hleðslu og þegar bíllinn er fullhlaðinn. Einnig er hægt að tímastilla hvenær hleðsla á að hefjast.

 

Fáðu nánari upplýsingar um MyPeugeot appið hér.


Hvenær er best að hlaða rafbíla?

Í heimahleðslu hentar flestum best að hlaða bílinn yfir nóttina. Sum orkufyrirtæki bjóða einnig ódýrara rafmagn á nóttinni, utan mestu álagstíma. Við mælum með að kanna skilmálana hjá þínu orkufyrirtæki.

 
 
VIÐHALD


Hvort er meira eða minna viðhald á rafbílum?

Samanborið við bensínbíla þarf rafbíll minni þjónustu sem hefur í för með sér marga kosti:

 

  • Færri heimsóknir á verkstæði: Sem dæmi eru engin olíuskipti eða skipti á olíusíum

 

  • Færri slitfletir eins og t.d. á bremsum

 

  • Einfaldari og tæknilegri skoðun

 

Peugeot rafbílar fylgir ábyrgð á bíl í 7 ár og 8 ár á drifrafhlöðu að því gefnu að þjónustuskoðanaferli sé fylgt. í MyPeugeot appinu sem fylgir bílnum er auðvelt að fylgjast með hvenær tími er kominn á að panta tíma í þjónustuskoðun. 


 
 
Ferðalög


Get ég farið í lengri ferðalög á Peugeot rafbíl?

Allir 100% rafbílar frá Peugeot eru með hraðhleðslutengi sem gera þér kleyft að nýta rafhleðslustöðvar á leið um landið. Á 30 mínútum næst u.þ.b. 80% hleðsla á 100 kW hraðhleðslustöðvum.  

Hvernig er hægt að passa upp á að hleðslan dugi á lengri ferðum?

í Peugeot rafbílum er hægt að fylgjast með rauntíma eyðslu og áætla útfrá því hvar þú ætlar að stoppa til að hlaða.

 

Það er mikilvægt að hafa í huga að nota þættina sem auka drægni eins og sjálfbærnistillingu (Eco mode) og sjálfvirka bremsun. Með því að nota tæknina í Peugeot bílum er hægt að auka drægni um allt að 15%. Einnig borgar sig að aka á löglegum hraða vegna þess að hraðakstur eyðir meiri orku.

 


Hvernig virka skiptibílar fyrir lengri ferðalög?

Skiptibílar eru þjónusta sem stendur viðskiptavinum til boða sem eru með Peugeot bíl í langtímaleigu. Í þjónustinni felst að að hægt er að fá öðruvísi bíl tímabundið á góðum kjörum en þeir eru að leigja til lengri tíma, til dæmis í tengslum við ferðalög. 

Þolir rafbíll mikla rigningu eða snjó?

Hlíf ökutækisins og hleðsluportslokin tryggja að rafmagnsíhlutirnir séu vatnsþéttir og hægt sé að aka áhyggjulaus í rigningu eða snjó. 


Nokkur góð ráð við umhirðu rafbíla:

  • Áður en þú þværð ökutækið þitt verður hleðslutengið að vera rétt lokað.
  • Ekki þvo bílinn þinn meðan á hleðslu stendur eða háþrýstiþvo vélarrýmið eða undirvagn.
  • Ekki leyfa vatni eða ryki að komast inn í  hleðslutengið.
  • Ekki tengja eða aftengja hleðslutengið með blautum höndum (hætta á raflosti).

 
 
Almennt um rafbíla


Hvað er rafbíll?

Rafbíll er bíll sem er með vél sem nýtir rafmagn frá litíum rafhlööu sem orkugjafa. Rafhlöðurnar í 100% Peugeot rafbílum eru staðsettar undir gólfinu og hafa því ekki áhrif á stærð innra rýmis eða farangursrýmis.

Hvernig virkar vélin í 100% rafbíl?

Rafbíll er ekki með bensín- eða dísilvél heldur vél sem notar rafmagn sem orku. Vélin breytir orkunni sem er geymd í rafhlöðunni í bílnum í vélræna orku til að gera ökutækinu kleift að hreyfast þegar þú ýtir á bensíngjöfina.

 
 
Tengiltvinnbílar (Plug in Hybrid)


Hvað er tengiltvinnbíll (Phev)?

