Expert Van 1200x628
Peugeot Expert mobile
Expert
Expert

RÍKULEGA BÚIN SENDIBÍLL FRÁ PEUGEOT

MODUWORK - FELLANLEGT SÆTI OG LÚGA Á ÞILI TIL AÐ FLYTJA LENGRI HLUTI
Moduwork innréttingin í Peugeot Expert gerir þér kleift að stækka hleðslurýmið með opnanlegri lúgu og niðurfellanlegu framsæti. Moduwork innréttingin gerir þér kleift að flytja allt að 4,026 m langa hluti.


BAKKMYNDAVÉL OG BLINDPUNKTSAÐVÖRUN
Bakkmyndavél og blindpunktsaðvörun eru hluti af ríkulegum staðal- og öryggisbúnaði. Bakkmyndavélin sýnir svæðið næst bakhluta bílsins og sýnir fjarlægðir með línum - 1m og 2m ásamt því hvernig aksturstefna bílsins er með tilliti til stöðu stýrisins. Nálægðarskynjarar að framan og aftan gefa hljóðmerki til ökumanns og auka þannig enn á öryggið. Blindpunktsaðvörunin lætur ökumann vita ef bíll er í blinda punktinum með hljóðmerki og litlum ljósmerkjum í hliðarspeglunum.


ÞÆGILEG HLEÐSLUHÆÐ
Peugeot Expert er þriggja sæta sendibíll með þægilega hleðsluhæð sem auðveldar alla lestun og affermingu. Hæð hleðslurýmis er 1397 mm og breidd hleðslurýmis 1628 mm, breidd hliðarhurðaropnun er frá 745-935 mm.  Burðargeta Expert er 1.000-1.200 kg.


ALLT AÐ 6,6 M³ HLEÐSLURÝMI
Peugeot Expert sendibíll er fáanlegur í tveimur lengdum; millilangur og langur. Rúmmál hleðslurýmis er allt að 6,6 m3 með Moduwork innréttingingu, fellanlegu sæti og lúgu á þili til að flytja lengri hluti.


7 ÁRA ÁBYRGР Á PEUGEOT
Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðtækri  ára ábyrgð á bílnum í heild. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðanda hvað varðar þjónustuskoðanir.


Kynntu þér allt um Peugeot Expert hér á vefnum. Í Vefsýningarsal finnur þú Peugeot Expert bíla á lager og í pöntun, finnur draumabílinn, sendir fyrirspurn og færð svar um hæl. Einn af mörgum kostum forpöntunar er að þú getur sett þinn draumabíl saman með aðstoð söluráðgjafa Peugeot.


Einfaldaðu bílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum, hagstæða fjármögnun.


Komdu og keyrðu Peugeot Expert og láttu gæðin heilla þig!

LÁTTU GÆÐIN VINNA MEÐ ÞÉR Í PEUGEOT EXPERT SENDIBÍL

KOSTIR

SPARNEYTINN, KRAFTMIKILL OG RÍKULEGUR STAÐALBÚNAÐUR

Peugeot Expert er sparneytinn sendibíll sem fæst beinskiptur eða með 8 þrepa sjálfskiptingu og 7 ára ábyrgð. Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri er frá 6,3 til 7,5 l/100 km. Peugeot Expert er ríkulega búin og má þar nefna 3 sæti, bakkmyndavél, nálægðarskynjarar að aftan, blindpunktsaðvörun, hraðastillir, 7" margmiðlunarskjár, Bluetooth, Apple Carplay með mirrorlink og Moduwork innréttingu sem gerir þér kleift að flytja lengri hluti.  Peugeot Expert er fáanlegur með öflugum, umhverfisvænum 120 og 142 hestafla BlueHdi dísel vélum. 

VÉLAR

UMHVERFISVÆNUSTU BLUEHDI DÍSILVÉLARNAR Á MARKAÐNUM

Expert vél

Öflugar vélar 

Peugeot er í fararbroddi í framleiðslu umhverfisvænustu dísilvéla á markaðnum. Peugeot Expert er fáanlegur með 120 eða 142 hestafla BlueHdi dísilvél. Peugeot Expert er einnig fáanlegur í rafmagnsútfærslu. 

