ALLT AÐ 282 KM DRÆGNI Á 100% RAFMAGNI
Peugeot e-Rifter 100% hreinn rafbíll er með 50 kWh drifrafhlöðu og því er drægni bílsins skv. WLTP mælingu allt að 282 km. Raundrægni fer eftir mörgum þáttum, s.s. hraða, aksturslagi, akstursskilyrðum, útihitastigi, notkun miðstöðvar og loftkælingu og fjölda farþega og farangurs.
30 MÍNÚTUR Í 80% DRÆGNI Í 100 KW HRAÐHLEÐSLUSTÖÐ
Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Peugeot e-Rifter rafbíl heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða drifrafhlöðu með íslenskri raforku á fimm til sjö og hálfri klukkustund í öflugri heimahleðslustöð og aðeins tekur 30 mínútur að hlaða drifrafhlöðuna í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð.
EINSTAKLEGA RÚMGÓÐUR
Peugeot e-Rifter er einstaklega rúmgóður og frábær í umgengni. Aftursætin í miðjuröð skiptast í 1/3 - 2/3 og það eru Isofix festingar fyrir 3 stóla. Þar af auki er fótaplássið framúrskarandi. Peugeot e-Rifter er heillandi fyrir fjölskyldur sem þurfa pláss fyrir all að þrjá barnabílstóla því auðvelt er að spenna börn í bílstóla þar sem sætishæðin er góð og ekki þarf að hafa áhyggjur á að hurða næsta bíl þar sem hann er fáanlegur með rennihurðum á báðum hliðum.
ALLT AÐ 1050 LÍTRA FARANGURSRÝMI
Farangursrýmið í Peugeot e-Rifter er allt að 1.050L sem er mjög hentugt fyrir fjölskyldur sem þurfa nóg pláss. Peugeot e-Rifter hentar einnig vel fyrir fyrirtæki því auðveldlega er hægt að fella niður öll aftursætin og farþegasætið niður til að flytja farm.
750 KG DRÁTTARGETA
Peugeot e-Rifter rafbíll er með allt að 750 kg dráttargetu.
GÓÐ VEGHÆÐ OG HÁ SÆTISSTAÐA
Peugeot e-Rifter rafbíll er með góðu aðgengi vegna hárrar sætisstöðu og hentar því vel fyrir bæði fjölskyldur og fyrirtæki.
7 ÁRA ÁBYRGÐ Á BÍL OG 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU
Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðrækri 7 ára ábyrgð á bílnum í heild og sérstakri 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðenda hvað varðar þjónustuskoðanir.
Kynntu þér allt um Peugeot e-Rifter hér á vefnum. Í Vefsýningarsal finnur þú Peugeot e-Rifter bíla á lager og í pöntun. Þegar þú finnur draumabílinn, sendir þú fyrirspurn og færð svar um hæl. Einn af mörgum kostum forpöntunar er að þú getur sett þinn draumabíl saman með aðstoð söluráðgjafa Peugeot.
Einfaldaðu rafbílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum, hvort sem er við kaup, langtímaleigu eða hagstæða græna fjármögnun, tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf við uppsetningu.
Kynntu þér Peugeot e-Rifter og láttu gæðin heilla þig!