Nýr PEUGEOT E-3008:
Næsta kynslóð rafbíla!
Fyrir árið 2025 mun PEUGEOT bjóða upp á fjölbreyttasta úrval rafbíla sem almennur bílaframleiðandi hefur upp á að bjóða í Evrópu. Til að ná þessu markmiði skiptir PEUGEOT nú sínum vinsæla 3008 út fyrir glænýjan rafknúinn hraðbak. Velkomin á tímabil nýja E-3008, sem tekur rafbíla á næsta stig!
Nýtt upphaf
Eins og oft er sagt, breytir maður ekki sigurliði. Núverandi PEUGEOT 3008 hefur sannarlega slegið í gegn með meira en 1,3 milljónir seldra bíla í 130 löndum á aðeins sjö árum. Þrátt fyrir þann glæsilega árangur ákváðu hönnuðir og tæknifólk PEUGEOT að endurhugsa bílinn frá grunni með eitt meginmarkmið að leiðarljósi: að tryggja áframhaldandi leiðtogasæti á markaðnum.
Gaëtan Demoulin, verkefnisstjóri E-3008 hjá PEUGEOT, segir það hafa verið augljósa ákvörun að fara djarfa leið við þróun nýja rafbílsins:
„Við tókum afgerandi og hugrakkar ákvarðanir við hönnun hins nýja E-3008 varðandi heildarhugmynd, útlit og rafknúna afkastagetu. Bílamarkaðurinn er í mikilli umbreytingu og frumleiki PEUGEOT gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum rafknúinn hraðbak sem sker sig skýrt úr – bæði hvað varðar hönnun og ökumannsrými.“
Langtímaeigendur þurfa þó ekki að óttast að allt sé gjörbreytt:
„Það var mikilvægt að halda í ákveðin lykilatriði frá fyrri kynslóð bílsins. PEUGEOT 3008 var þekktur fyrir afgerandi og sterka hönnun, einstaka akstursánægju og gott jafnvægi milli aksturseiginleika og búnaðar. Þessum atriðum, sem hafa notið mikillar hylli viðskiptavina, höfum við haldið en um leið tekið stór skref fram á við í nútímaleika og aðdráttarafli,“ segir Gaëtan Demoulin að lokum.
Meiri glæsileiki, meiri skilvirkni
Nýr PEUGEOT E-3008 boðar nýja rafbílatíma, þar sem glæsileiki og skilvirkni haldast í hendur. Við fyrstu sýn vekur hann athygli með kraftmiklum og straumlínulöguðum hraðbaksformum. Hann er í senn nettur og rúmgóður, með farangursrými sem býður upp á 520 lítra pláss. Að framan fær bíllinn nýtt yfirbragð með auðþekkjanlegu grilli, einkennandi ljósalínu í laginu eins og þrjár klær og háþróuðum Pixel LED aðalljósum sem aðlaga ljósgeislann sjálfvirkt að akstursaðstæðum hverju sinni.
Stórbrotið PEUGEOT Panoramic i-Cockpit® ökumannsrými!
Áhrifin sem PEUGEOT vill kalla fram með nýja Panoramic i-Cockpit® eru einföld: Að þú hrífist við fyrstu sýn. Skjárinn í sjónlínu ökumanns og miðlægur snertiskjár sameinast í einum 21 tommu sveigðum háskerpuskjá. Þessi glæsilegi skjár virðist svífa yfir mælaborðinu á ósýnilegri festingu og upplifunin er styrkt enn frekar með mildri LED-stemningslýsingu. Á miðju mælaborðinu er að finna i-Toggles, sérhannaða snertihnappa sem ökumaður getur forstillt til að stýra allt að tíu af sínum eftirlætisaðgerðum með einföldum hætti. Allar stjórntækin eru aðgengileg frá lúxussætunum sem nú bjóða bæði upp á loftræstingu og stillanlega hliðarpúða fyrir enn betri stuðning..
Nýr rafbílagrunnur – allt að 700 km drægni
Nýi STLA Medium rafbílagrunnurinn, sem E-3008 byggir á, setur ný viðmið með allt að 98 kWh rafhlöðugetu í bíl með tiltölulega stuttu hjólhafi (2,73 m). Hann tryggir E-3008 framúrskarandi drægni sem er sú besta í þessum stærðarflokki rafbíla. Gaëtan Demoulin útskýrir hvaða útgáfur verða í boði: „Nýr E-3008 kemur fyrst í 210 hestafla rafútgáfu. Í framhaldinu mun bætast við Long Range-útgáfa með drægni allt að 700 km og tveggja mótora fjórhjóladrifsútgáfa með 320 hestöflum. Þar með verður hægt að mæta þörfum ólíkra viðskiptavina og notkunarsviða.“
Akstursánægja sem einkennir PEUGEOT!
E-3008 er fyrsti bíllinn sem notar STLA Medium rafbílagrunn Stellantis, sem kallaði á talsverðar breytingar í framleiðsluferlinu. Þessi nýi grunnur, hannaður fyrir næstu kynslóð rafbíla samstæðunnar, setur nýja staðla í afköstum, drægni og hleðsluhraða. En hvað með aksturseiginleikana sem eru órjúfanlegur hluti af DNA Peugeot? Fyrir Gaëtan Demoulin er enginn vafi á því:
„Peugeot-tilfinningin fyrir akstri er enn ríkulega til staðar í nýja E-3008. Bíllinn er leiðandi í sínum flokki þegar kemur að aksturseiginleikum – lipur, viðbragðsfljótur og stöðugur. Aksturinn er öruggur og eðlislægur, og þægindin í hæsta gæðaflokki. Þessi einstaka blanda af framúrskarandi aksturseiginleikum og þægindum er vörumerki Peugeot, og í nýja E-3008 náum við henni fram með nýja rafbílagrunninum, Panoramic i-Cockpit® ökumannsrýminu með þéttu stýri og djúpri þekkingu Peugeot á akstursupplifun.
Glæsileiki, tilfinning og yfirburðir (Allure, Emotion, Excellence) eru kjörorðin sem nýr E-3008 stendur fyrir – kjölfesta Peugeot vörumerkisins. Með þessum nýja rafbílagrunni leggur Peugeot grunn að nýrri kynslóð afkastamikilla rafbíla.
Velkomin á næsta stig!