TVÆR LENGDIR L1 OG L2
Verðlaunabíllinn Peugeot Partner er hagkvæmur og ríkulega búinn sendibíll
sem býður upp á frábært vinnuumhverfi í amstri dagsins og einstaklega sveigjanlegt
flutningsrými. Peugeot Partner sendibíll er fáanlegur í tveimur lengdum; L1 (1,817 m)
og L2 (2,167 m). Rúmmál hleðslurýmis er allt að 3,9 m³ og með Multiflex innréttingunni,
fellanlegu sæti í gólf og lúgu á þili er einfalt að flytja lengri hluti. Við hönnun Peugeot Partner
var sérstaklega vel hugað að hljóðeinangrun og góðri vinnuaðstöðu.
RÚMMÁL HLEÐSLURÝMIS FRÁ 3,3 - 3,9 M³
Peugeot Partner er sveigjanlegur og léttir lífið í dagsins önn. Rúmmál hleðslurýmis er
frá 3,3 m³ í L1 útgáfu og 3,9 m³ í L2 útgáfu. Multiflex innréttingin með fellanlegu
sæti og lúgu á þili gerir þér kleift að flytja allt að 3,440 m langa hluti í
L2 útgáfu og 3,090 m í L1 útgáfu. Breidd á hliðarhurðum er meiri í L2 útgáfu eða 587-675 mm.
Hæðin á hliðaropnun er einnig mjög góð eða 1,072 m í báðum stærðum. Aðgengi að
hleðslurými er fyrsta flokks, þægileg hleðsluhæð sem auðveldar alla lestun og affermingu.
Burðargeta Peugeot Partner er frá 559-843 kg og til viðbótar getur Peugeot Partner
dregið allt að 1.35 tonn.
TVÆR BÚNAÐARÚTFÆRSLUR
Peugeot Partner er ríkulega búinn sendibíll sem býður upp á frábært vinnuumhverfi og
kemur í tveimur búnaðarfærslum. Ríkulegur staðalbúnaður einkennir Pro útgáfuna
en í henni eru 3 sæti og miðjusæti fellanlegt með stillanlegu borði, rafdrifin
handbremsa, Bluetooth snjallsímatenging, hiti í sætum og hiti í framrúðu undir rúðuþurrku svo
fátt eitt sé nefnt. Peugeot Partner er fáanlegur með bakkmyndavél og nálægðarskynjurum.
Bakkmyndavélin sýnir svæðið næst bakenda bílsins og sýnir fjarlægðir með línum.
Nálægðarskynjarar að framan og aftan gefa hljóðmerki til ökumanns og auka
þannig enn á öryggið í umferðinni. Blindpunktsaðvörunin lætur ökumann vita ef bíll er í
blinda punktinum með hljóðmerki og litlum merkjum í hliðarspeglunum bílsins.
SPARNEYTINN BEINSKIPTUR EÐA SJÁLFSKIPTUR
Peugeot Partner sendibíll er búinn nýjustu kynslóð sparneytinna PureTech bensín- eða
BlueHdi dísilvéla. Peugeot Partner er með nýrri 8 þrepa sjálfskiptingu sem sparar
allt að 7% af eldsneyti miðað við eldri 6 þrepa sjálfskiptingar. Sparneytin dísilvélin
eyðir frá 4,1/100 km í blönduðum akstri skv. WLTP mæligildi.
RÚMAR AUÐVELDLEGA TVÖ VÖRUBRETTI
Ríflegt hleðslurými Peugeot Partner uppfyllir allar kröfur þínar til vinnu. Viðmiðunarhleðsla
er 3,3 m3 í L1 sem rúmar auðveldlega tvö vörubretti og L2 er rýmið enn meira eða 3,9 m3.
Til að auka lengdar rými er hægt að fella sætið niður og flyta rúmlega 3 metra langan farm
að lengd í stærð L1 og allt að 3,4 metra í L2 stærðinni. Einnig er fáanlegur ofleðslunemi í
Peugeot Partner, ökumaðurinn fær upplýsingar um hvort of mikil
hleðsluþyngd er í bílnum.
FÁANLEGUR MEÐ TOPPLÚGU
Þarftu að flytja langa hluti? Peugeot Partner er fáanlegur með topplúgu að aftan í L1
útgáfunni sem er frábær kostur þegar flytja þarf lengri hluti. Í L2 útgáfunni er lengd hleðslurýmis
2,167 m eða 3,440 m með Multiflex innréttingunni. Einnig er Peugeot Partner fáanlegur
krossvið í gólfi hleðslurýmis og GPS leiðsögukerfi með 8“ skjá í mælaborði* til
að vísa þeir leiðina í amstri dagsins.
7 ÁRA ÁBYRGÐ Á PEUGEOT
Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum í heild. Ábyrgðin
er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli
framleiðanda hvað varðar þjónustuskoðanir.
Kynntu þér allt um Peugeot Partner hér á vefnum. Í Vefsýningarsal finnur þú
Peugeot Partner bíla á lager og í pöntun, finnur draumabílinn, sendir fyrirspurn
og færð svar um hæl. Einn af mörgum kostum forpöntunar er að þú getur
sett þinn draumabíl saman með aðstoð söluráðgjafa Peugeot.
Einfaldaðu bílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum, hagstæða fjármögnun.
Komdu og keyrðu Peugeot Partner og láttu gæðin vinna með þér!