ALLT AÐ 275 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI
Peugeot e-Partner rafsendibíll er knúinn 100% rafmagni með 50 kWh drifrafhlöðu. Drægni bílsins skv. WLTP mælingu er allt að 275 km. Peugeot e-Partner rafsendibíll er fáanlegur með eins fasa 7,4 kW eða þriggja fasa 11 kW innbyggðri hleðslustýringu.
HRAÐHLEÐSLA Í 80% DRÆGNI Á UM ÞAÐ BIL 30 MÍNÚTUM
Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Peugeot e-Partner rafsendibíl knúinn 100% rafmagni heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða drifrafhlöðuna á u.þ.b. 5 - 7,5 klukkustundum í öflugri heimahleðslustöð og næstum tóma drifrafhlöðuna má hlaða á u.þ.b. 30 mínútum í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð. Hleðsluhraði getur þó verið breytilegur eftir aðstæðum og geta t.d. hitastig og hleðslustaða á rafhlöðu haft áhrif. Fáðu ráðgjöf hjá söluráðgjafa Peugeot um hleðslulausnir.
TVÆR LENGDIR; L1 OG L2
Peugeot e-Partner rafsendibíll er fáanlegur í tveimur lengdum; L1 og L2. Lengd hleðslurýmis er allt að 2,167 m og með Multiflex innréttingu, fellanlegu farþegasæti og lúgu á þili er auðveldlega hægt að flytja allt að 3,44 m langa hluti.
ÞÆGILEG HLEÐSLUHÆÐ, RÚMAR AUÐVELDLEGA TVÖ VÖRUBRETTI
Peugeot e-Partner rafsendibíll er hábyggður og er því með þægilega hleðsluhæð sem auðveldar lestun og affermingu. Rúmmál hleðslurýmis er allt að 3,9 m3 og rúmar því auðveldlega tvö vörubretti.
FÁANLEGUR MEÐ RENNIHURÐ Á BÁÐUM HLIÐUM OG ALLT AÐ 750 KG DRÁTTARGETU
Peugeot leggur mikla áherslu á fyrirtaks vinnuaðstöðu með góðu aðgengi og hámarks nýtingu. Peugeot e-Partner rafsendibíll er fáanlegur með rennihurð á báðum hliðum. Aðgengi að farmi er einnig gott að aftan þar sem tvískipt afturhurð með 180°opnun er staðalbúnaður. Peugeot e-Partner rafsendibíll er með allt að 750 kg dráttargetu.
LÁTTU GÆÐIN VINNA MEÐ ÞÉR MEÐ 7 ÁRA VÍÐTÆKRI ÁBYRGÐ Á BÍL OG 8 ÁR Á DRIFRAFHLÖÐU
Gæði Peugeot e-Partner eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og sérstakri 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðenda.
Kynntu þér allt um Peugeot e-Partner rafsendibíll knúinn 100% rafmagni hér á vefnum. Í Vefsýningarsal finnur þú Peugeot e-Partner rafsendibíla á lager og í pöntun, finnur rétta bílinn, sendir fyrirspurn og færð svar um hæl. Einn af mörgum kostum forpöntunar er að þú getur sett þinn draumabíl saman með aðstoð söluráðgjafa Peugeot.
Einfaldaðu rafbílakaupin og láttu okkur sjá um allt, græna fjármögnun og uppítöku á gamla bílnum, tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf við uppsetningu, hvort sem er við kaup eða langtímaleigu.
Láttu gæðin vinna mér þér í Peugeot e-Partner rafsendibíl knúinn 100% rafmagni!