Expert undirvagn peugeot

Hágæða undirvagn

Peugeot Expert er á EMP2 undirvagni  sem gerir Peugeot Expert einstaklega notendavænan og skemmtilegan í akstri; gæðin og akstursupplifunin eru einstök. Burðargeta Peugeot Expert er frá 1.000 -1.200 kg.

ÞÆGILEG HLEÐSLUHÆÐ

LÁTTU GÆÐIN VINNA MEÐ ÞÉR

Peugeot Expert notendavænn sendibíll 1280x512

Veldu Peugeot Expert sendibíl sem hentar þínum þörfum

Peugeot Expert er notendavænn þriggja sæta sendibíll sem uppfyllir nútímakröfur fagmanna. Peugeot Expert er byggður á léttum og sterkum undirvagni sem tryggir afburða aksturseiginleika, þægindi og styrk. 


Peugeot Expert er fáanlegur í þremur lengdum; stuttur, millilangur og langur. Rúmmál hleðslurýmis er frá 4,6 m upp í 6,1 m en Moduwork innréttingin er með fellanlegu sæti og lúgu á þili til að flytja lengri hluti. Rúmmál hleðslurýmis með Moduwork er frá 5,1 m til 6,6m. Peugeot Expert er með  þægilega hleðsluhæð sem auðveldar alla lestun og affermingu. 


Peugeot Expert er með heilu þili milli hleðslurýmis og farþegarýmis með glugga og 180° opnun á afturhurðum.


Burðargeta Peugeot Expert er 1000-1200 kg og dráttargetan er 750 kg (eftirvagn með hemlum).


Láttu gæðin vinna með þér í Peugeot Expert sendibíl með 7 ára ábyrgð.

RÍKULEGUR STAÐALBÚNAÐUR

Peugeot expert lengd
Peugeot expert skjar
Peugeot expert krossvidur golf

Veldu ríkulega búin Peugeot Expert með notendavænu innra rými

Peugeot Expert er þriggja sæta sendibíll með hárri sætisstöðu sem býður upp á framúrskarandi akstursþægindi. Miðjusætið er niðurfellanlegt með stillanlegu borði svo að þú getur breytt þínum Peugeot Expert í notendavæna skrifstofu á einu augabragði. Moduwork innréttingin gerir þér kleift að stækka hleðslurýmið í Peugeot Expert með opnanlegri lúgu og niðurfellanlegu framsæti. Moduwork innréttingin gerir þér kleift að flytja allt að 4 m langa hluti. Hleðslurými Peugeot Expert er fáanlegt með krossvið í gólfi. 


Peugeot Expert er ríkulega búinn staðalbúnaði, t.a.m bakkmyndavél, nálægðarskynjurum að aftan, blindpunktsaðvörun, hraðastilli, öryggispúðum að framan og í hliðum, Bluetooth símabúnaði, ökumannssæti með armpúða, 7" margmiðlunarskjá í mælaborði,  blindapunktaðvörun og bakkmyndavél.


Bakkmyndavélin er með 180° víddarsýn og sýnir svæðið næst bakhluta bílsins og sýnir fjarlægðir með línum - 1m og 2m ásamt því hvernig aksturstefna bílsins er með tilliti til stöðu stýrisins. Nálægðarskynjarar að framan og aftan gefa hljóðmerki til ökumanns og auka þannig enn á öryggið. Blindpunktsaðvörunin lætur ökumann vita ef bíll er í blinda punktinum með hljóðmerki og litlum ljósmerkjum í hliðarspeglunum.


Peugeot Expert er með heilu þili milli hleðslurýmis og farþegarýmis með glugga og 180° opnun á afturhurðum.

HELSTU MÁL Í PEUGEOT EXPERT

VELDU PEUGEOT EXPERT SEM HENTAR ÞÍNUM ÞÖRFUM

 • YTRI MÁL

  YTRI MÁL

 • HLEÐSLURÝMI

  MÁL HLEÐSLURÝMIS

 • /image/72/2/peugeot-expert-1603tech-c.img.114722.jpg

  HLEÐSLURÝMI MEÐ MODUWORK

FLOTASTJÓRINN BRIMBORG FLEET MANAGER

HAFÐU YFIRSÝN, LÆKKAÐU REKSTRARKOSTNAÐ OG HÁMARKAÐU NÝTINGU

Flotastjórinn – Brimborg Fleet Manager, aðstoðar stjórnendur í fyrirtækjum við að fá betri yfirsýn yfir bílaflotann, einfaldar starf stjórnenda og þeirra sem stýra flotanum, gerir stjórnendum kleift að lækka rekstrarkostnað flotans og hámarka nýtingu hans.

