SKIP TO CONTENT
Framleiddur í Sochaux

Framleiddur í Sochaux,

E-3008 er stolt verksmiðjunnar!

 

Nýi E-3008 er einungis framleiddur í Sochaux-verksmiðjunni í Frakklandi. Kynnumst konunum og körlunum sem vinna við samsetningu hans af nákvæmni og alúð.

Sem hluti af sjálfbærri starfsemi sinni framleiðir PEUGEOT hinn nýja E-3008 rafbíl í heimaverksmiðju sinni í Sochaux í Frakklandi. Þar, í hjarta ljónsins, hittum við konur og karla sem koma að framleiðslunni.

Christophe Montavon, framkvæmdastjóri Sochaux-verksmiðjunnar, segir að undirbúningur hafi staðið yfir um langt skeið.
„Við hófum undirbúninginn snemma. Til þess að virkja sem flesta í ævintýrið með E-3008 og rafbíla almennt, kynntum við bílinn fyrir öllu starfsfólki strax á frumstigi. Þannig varð hver og einn sem starfar við framleiðslu bílsins virkur þátttakandi frá byrjun.“

Adyl Kardous, yfirmaður gæðaeftirlits og starfsmaður Stellantis í 23 ár, segir áhugann hafa verið fordæmalausan.
„Ég hef aldrei áður séð jafn mikla einbeitingu, metnað og samhug í kringum nýjan bíl.“

Meiri sveigjanleiki til að mæta óskum viðskiptavina

 

Starfsfólk þurfti að gangast undir sérhæfða þjálfun, að sögn Murielle Sanchez, sem fer fyrir þjálfun við innleiðingu rafhlöðudeildarinnar. Hún segir ferlið hafa hafist „mánuðum, ef ekki árum áður“. Nýja deildin er 6.000 fermetrar að stærð og hefur verið hönnuð með öryggi og vellíðan starfsmanna að leiðarljósi.

Christophe Montavon bendir á að „rafbílar nýrrar kynslóðar kalli á mun sveigjanlegri samsetningarlínu en áður var unnt, auk þess sem endurskipuleggja þarf alla flutninga og aðfangastýringu. Markmiðið er að mæta kröfum og væntingum viðskiptavina með sem skilvirkustum hætti

Samheldin verksmiðja!

 

Til að framleiða jafn metnaðarfullan rafbíl og nýjan E-3008 er samheldni ómetanleg, að sögn Christophe Montavon:
„Verksmiðjan er eins og ein samstillt heild. Við mætum áskorunum saman, styðjum hvert annað og fögnum árangri sem liðsheild.“

Fyrir starfsfólkið er það uppspretta stolts og djúprar ánægju að hafa hlotið það traust að annast framleiðslu þessa nýja lykilbíls Peugeot. David Pierre, verkstjóri í samsetningu, finnur sterkt fyrir ábyrgðinni:
„Nú er það okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að væntingar um gæði verði uppfylltar.“

Verkefnið er stórt í sniðum. Um þessar mundir eru 60 eintök af E-3008 samsett á hverri klukkustund, en framleiðslugetan getur farið upp í allt að 1.200 bíla á dag, allt eftir eftirspurn.