SKIP TO CONTENT
Ábyrgð

7 ÁRA ÁBYRGÐ OG 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU


Brimborg býður alla nýja Peugeot bíla sem keyptir eru hjá Brimborg með 7 ára ábyrgð eða að 140.000 km. hvort sem á undan kemur km fjöldi eða tími og 8 ára drifrafhlöðuábyrgð. Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir fyrir bæði fólksbíla og atvinnubíla. Peugeot bílar sem ganga að öllu leiti (100% hreinir rafbílar) eða einhverju leiti fyrir rafmagni (tengiltvinn rafbílar) og eru þ.a.l. með drifrafhlöðu eru með 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu eða að 160.000 km, hvort sem á undan kemur tími eða km fjöldi. Ábyrgð drifrafhlöðunnar miðast við 70% hleðslugetu drifrafhlöðunnar. Með reglulegri þjónustu og viðtækri verksmiðjuábyrgð nýrra Peugeot bíla frá Brimborg tryggir þú þér meira öryggi, lægri rekstrarkostnað, hærra endursöluvirði og hraðari endursölu.

HVERT SNÝ ÉG MÉR VARÐANDI ÁBYRGÐAVIÐGERÐIR?


Þú ferð með Peugeot bílinn þinn ásamt eiganda- og þjónustuhandbók á Peugeot verkstæði Brimborgar eða til viðurkennds þjónustuaðila Peugeot utan Reykjavíkur. Allir viðurkenndir þjónustuaðilar Peugeot geta annast viðgerðir sem falla undir ábyrgð.

PANTA TÍMA Í ÁBYRGÐARVIÐGERÐ Á VERKSTÆÐI PEUGEOT


Þú getur pantað tíma á verkstæði Peugeot hér á vefnum. Þegar þú hefur bókað tíma þá færð þú mjög fljótlega staðfestingu í sms með nánari leiðbeiningum. Síðan munum við minna þig á tímann fjórum dögum áður en þú átt að mæta og aftur minnum við á daginn áður. Þú finnur lausan tíma, bókar tíma eða afbókar hjá verkstæði Peugeot hér:

HVERNIG VIRKAR ÁBYRGÐIN MÍN?

Hvar finn ég upplýsingar um ábyrgðina?

Þú getur fundið nákvæmar upplýsingar um ábyrgðina í viðhalds- og ábyrgðarhandbókinni sem þú fékkst þegar þú keyptir PEUGEOT bílinn þinn. Þú getur líka lesið almenna skilmála og skilyrði ábyrgðarinnar. Til viðbótar við almenna skilmála gefur Brimborg út viðaukaábyrgð sem söluráðgjafi fer yfir við afhendingu.

Hvernig virkar ábyrgðin ?

Ef þú lendir í atviki eftir að þú hefur keypt PEUGEOT (bilun, málningargalla, galla í yfirbyggingu) skaltu fara á PEUGEOT verkstæði svo fljótt sem hægt er, með viðhalds- og ábyrgðarhandbókina. Aðeins viðurkenndur PEUGEOT tæknimaður getur metið hvort hægt sé að gera við gallann samkvæmt ábyrgð PEUGEOT. 

En ef bíllinn bilar á ábyrgðartíma ? 

Ef bilinn bilar skaltu hafa samband við PEUGEOT verkstæði eða PEUGEOT Vegaaðstoð. Sérfræðingar okkar munu kappkosta að laga bílinn á sem skemmstum tíma. Kostnaður vegna bilana eða dráttarþjónustu (innnan 100 km) er greiddur að uppfylltum skilyrðum ábyrgðarinnar.

Dettur ábyrgðin út þegar ég sel bílinn ?

Ábyrgðin er framseljanleg til nýja eiganda ökutækisins þíns og sömu skilyrði gilda um það sem eftir er af samningnum.

Hvernn get ég haft samband við varðandi ábyrgðina ?

Þú getur fundið allar viðeigandi upplýsingar um ábyrgðina í viðhalds- og ábyrgðarhandbókinni sem þú fékkst þegar ökutækið afhent. Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar, vinsamlegast hafðu samband við PEUGEOT þjónustuverkstæði.