Með Flotastjóranum;

-  Lækkar rekstrarkostnaðurinn og dregur úr umhverfisáhrifum
-  Verður starf stjórnandans einfaldara
-  Eykst rekstraröryggi og nýting bílaflotans
-  Batnar þjónusta við viðskiptavini
-  Lækkar tjónatíðnin
-  Hækkar endursöluverð
-  Verður útdeiling bíla á starfsmenn rafræn

Á einfaldan og skjótan hátt fær stjórnandinn upplýsingar um margvísleg frávik í notkun (kílómetrum), akstri, hraða, eldsneytisnotkun, eldsneytiskaupum, áfyllingarstað, staðsetningu bílsins, þjónustuþörf hans og hvenær á að fara með bílinn í aðalskoðun. Þannig sparar þú tíma við eftirlit og lækkar um leið rekstrarkostnaðinn og hækkar endursöluverð. Reynslan hefur einnig sýnt að tjónum fækkar með auknu aðhaldi. Yfirsýn stjórnandans á eldsneytiskaup og annan rekstrarkostnað verður einstaklega einföld, rýni reikninga fljótlegri og nákvæmari og eftirlit með kostnaði þ.a.l. skilvirkara.


Þjónusta við viðskiptavini fyrirtækisins batnar því hægt er að stýra og fylgjast með heimsóknum betur með stoppgreiningu, sjá staðsetningu bíla í rauntíma og deila bílum út á bílstjóra rafrænt sem gerir það verkefni í stórum flotum ótrúlega einfalt og sparar í fjölda bíla.

Flotastjórinn – Brimborg Fleet Manager fæst í þremur útfærslum og þú velur þá lausn sem hentar þörfum þíns fyrirtækis eða blöndu lausna.

 • Connect 
 • Connect Plus
 • Connect Premium

Sérfræðingar Peugeot byggja á langri reynslu og ráðleggja bestu samsetningu hverju sinni.

FLOTAREKSTRARÞJÓNUSTA

EINFALDAÐU STARF STJÓRNANDANS MEÐ BETRI YFIRSÝN

Stjórnendur fyrirtækja hafa margt á sinni könnu og bæta oft á sig stjórnun bílaflota sem er krefjandi verkefni. Hver hefur ekki lent í að gleymist að skipta um olíu sem leiðir til tjóns eða gleymt að fara með bíl í aðalskoðun og fá á sig vanrækslugjald eða uppgötva skyndilega slæmt ástand/umgengni á bíl í flotanum? Flotarekstrarþjónusta Brimborgar tekur ómakið af stjórnendum fyrirtækja við rekstur bílaflota, lækkar kostnað við rekstur hans en tryggir að hann er ávalt í topplagi og að umgengni um flotann sé í samræmi við kröfur.  Við útvistun á þessum þáttum einfaldast starf stjórnandans og um leið verður flotinn í betra standi, starfsmenn ánægðari og rekstrarkostnaður lækkar.

Gátlisti ástandsskoðunar flotarekstrarþjónustu:

 • Ástand bíls að utan
 • Ástand bíls að innan
 • Hjólbarðar og fylgihlutir
 • Ástandskoðun - ljós, handbremsa, öryggisbelti og rúðuvökvi
 • Skol að utan í bílaþvottavél

Skoðun er frá 45 mínútum og er tíminn breytilegur eftir stærð bílsins. Einnig getur þú pantað ítarleg bílaþrif í leiðinni, gegn aukagjaldi, sem bætist við skoðunartíma. Tímalengd þjónustu kemur fram í bókunarkerfi.

Einnig bjóðum við upp á þá þjónustu að sinna smurningu, dekkjaskiptum og öðrum smærri viðvikum í gegnum flotarekstarþjónustu Brimborgar.

MYNDIR

KYNNTU ÞÉR AÐRA PEUGEOT BÍLA