SKILVIRKIR GÍRKASSAR OG VÉLAR

/image/10/8/header.9871.425108.jpg

Sem bílaframleiðandi leggur PEUGEOT megináherslu á umhverfisvernd, sem við teljum fara hönd í hönd með akstursánægju. Verkfræðingar og hönnuðir PEUGEOT hafa staðið undir þessari áskorun og hannað glænýja línu.

/image/10/1/peugeot-3008-2016-154-fr.180862.425101.jpg

PureTech vélar

Í þriggja strokka PureTech bensínvélum Peugeot sameinast skilvirkni og nýjasta tækni. Vélarnar voru valdar vél ársins árin 2015 og 2016 í sínum flokki og er þær að finna í öllum Peugeot bílum, frá 108 upp í 5008.

/image/10/3/peugeot-308-2015-044-fr.181266.425103.jpg

BlueHDi vélar

Peugeot er í fararbroddi í umhverfisvernd með skilvirkasta umhverfisvæna kerfið á markaðnum í dag. Peugeot Euro 6 dísilvélarnar, sem sameina mikil afköst og takmarkaðan útblástur, fengu heitið BlueHDi.

/image/10/2/eat6-1408tech001.425102.jpg

EAT6 sjálfskipting

EAT6 sjálfskiptingin er sex gíra sjálfskipting sem veitir skilvirka eldsneytisneyslu og ánægjulegan akstur. Hún er hönnuð til að draga verulega úr kolefnisútblæstri ásamt því að skila einstaklega góðri akstursupplifun.

/image/10/9/peugeot-308-2017-055-fr.425109.jpg

EAT8 sjálfskipting

Nýja EAT8 sjálfskiptingin getur dregið úr eldsneytisnotkun um allt að 7% í samanburði við EAT6 með aukinni nýtingu á Stop & Start upp í allt að 20 km/klst. og áttfaldri gírskiptingu.

STOP & START

Stop & Start eiginleikinn,  sem er í boði bæði fyrir bensín- og dísilvélar, gerir aksturinn ánægjulegan og umhverfisvænan.

Stop & Start eiginleikinn er hannaður fyrir akstur í borgarumhverfi og drepur sjálfkrafa á vélinni í hvert skipti sem bíllinn staðnæmist, til dæmis þegar stoppað er við rautt ljós eða gatnamót. Þegar bílstjórinn vill halda áfram ræsir bíllinn sig samstundis og lipurlega.

Þessi tækni býður upp á marga kosti: meiri stjórn yfir eyðslu (-15% í þéttbýlisumferð, í samanburði við venjulegt ökutæki), minnkun á kolefnisútblæstri (enginn útblástur þegar vélin drepur á sér) og þögn þegar bíllinn er ekki á hreyfingu.

Hægt er að slökkva á Stop & Start eiginleikanum eins og hentar hverju sinni.

EMP2 GRUNNURINN

/image/10/4/-031692-01-v2.205099.425104.jpg

EMP2 grunnurinn er byggður á einingum og er þungamiðjan í framleiðslu nýrra módela í milli- og efsta flokki frá PSA-samstæðunni, sem einkum og sér í lagi skilar sér í:

 • Einingasmíði sem uppfyllir sérstakar kröfur helstu heimsmarkaða (4 og 5 dyra fólksbílar, skutbílar, fjölnotabílar, stallbakar, smájeppar, blæjubílar og 2 dyra bílar)
 • Úrvali véla og gírkassa á sama grunni (4 strokka, tvinn, fjórhjóladrif, o.s.frv.)
 • Léttari bílum og minni kolefnisútblæstri en aukinni mýkt og öryggi og bættri akstursupplifun, þökk sé framúrstefnulegum og fisléttum efnum á borð við stál, samsett efni og ál, og nýjustu tækni, s.s. heitstimplun og lasersuðu
 • Nýstárlegri tækni sem skilar hámarksmeðfærileika, -þægindum og -öryggi (samsett gólf, hjólbarðar með lágu viðnámi o.s.frv.)
 • Auknu valfrelsi með tilliti til útlits (stór hjól, úrvali af hjólhöfum, lágt skott, lág akstursstaða o.s.frv.) óháð formi bílsins (smájeppi, fólksbíll o.s.frv.)

EMP2 grunnurinn var fyrst notaður í Peugeot 308 árið 2013 og hefur verið notaður við framleiðslu á hinum nýju Peugeot smájeppum 3008 og 5008, sem og í Traveller og Expert.

RAFBÍLAR

PEUGEOT er eina bílmerkið í heiminum sem býður upp á vistvæna kosti í öllum flokkum:

 • Peugeot iOn fjölskyldubíll
 • Peugeot Partner Tepee raf-fjölnotabíll
 • Peugeot Partner raf-sendibíll
 • Peugeot GenZe (enginn útblástur) rafmagnsbifhjól
 • Úrval rafmagnshjóla sem henta fyrir alla notkun (innanbæjar-, tvinn- eða fjallahjól), þ. á m. 2017 eF01 og Eu01
 • Rafdrifna Peugeot e-Kick hlaupahjólið

e-Kick og eF01 eru rafhjól sem gera þér kleift að komast síðustu kílómetrana eftir að bílnum hefur verið lagt. Hleðslustöðin gerir þér kleift að geyma þau í farangursrými hvaða bíls sem er sem er með 12V innstungu, s.s. Partner Tepee, hinum nýja Partner Tepee Electric, 308, 308 SW, hinum nýja 3008, hinum nýja 5008, 508 SW og 508 RXH og hlaða þau á meðan bíllinn er í gangi. Einnig má hlaða þau heima fyrir í hefðbundinni innstungu.

.

 • FREKARI UPPLÝSINGAR

Í samræmi við skuldbindingar sínar um að draga úr umhverfisáhrifum bifreiða sinna eftir að endingu þeirra er lokið, er PSA-samstæðan í samstarfi við SNAM, fyrirtæki í fararbroddi í Evrópu á sviði endurvinnslu á rafgeymum. Samningur sem undirritaður var síðla árs 2015, og er hluti af samstarfi við SNAM í Frakklandi sem staðið hefur frá árinu 2012, tryggir gæði við innsöfnun og endurvinnslu á rafgeymum í bílum samstæðunnar, bæði raf- og tvinnbílum, við lok endingar þeirra, á öllu sölu- og framleiðslusvæði hennar í Evrópu.

SNAM hefur náð 70% skilvirkni við endurvinnslu á Li-ion rafgeymum fyrir rafbíla og 84% við endurvinnslu Ni-MH rafgeyma fyrir tvinnbíla. Þessar tölur eru umtalsvert hærri en mörkin samkvæmt Evróputilskipuninni sem kveður á um 50% endurvinnsluhlutfall.

NEYSLA SEM BYGGIST Á NOTKUN*

PSA-samstæðan birtir óháða og vottaða útreikninga á raunverulegri eldsneytisneyslu í því skyni að veita viðskiptavinum sínum betri upplýsingar.

Frekari upplýsingar >

* Áætluð meðaleyðsla á grundvelli raunverulegrar notkunar, gagna úr prófunum eða útreikningum sem byggjast á slíkum gögnum. Áætlunin er aðeins til viðmiðunar og getur verið misjöfn eftir raunverulegum aðstæðum við notkun. Hún byggist á prófunartilgátum og -aðstæðum og gera skal greinarmun á henni og viðurkenndum tölum ESB um eldsneytisneyslu (aðeins opinberar tölur). Hún hefur því ekki neitt almennt gildi. Prófunarreglur má finna á vefsvæði PSA-samstæðunnar, groupe-psa.com.