KOMDU OG KEYRÐU PEUGEOT e-208

340 KM DRÆGNI Á HREINU RAFMAGNI

Peugeot e-208 forsíðumynd

KEYRÐU GLÆNÝJAN PEUGEOT 3008 PHEV

FRAM- OG FJÓRHJÓLADRIFINN LANGDRÆGUR TENGILTVINNJEPPI

Peugeot 3008 PHEV með punktum 7 ára ábyrgð
Nýr Peugeot 3008 7 ára ábyrgð og punktar mobile

GLÆNÝR PEUGEOT 3008 Á LEIÐINNI TIL LANDSINS

Glænýr Peugeot 3008 er  kominn til landsins og mun Brimborg bjóða hann í bensín, dísil og í tengiltvinn rafútfærslu með ríkulegum staðalbúnaði, 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð á bíl og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

NÝR STÓRGLÆSILEGUR, KRÖFTUGUR FRAMENDI OG RÍKULEGUR STAÐALBÚNAÐUR
Glænýr Peugeot 3008 er með nýjum, stórglæsilegum, kröftugum framenda þar sem nýtt grill, LED framljós með háuljósaaðstoð og LED afturljós leika aðalhlutverk. Ríkulegur staðalbúnaður einkennir nýjan Peugeot 3008. GPS vegaleiðsögn, bakkmyndavél með 180° víddarsýn, nýr 10" margmiðlunarskjár, Mirror Screen speglun, ásamt nýjustu öryggistækni, til að mynda sjálfvirk neyðarhemlun. Peugeot 3008 er nú fáanlegur með nýrri næturmyndavél sem skynjar vegfarendur eða dýr í allt að 200 m fyrir framan ökutækið. Peugeot 3008 tengiltvinn rafbíll er með fjarstýrðri forhitun sem tryggir heitan og þægilegan bíl.

MIKIL VEGHÆÐ, HÁ SÆTISSTAÐA OG NÚTÍMALEGT INNRA RÝMI
Glænýr Peugeot 3008 er með mikla veghæð og háa sætisstöðu svo það er einstaklega þægilegt að ganga um hann. Nýr Peugeot 3008 er hár undir lægsta punkt eða 22 cm sem er með því hæsta sem þekkist í flokki tengiltvinn rafbíla.  Glænýr Peugeot 3008 er með nýjustu kynslóð af i-Cockpit® innréttingu sem hefur verið uppfærð og sérhönnuð til að veita einstaka akstursupplifun. Innra rýmið er fullkomið; nútímalegt og notendavænt þar sem nýjasta kynslóð af i-Cockpit innréttingu leikur aðalhlutverk. Notagildi og  þægindi fyrir ökumann eru höfð að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og skjáir eru í sjónlínu ökumanns.

SPARNEYTINN BENSÍN, DISIL EÐA TENGILTVINN RAFBÍLA ÚTFÆRSLA MEÐ 8 ÞREPA SJÁLFSKIPTINGU
Glænýr Peugeot 3008 er fáanlegur í bensín, dísil- eða í  tengiltvinn rafbíla útfærslu. Bensín- og dísilvélarnar eru með nýjustu kynslóðum sparneytinna PureTech bensín og Blue Hdi dísilvéla sem eru jafnframt með þeim umhverfisvænustu á markaðnum í dag. Sparneytin bensínvélin eyðir frá 6,4 l per 100 km, sparneytinn dísilvélin eyðir frá 5,2 l per 100 km og tengitvinn rafbíll eyðir frá 1,6 l per 100 km skv. WLTP mælingu. Peugeot 3008 tengiltvinn rafbíll er þekktur fyrir lágan rekstrarkostnað þar sem það kostar einungis um 220 kr að fylla 13,2 kWh drifrafhlöðuna og með 33 gr í C02 losun og því eru bifreiðagjöld í lægsta flokki. Peugeot 3008 er með nýrri 8 þrepa sjálfskiptingu sem sparar allt að 7% af eldsneyti miðað við eldri 6 þrepa sjálfskiptingar.

