Þegar Peugeot rafbíllinn er tengdur hleðslustöðinni getur þú stjórnað hleðsluferlinu frá MyPeugeot® appinu. Þú getur byrjað að hlaða ökutækið eftir fyrirfram ákveðinni tímaáætlun og endurhlaðið þegar hentar þér. Þú getur einnig fylgst með hleðsluhraðanum. Ef óvænt rof verður á hleðslunni mun MyPeugeot® appið láta þig vita, einnig þegar ökutækið er fullhlaðið.
Komdu í heitann bíl þegar þér hentar
Vertu með yfirsýn með MyPeugeot® appinu. Í MyPeugeot appinu er hægt að skoða eftirfarandi upplýsingar þegar þér hentar:
Þú getur einnig stjórnað þessum aðgerðum beint í gegnum appið:
Þarftu hjálp? Hafðu samband við okkur á auðveldan hátt þökk sé tímabókunum á netinu eða með því að hringja í Peugeot á Íslandi. Þú getur jafnvel fylgst með sundurliðun á viðgerð á bílnum þínum.
Hleðslustöðvar og hleðsluhraði er eitt af því sem þarf að huga að þegar kaupa á rafbíl. Ráðgjafar Peugeot veita ítarlega ráðgjöf við fyrstu skrefin en hér er stutt yfirlit yfir hvað huga þarf að.
Kynntu þér hleðslu 100% hreinna rafbíla (Battery Electric Vehicle eða BEV) og tengiltvinnbíla (Plug-In Hybrid Vehicle eða PHEV). Báðar þessar gerðir rafbíla eru hlaðanlegar (Plug-In) en munurinn liggur í að 100% hreinn rafbíll gengur eingöngu fyrir rafmagni og þarf því að treysta á að fá alltaf næga orku frá rafgeyminum. Tengiltvinnbílar er hins vegar bæði með rafvél og bensínvél og þegar rafmagnið klárast af rafhlöðunni skiptir hann sjálfkrafa yfir á bensínvélina. Þetta ræður miklu um drægni.