Peugeot Partner Header
Peugeot Partner Header
Partner

HAGKVÆMUR OG ÁREIÐANLEGUR SENDIBÍLL FRÁ PEUGEOT

TVÆR LENGDIR L1 OG L2
Peugeot Partner er hagkvæmur og áreiðanlegur sendibíll sem býður upp á frábært vinnuumhverfi í amstri dagsins og einstaklega sveigjanlegt flutningsrými. Peugeot Partner er fáanlegur í tveimur lengdum; L1 og L2. Rúmmál hleðslurýmis er allt að 3,9 m³. Með Multiflex innréttingunni, fellanlegu sæti í gólf og lúgu á þili er einfalt að flytja lengri hluti. Við hönnun Peugeot Partner var sérstaklega vel hugað að hljóðeinangrun og góðri vinnuaðstöðu.


RÚMAR AUÐVELDLEGA TVÖ VÖRUBRETTI

Peugeot Partner er sveigjanlegur og léttir lífið í dagsins önn. Tvö vörubretti rúmast auðveldlega í L1 útgáfunni. Rúmmál hleðslurýmis er frá 3,3 m³ í L1 útgáfu og 3,9 m³ í L2 útgáfu. Multiflex innréttingin með fellanlegu sæti og lúgu á þili gerir þér kleift að flytja allt að 3,440 m langa hluti í L2 útgáfu og 3,090 m í L1 útgáfu. Breidd á hliðarhurðum er 587mm í L1 og í L2 útgáfu 675 mm. Hæðin á hliðaropnun er einnig mjög góð eða 1,072 m í báðum stærðum. Aðgengi að hleðslurými er því fyrsta flokks. Hleðsluhæðin er einnig þægileg sem auðveldar alla lestun og affermingu.
Burðargeta Peugeot Partner er allt að 843 kg og til viðbótar getur Peugeot Partner dregið allt að 1350 kg.


FRÁBÆRT VINNUUMHVERFI OG MULTIFLEX INNRÉTTING
Peugeot Partner er ríkulega búinn sendibíll sem býður upp á frábært vinnuumhverfi. Peugeot Partner er fáanlegur með Multiflex innréttingu  útgáfuna en í henni eru 3 sæti og miðjusæti fellanlegt með stillanlegu borði, rafdrifin handbremsa, Bluetooth snjallsímatenging svo fátt eitt sé nefnt. Peugeot Partner er einnig fáanlegur með mikilvægum öryggisbúnaði eins og bakkmyndavél og nálægðarskynjurum. Bakkmyndavélin sýnir svæðið næst bakenda bílsins og sýnir fjarlægðir með línum. Nálægðarskynjarar að framan og aftan gefa hljóðmerki til ökumanns og auka þannig enn á öryggið í umferðinni. Blindpunktsaðvörunin lætur ökumann vita ef bíll er í blinda punktinum með  hljóðmerki og litlum ljósmerkjum í hliðarspeglunum bílsins.


SPARNEYTINN BEINSKIPTUR EÐA SJÁLFSKIPTUR
Peugeot Partner sendibíll er búinn nýjustu kynslóð sparneytinna PureTech bensín- eða BlueHdi dísilvéla. Peugeot Partner er einnig fáanlegur með nýrri 8 þrepa sjálfskiptingu sem sparar allt að 7% af eldsneyti miðað við eldri 6 þrepa sjálfskiptingar. Sparneytin dísilvélin eyðir frá 4,1/100 km í blönduðum akstri skv. WLTP mæligildi.


7 ÁRA ÁBYRGР Á PEUGEOT
Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum í heild. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustferli framleiðanda.


KYNNTU ÞÉR PEUGEOT PARTNER

Kynntu þér allt um Peugeot Partner hér á vefnum. Í Vefsýningarsal finnur þú Peugeot Partner bíla á lager og í pöntun, finnur draumabílinn, sendir fyrirspurn og færð svar um hæl. Einn af mörgum kostum forpöntunar er að þú getur sett þinn draumabíl saman með aðstoð söluráðgjafa Peugeot.


Einfaldaðu bílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum, hagstæða fjármögnun.


Komdu og keyrðu Peugeot Partner og láttu gæðin vinna með þér!