KRAFTMIKILL, FRAM- EÐA FJÓRHJÓLADRIFINN TENGILTVINN RAFBÍLL  
Glænýr Peugeot 3008 PHEV er fáanlegur fram- og fjórhjóladrifinn. Framdrifinn Peugeot 3008 PHEV skilar samanlagt 225 hestöflum með 180 hestafla bensínvél og 50 hestafla rafvél. Fjórhjóladrifinn Peugeot 3008 PHEV skilar 300 hestöflum með 200 hestafla bensínvél og tveimur rafvélum sem hvor fyrir sig skilar 110 hestöflum.

ALLT AÐ 59 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI
Stærð drifrafhlöðunnar í framdrifnum Peugeot 3008 PHEV er 12 kWh og 13,2 kWh í fjórhjóladrifnum 3008 PHEV. Drægni hennar skv. WLTP mælingu í 100% rafmagnsstillingu er allt að 59 km (50 km í FWD)  sem hentar einstaklega vel í allan daglegan akstur þar sem meðalakstur Íslendinga er 40 km á dag. Peugeot 3008 PHEV er fáanlegur með 7,4 kW innbyggðri hleðslustýringu og því er auðvelt að hlaða Peugeot 3008 heima eða í vinnu á innan við 2 tímum með 7,4 kW hleðslustöð.

EINSTÖK ÖRYGGIS- OG AÐSTOÐARTÆKNI
Glænýr Peugeot 3008 er búin nýjustu kynslóð af öryggis- og aksturstækni til að tryggja öllum farþegum örugga ökuferð.  Bakkmyndavél með 180° víddarsýn, veglínuskynjun, ökumannsvaki, blindpunktsaðvörun, vegskiltalesari, sjálfvirk neyðarhemlun (Active City Break) og aðlögunarhæfur hraðastillir eru dæmi um einstaka öryggis- og aðstoðartækni.

7 ÁRA VÍÐTÆK ÁBYRGÐ Á  BÍL OG 8 ÁR Á DRIFRAFHLÖÐU

Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára verksmiðjuábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðenda hvað varðar þjónustuskoðanir.

FORSALA ER HAFIN Í VEFSÝNINGARSAL BRIMBORGAR
Tryggðu þér glænýjan Peugeot 3008 Í  Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg

Í Vefsýningarsal  er að finna alla nýja Peugeot 3008 bíla í pöntun. Þegar draumabíllinn er fundinn er send fyrirspurn beint úr Vefsýningarsalnum sem söluráðgjafi svarar um hæl. Viðskiptavinir geta auðveldlega breytt bílum í pöntun að sínum smekk með aðstoð söluráðgjafa Brimborgar.

Peugeot 3008 kostar frá 5.190.000 og er fáanlegur í þrem útfærslum; Active Pack, Allure og GT.

Peugeot 3008 tengiltvinn rafbíll kostar frá 6.090.000 og er fáanlegur fram- og fjórhjóladrifinn í þrem útfærslum; Active, Allure og GT.

Brimborg hefur lagt sífellt meiri áherslu á forpöntun nýrra bíla sem hefur gert það að verkum að bílverð lækkar vegna lægri birgðakostnaðar og á sama tíma geta kaupendur hannað bílana nákvæmlega að sínum óskum hvað varðar lit, innréttingu og búnað. Söluráðgjafar aðstoða viðskiptavini við við að setja saman draumabílinn.

 

 Peugeot 5008 frumsýning mobile

GLÆNÝR SJÖ SÆTA PEUGEOT 5008 FRUMSÝNDUR

Brimborg frumsýnir glænýjan, rúmgóðan sjö sæta sparneytinn Peugeot 5008 með góða veghæð og háa sætisstöðu laugardaginn 23. janúar að Bíldshöfða 8 í Reykjavík frá kl. 12-16. Komdu á frumsýningu laugardaginn 23. janúar!

