FYRIRTÆKJALAUSNIR

/image/47/0/peugeot-packs-tout-compris-2015-01.9470.jpg

Rekstraröryggi er mikilvægur þáttur í öllum fyrirtækjum og þar spilar rekstur og viðhald ökutækja stóran þátt. Peugeot býður fyrirtækjum alhliða lausn hvort sem það hentar betur að leigja eða kaupa.

FYRIRTÆKJALAUSNIR BRIMBORGAR

HEILDARLAUSNIR Í BÍLAMÁLUM

Fyrirtækjalausnir Brimborgar er einstök þjónusta sem veitir fyrirtækjum víðtæka heildarlausn á bílamálum og tækjamálum sínum sem gerir Brimborg leiðandi í þjónustu við bílaflota og tækjaflota fyrirtækja. Fjölbreytt starfsemi Brimborgar og þrautreyndir starfsmenn gera okkur kleift að sníða vandaðar lausnir að þörfum fyrirtækja. Peugeot býður fjölbreytt úrval fólks- og atvinnubíla sem þekktir eru fyrir áreiðanleika, lága eldsneytiseyðslu og eru góðir í endursölu. Peugeot fólksbílar eru fáanlegir í bensín, disil, rafmagns- eða tengiltvinn útfærslu.

Skoðaðu úrvalið í vefsýningarsal Brimborgar hér

Fyrirtækjalausnir Brimborgar bjóða uppá flotastýringu og flotarekstarþjónustu

Flotastjórinn – Brimborg Fleet Manager,  er hugbúnaður í skýinu sem gerir fyrirtækjum kleift að stýra bílaflota fyrirtækisins á mun hagkvæmari hátt en áður og nýja flotarekstrarþjónustu.

Flotastjórinn – Brimborg Fleet Manager, aðstoðar stjórnendur í fyrirtækjum við að fá betri yfirsýn yfir bílaflotann, einfaldar starf stjórnenda og þeirra sem stýra flotanum, gerir stjórnendum kleift að lækka rekstrarkostnað flotans og hámarkað nýtingu hans.

Með Flotastjóranum;

-  Lækkar rekstrarkostnaðurinn
-  Verður starf stjórnandans einfaldara
-  Eykst rekstraröryggi og nýting bílaflotans
-  Batnar þjónusta við viðskiptavini
-  Lækkar tjónatíðnin
-  Hækkar endursöluverð
-  Verður útdeiling bíla á starfsmenn rafræn

Flotarekstrarþjónusta Brimborgar

Ný þjónusta Brimborgar Flotarekstrarþjónusta, felst í rafrænu eftirliti og reglulegri ástandsskoðun bílaflota fyrirtækja á hagkvæman og skjótan hátt. Stjórnendur fyrirtækja hafa margt á sinni könnu og bæta oft á sig stjórnun bílaflota sem er krefjandi verkefni. Hver hefur ekki lent í að gleymist að skipta um olíu sem leiðir til tjóns eða gleymt að fara með bíl í aðalskoðun  og fá á sig vanrækslugjald eða uppgötva skyndilega slæmt ástand/umgengni á bíl í flotanum? Flotarekstrarþjónusta Brimborgar tekur ómakið af stjórnendum fyrirtækja við rekstur bílaflota, lækkar kostnað við rekstur hans en tryggir að hann er ávalt í topplagi og að umgengni um flotann sé í samræmi við kröfur.  Við útvistun á þessum þáttum einfaldast starf stjórnandans og um leið verður flotinn í betra standi, starfsmenn ánægðari og rekstrarkostnaður lækkar.

Gátlisti ástandsskoðunar flotarekstrarþjónustu:

  • Ástand bíls að utan
  • Ástand bíls að innan
  • Hjólbarðar og fylgihlutir
  • Ástandskoðun - ljós, handbremsa, öryggisbelti og rúðuvökvi
  • Skol að utan í bílaþvottavél

Skoðun er frá 45 mínútum og er tíminn breytilegur eftir stærð bílsins. Einnig getur þú pantað ítarleg bílaþrif í leiðinni, gegn aukagjaldi, sem bætist við skoðunartíma. Tímalengd þjónustu kemur fram í bókunarkerfi.

Fáðu aðstoð við val á heildarlausn í bílamálum sem hentar þínu fyrirtæki. Hafðu samband við Fyrirtækjalausnir Brimborgar í síma 515 7000 eða pantaðu rádgjof á fyrirtaekjalausnir@brimborg.is . Við erum bæði í Reykjavík og á Akureyri.