LÁTTU GÆÐIN VINNA MEÐ ÞÉR Í PEUGEOT PARTNER SENDIBÍL

PEUGEOT PARTNER - GÆÐIN VINNA MEÐ ÞÉR

Peugeot Partner svarar þínum þörfum :

  • Tvær lengdir: L1og L2.
  • Rúmmál hleðslurýmis  frá 3,3 rúmmetrum til 3,9 rúmmetra 
  • Beinskiptur eða 8 þrepa Sjálfskiptur
  • Öflugar vélar 100, 110 eða 130 hestöfl.
  • 7 ára víðtæk ábyrgð

PEUGEOT PARTNER

/image/26/5/k9-vu-3-4-avd-l1-asphalt-fond-studio.523265.jpg

PEUGEOT PARTNER L2 - LANGUR

/image/26/7/l2-3-4-avd-grip-fond-studio.523267.jpg

PEUGEOT PARTNER AUKABÚNAÐUR

ÞÆGINDIN VINNA MEÐ ÞÉR

/image/26/5/k9-vu-3-4-avd-l1-asphalt-fond-studio.523265.jpg
/image/26/6/l1-3-4-ard-asphalt-fond-studio.523266.jpg

HAGKVÆMUR, NOTENDAVÆNN OG ÖRUGGUR

Hægt er að fá Peugeot Partner með aukabúnaði sem gerir hann að einstaklega vel búnum sendibíl:

  • 3ja sæta
  • Miðjusæti fellanlegt með stillanlegu borði
  • Multiflex - Opnanlegt þil og farþegasæti fellanlegt í gólf til að flytja lengri hluti 
  • Hæðar- og mjóbaksstilling á ökumannssæti
  • Bluetooth snjallsímatenging
  • Vetrarpakka sem inniheldur hita í sætum (ekki miðjusæti) og hiti í framrúðu undir rúðuþurrku
  • Sérlæsing á hleðslurými í fjarstýringu 

PEUGEOT PARTNER L2 -Langur

/image/26/7/l2-3-4-avd-grip-fond-studio.523267.jpg
/image/26/9/l2-3-4-arriere-grip-fond-studio.523269.jpg

Peugeot Partner er fáanlegur í tveim lengdum. L1 og L2. Lengri útgáfan er  3,9 rúmmetrar og lengd hleðslurýmis 2,167m eða 3,440 m með Multiflex innréttingunni sem býður uppá niðurfellanlegt farþegasæti og lúgu á þilinu til að flytja lengri hluti. Breidd á hliðarhurðum er meiri í L2 eða 587-675 mm. Hæðin á hliðaropnun er einnig mjög góð eða 1,072 m.

SURROUND REAR VISION

ÖRYGGI Í UMFERÐINNI

/image/27/3/peugeot-par-2018-014-fr-wip.523273.jpg

Surround Rear Vision - Bakk-og hliðarmyndavélakerfi.

Gerir þér kleift að fylgjast betur með umhverfinu til hliðar og á bakvið bílinn jafnvel þó bíllinn sé með gluggalausu hleðslurými.

Umhverfið næst bílnum sem oft er í blindu svæði er varpað á skjá með hjálp tveggja myndavéla. Önnur í farþegaspegli og hin aftan á bílnum.

Öryggið vinnur með þér :
Hliðarmyndavélin gefur sýn á farþegahliðina og betri sýn á blindapunktinn.
Bakkmyndavélin sýnir svæðið næst bakhluta bílsins og sýnir fjarlægðir með línum -1m og 2m ásamt því hvernig aksturstefna bílsins er með tilliti til stöðu stýrisins. Einnig sýnir hún opnunarradíus á afturhurðum til að ökumaður geti áttað sig á hve langt aftur má bakka. Með Surround Rear Vision þarft þú ekki lengur að bakka í blindni.



BYGGIR Á REYNSLUNNI

VINNUR MEÐ LENGDINNI

Útfærsla L1:

  • Hleðslulengd 1,817 m og rúmmál hleðslurýmis 3,30 m3
  • Með MultiFlex-innréttingunni er heildarlengd hleðslurýmis 3,090 m og rúmmál hleðslurýmis 3,30 m3.

Útfærsla L2:

  • Hleðslulengd 2,167 m og  rúmmál hleðslurýmis 3,90 m3
  • Með MultiFlex-innréttingunni  er heildarlengd hleðslurýmis 3,440m og rúmmál hleðslurýmis 3,9 m3.

Burðargetan er frá  559 kg uppí 834 kg of rúmar auðveldlega tvær Euro pallettur. Jafnvel í L1 útgáfunni.

STERKBYGGÐUR

NÝR UNDIRVAGN PEUGEOT PARTNER

/image/27/5/brk9vpbleu.523275.png

UMHVERFISVÆNAR DÍSILVÉLAR EÐA RAFMAGNSÚTFÆRSLA

/image/28/1/peugeot-par-2018-016-fr.523281.jpg

Peugeot Partner er fáanlegur með umhverfisvænum dísilvélum eða í rafmagnsútfærslu sem er með allt að 275 km drægni á 100% íslenskri raforku.

/image/27/7/peugeot-308-2017-055-fr.523277.jpg

Peugeot Partner er fáanlegur sjálfskiptur með 130 hestafla vél í dísilútfærslu.

MYNDIR

KYNNTU ÞÉR AÐRA PEUGEOT BÍLA