Brimborg frumsýnir laugardaginn 23. janúar að Bíldshöfða 8 í Reykjavík, í sýningarsal Peugeot á Íslandi, frá kl. 12-16, glænýjan, sparneytinn, rúmgóðan, sjö sæta Peugeot 5008. Hann er með nýjum, stórglæsilegum framenda þar sem nýtt grill, LED framljós með háuljósaaðstoð og LED afturljós leika aðalhlutverk auk nýrrar i-Cockpit innréttingar.

Glænýr sjö sæta Peugeot 5008 er á frábæru verði, kostar frá 5.690.000 kr. og er fáanlegur í þrem útfærslum; Active Pack, Allure og GT.

  • Nútímaleg hönnun og nýjasta kynslóð af tækni
  • Sparneytinn, rúmgóður sjö sæta bíll
  • Þrjú stök aftursæti í fullri stærð, öll á sleða - þrjár Isofix festingar
  • Einstök veghæð - 23,6 cm
  • Ríkulegur staðalbúnaður

KYNNTU ÞÉR PEUGEOT 5008

SKOÐA ÚRVAL Í VEFSÝNINGARSAL

Brimborg býður bílaskipti úr eldri bíl upp í nýjan Peugeot 5008 sem gildir sem útborgun og með hagstæðri grænni fjármögnun er mánaðargreiðslan aðeins 57.844 kr. á mánuði. Mánaðargreiðslan í þessu dæmi miðast við uppítöku á eldri bíl á 2.000.000 kr. og 7 ára lán og er hlutfallstala kostnaðar í dæminu 6,72%. 

Sjö sæti og rými fyrir þrjá barnastóla í aftursætum
Peugeot 5008 er rúmgóður 7 sæta bíll með þrjú stök sæti í annarri sætaröð á sleðum og þremur Isofix festingum fyrir þrjá barnastóla. Auðvelt er að fella niður öftustu sætaröðina og stækka þannig farangursrýmið umtalsvert.

Mikil veghæð og há sætisstaða
Glænýr Peugeot 5008 er með einstaklega mikla veghæð, 23,6 cm undir lægsta punkt sem er með því hæsta í flokki sjö sæta bíla og háa sætisstöðu sem gerir umgengni um bílinn mjög þægilega fyrir barnmargt fjölskyldufólk.

Ríkulegur staðalbúnaður og ný kynslóð i-Cockpit® innréttingar
Ríkulegur staðalbúnaður einkennir nýjan Peugeot 5008. GPS vegaleiðsögn, bakkmyndavél með 180° víddarsýn, 10" margmiðlunarskjár, Mirror Screen speglun, ásamt nýjustu öryggistækni, til að mynda sjálfvirk neyðarhemlun. Glænýr Peugeot 5008 er með nýjustu kynslóð af i-Cockpit® innréttingu sem hefur verið uppfærð og sérhönnuð til að veita einstaka akstursupplifun. 

Glænýr sjö sæta Peugeot 5008 er fáanlegur í þremur búnaðarútfærslum; Active Pack, Allure og GT sem henta vel mismunandi þörfum.

7 ára víðtæk verksmiðjuábyrgð á Peugeot bílum
Gæði Peugeot eru einstök með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðanda.

Glænýr sjö sæta Peugeot 5008 með ríkulegum staðalbúnaði og 7 ára ábyrgð kostar aðeins frá 5.690.000 kr.

Brimborg hefur lagt sífellt meiri áherslu á forpöntun nýrra bíla sem hefur gert það að verkum að bílverð lækkar vegna lægri birgðakostnaðar og á sama tíma geta kaupendur hannað bílana nákvæmlega að sínum óskum hvað varðar lit, innréttingu og búnað. Söluráðgjafar Peugeot aðstoða viðskiptavini við við að setja saman draumabílinn.