Verkstæði, utan höfuðborgarsvæðisins
Þjónustuaðilar, verkstæði sem þjónusta bílamerki Brimborgar, eru víða um land og veita góða þjónustu í samræmi við kröfur Brimborgar.
Við leggjum áherslu á að þjónusta viðskiptavini okkar á framúrskarandi hátt á öllum sviðum svo samgöngutæki heimilisins og vinnustaðarins sé í topplagi. Öll verkstæði Brimborgar eru aðilar BGS, Bílgreinasambandsins.
Þú getur pantað tíma á verkstæðum Peugeot hér á vefnum. Í samstarfi við Vélaland verkstæði getur þú nú bókað tíma nálægt þér. Við erum á þremur stöðum: Peugeot verkstæði Bíldshöfða 8, Vélaland verkstæði Jafnaseli 6 í Breiðholti og Vélaland verkstæði Dalshrauni 5 Hafnarfirði.
Þegar þú hefur bókað tíma þá færð þú mjög fljótlega staðfestingu í sms með nánari leiðbeiningum. Síðan munum við minna þig á tímann fjórum dögum áður en þú átt að mæta og aftur minnum við á daginn áður. Þú finnur lausan tíma, bókar tíma eða afbókar hjá verkstæðum Peugeot hér:
Þjónustuaðilar, verkstæði sem þjónusta bílamerki Brimborgar, eru víða um land og veita góða þjónustu í samræmi við kröfur Brimborgar.
Neyðarþjónusta verkstæðis og varahlutaverslunar kostar kr. 25.000 fyrir hvert útkall og er útkallskostnaður til viðbótar við kostnað sem hugsanlega fellur til vegna viðgerðar og varahluta. Neyðarþjónusta er hugsuð fyrir viðskiptavini sem lenda óvænt í því að bíllinn bilar en þurfa nauðsynlega á viðgerð að halda utan opnunartíma.
Neyðarsími fyrir Peugeot fólksbíla er 8941515
Peugeot varahlutir hjá Brimborg eru upprunalegir frá framleiðanda og á mjög hagkvæmu verði. Þeir eru framleiddir samkvæmt ströngustu gæðakröfum. Upprunalegir Peugeot varahlutir tryggja að bíllinn þinn haldi sínum góðu eiginleikum. Réttur varahlutur er lykilatriði í viðgerðum, sparar sporin, tryggir hámarksgæði og að viðgerðin gangi hraðar fyrir sig.
Peugeot bílar eru framleiddir af PSA group, einum stærsta bílaframleiðanda Evrópu. Varahlutir á lager í úrvali tryggir hátt þjónustustig hjá Brimborg. Fyrirtækið notar öflugt upplýsingatæknikerfi til að tryggja að réttu varahlutirnir séu pantaðir á lager í samræmi við eftirspurn.
Pantanir varahluta og fyrirspurnir er hægt að senda í gegnum vefinn með því að smella hér. Einnig er hægt að sérpanta varahluti sem ekki eru til á lager.
Ábyrgð vara hluta er kappsmál hjá Brimborg sem leggur mikla áherslu á að bjóða aðeins varahluti til sölu sem uppfylla ströngustu gæðakröfur. Komi í ljós galli í varahlut sem Brimborg hefur selt eða sem Brimborg hefur notað við viðgerð á einhverjum verkstæða sinna verður hann að sjálfsögðu bættur að fullu.