SKIP TO CONTENT
Lokun 2G- og 3G-netkerfa á Íslandi

Farsímafyrirtæki eru að endurnýja og þróa farsímakerfi sín. Hluti af þeirri þróun felst í því að endurnýta tíðnisvið sem áður var nýtt fyrir 2G- og 3G-net (til dæmis 900, 1800 og 2100 MHz) til að styrkja og þróa 4G- og 5G-net. Af þeim sökum munu 2G- og 3G-netkerfi verða lögð niður í áföngum.

 

Þessar breytingar eru á forræði fjarskiptafyrirtækja í hverju landi fyrir sig og eru utan stjórnunar bílaframleiðenda.

 

Hvaða áhrif getur þetta haft?

 

Lokun 2G- og 3G-netkerfa getur haft áhrif á tengdar þjónustur í ökutækjum sem eru búin fjarskiptabúnaði sem byggir eingöngu á 2G- eða 3G-tengingu. Þetta getur meðal annars átt við um:

 

SOS- og aðstoðarkall (til dæmis Connect SOS og Assistance), tengda leiðsögn, fjarstýringu og aðrar tengdar þjónustur. Gæði tengingar geta einnig breyst eftir því sem lokun netkerfanna gengur fyrir sig. Aksturinn sjálfur og almenn notkun ökutækisins breytist ekki vegna þessara breytinga.

 

Hvað þýðir þetta á Íslandi?

 

Á Íslandi fer lokun 2G- og 3G-farsímaþjónustu fram í áföngum. Samkvæmt upplýsingum frá Fjarskiptastofu og fjarskiptafyrirtækjum er gert ráð fyrir að 2G- og 3G-net verði að mestu lögð af fyrir árslok 2025.

 

Ef ekið er um svæði þar sem 2G- eða 3G-net er ekki lengur í boði og ökutækið byggir á slíkri tengingu, verða tengdar þjónustur ekki virkar á því svæði. Ef ökutæki er búið SOS- eða neyðarkalli sem byggir á 2G/3G, getur sú virkni einnig orðið óvirk þar sem netið er ekki til staðar. Í slíkum tilvikum skal nota eigin farsíma. Í neyð skal hringja í 112.

 

Hvenær mun lokunin eiga sér stað?

 

Dagsetningar og framkvæmd lokunar ráðast alfarið af fjarskiptafyrirtækjum. Nánari og uppfærðar upplýsingar má finna hér:

 

Fjarskiptastofa – yfirlit og leiðbeiningar:

https://www.fjarskiptastofa.is/fjarskiptastofa/fjarskiptainnvidir/upplysingar-fyrir-neytendur/2g-og-3g-utfosun/

 

Nova:

https://www.nova.is/netid/bless-3g

 

Síminn:

https://www.siminn.is/2g-3g

 

Vodafone (Sýn):

https://vodafone.is/vid-kvedjum-2g-og-3g

 

Næstu ár

 

Á næstu árum mun lokun 2G- og 3G-netkerfa verða útbreiddari. Framkvæmd og tímasetningar geta verið mismunandi eftir löndum og fjarskiptafyrirtækjum.

 

Mikilvægt að hafa í huga

 

Lokun 2G- og 3G-netkerfa hefur ekki áhrif á akstur eða almenna notkun ökutækja, en getur haft áhrif á aðgengi að tengdum þjónustum eftir því hvaða fjarskiptatækni ökutækið notar og hvar ekið er.