Tengiltvinnbíll  (Plug in hybrid eða PHEV) er bíll sem gengur fyrir tveimur orkugjöfum. annað hvort bensín eða dísil og síðan rafmagnsvél sem fær orkugjafann úr hlaðanlegri rafhlöðu. Munurinn á tvinbíl (hybrid) og tengiltvinnbíl (Plug in hybrid) er að sá að rafhlaðan í þeim síðarnefnda er stærri og er hlaðin með hleðslustöð. Drægni tengiltvinnbíla á rafmagni er meiri en í tvinbílum.

Hver er munurinn á tengiltvinnbíl og rafbíl?

Rafbílar eru eingögnu með vél sem notar rafmagn sem orku á meðan tengiltvinnbíll (Phev eða Plug in Hybrid) er með bæði rafmagnsvél og bensín eða dísilvél. 

Hvernig virkar tegiltvinnbíll eða Plug in hybrid?

Tengiltvinnbíll getur gengið á rafmagnsvélinni eingöngu. Hann getur einnig gengið einungis á  bensín eða dísil vélinni eða blöndu af þessum tveimur örkugjöfum. Ökutækið er knúið af rafmagnsvélinni við ræsingu og á lágum hraða og síðan með blöndu af aflgjöfunum tveimur við hröðun til að ná sem bestum árangri. Ef rafhlaða bílsins er ekki með nægilega hleðslu er bílinn eingöngu knúinn áfram af bensín eða dísilvélinni.

 


Hver er munurinn á tvinnbíl og tengiltvinnbíl?

Tvinnbíll (Hybrid) nýtir okru sem skapast við hemlun til þess að hlaða rafhlöðuna í bílnum á meðan tengiltvinnbíll (Plug in Hybrid eða Phev) er stungið í samband við hleðslustöð til þess að hlaða rafhlöðuna og notar einnig orkuna sem skapast við hemlun til að hlaða inn á sig. Tengiltvinnbílar hafa alla jafnan stærri rafhlöðu og komast lengra á rafmagninu.

Hvað þýða þessar rafbíla skammstafanir, EV, BEV, HEV, PHEV?

  • EV stendur fyrir "Electric Vehicle" eða rafbíll og BEV fyrir "Battery Electric Vehicle" eða hleðslurafhlöðu bíll og á við um 100% rafbíla.
  • HEV stendur fyrir "Hybrid Electric Vehicle" eða tvinnbíla sem ganga fyrir bæði rafmagni og bensíni eða dísil.
  • PHEV stendur fyrir "Plug-in Hybrid Vehicle" eða tengiltvinnbíla sem ganga einnig fyrir bæði rafmagni og bensíni en eru með hleðslurafhlöðu og er stungið í samband við hleðslustöð til þess að endurhlaða bílinn.

 
 
Rafsendibílar


Er rafmagnssendibíll góður kostur fyrir mitt fyrirtæki?

Peugeot rafsendibílarnir hafa marga góða kosti fyrir fyrirtækið og bílstjórann:

 

  • Sömu stærðir á hleðslurými og á sambærilegum bensín og dísil bílum. 
  • Ívilnanir til lækkunar kaupverðs og lægri rekstrarkostnaður.
  • Þarfnast minna viðhalds og þjónustu og betri uppitími.
  • Betri vinnuaðstaða. Betri hljóðvist og enginn hristingur.
  • Enginn kolefnislosun, vistvænni rekstur.
  • Góð drægni.

Hvaða áhrif hefur farmur á drægni?

Þyngd farmsins hefur áhrif á drægni rafbíla og þar af leiðandi kílómetafjöldann sem bíllinn drífur á hleðslunni. Söluráðgjafar Peugeot á Íslandi aðstoða fyrirtæki við að meta drægniþörfina hjá þínu fyrirtæki.

 

Peugeot á Íslandi og Brimborg bjóða fyrirtækjum 5 þrepa orkuskiptalausn þeim að kostnaðarlausu sem felur í sér prufu á bíl í nokkra daga, þarfagreiningu, ráðgjöf vegna hleðslulausna og tilboð í hleðslulausnir og uppsetningu á þeim, hvort heldur sem er við fyrirtækið eða heima hjá starfsfólki eða bæði. Tilboð í rafsendibíla sem henta þörfum fyrirtækisins. 

 
 
Finndu peugeot rafbíl við þitt hæfi

Skoðaðu úrval Peugeot rafbíla og finndu bílinn sem hentar þér best.
 
 
FINNDU PEUGEOT RAFBÍL VIÐ ÞITT HÆFI
Skoðaðu úrval Peugeot rafbíla og finndu bílinn sem hentar þér best.