E-expert 1280x646
Peugeot e-Traveller Showroom Mobile
Expert
Expert

LANGDRÆGUR PEUGEOT e-EXPERT 100% HREINN RAFSENDIBÍLL

ALLT AÐ 330 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI

Peugeot kynnir langdrægan Peugeot e-Expert rafsendibíl með allt að 330 km drægni á 100% rafmagni, ríkulegum staðalbúnaði, Moduwork innréttingu sem gerir þér kleift að flytja allt að 4,026 m langa hluti og allt að 6,6 m3 hleðslurými.Þú nærð 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð frá 32 mínútum. Lækkaðu rekstarkostnaðinn og vertu leiðtogi í orkuskiptum með Peugeot!


ALLT AÐ 330 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI
Peugeot e-Expert rafsendibíll er 100% hreinn rafbíll með 50-75 kWh drifrafhlöðu. Drægni bílsins skv. WLTP mælingu er framúrskarandi eða allt að 330 km. Peugeot e-Expert er fáanlegur með 7,4 kW eða 11 kW innbyggðri hleðslustýringu.


HRAÐHLEÐSLA Í 80% DRÆGNI FRÁ AÐEINS 32-48 MÍNÚTUM
Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Peugeot e-Expert rafsendibíl heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða á 4:45 - 7:30 klukkustundum í öflugri heimahleðslustöð  og þú hleður tóma drifrafhlöðuna á 32-48 mínútum í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð.


LÁGUR REKSTRARKOSTNAÐUR OG ENGINN ÚTBLÁSTUR

Lækkaðu rekstrarkostnað fyrirtækisins og keyrðu um á 100% rafmagni. Raforkukostnaður er  lægri en eldsneytiskostnaður og rekstrarkostnaðurinn lægri. Vertu leiðtogi í orkuskiptunum og aktu um á sendibíl með engum útblæstri!


MODUWORK - FELLANLEGT SÆTI OG LÚGA Á ÞILI TIL AÐ FLYTJA LENGRI HLUTI 
Moduwork innréttingin í Peugeot e-Expert gerir þér kleift að stækka hleðslurýmið með opnanlegri lúgu og niðurfellanlegu framsæti. Moduwork innréttingin gerir þér kleift að flytja allt að 4,026 m langa hluti.


ALLT AÐ 6,6 M3 HLEÐSLURÝMI
Peugeot e-Expert rafsendibíll er fáanlegur í tveimur lengdum; millilangur og langur. Rúmmál hleðslurýmis er allt að 6,6 m3 með Moduwork innréttingingu, fellanlegu sæti og lúgu á þili til að flytja lengri hluti.


7 ÁRA ÁBYRGÐ Á BÍL OG 8 ÁR Á DRIFRAFHLÖÐU
Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og sérstakri 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðenda hvað varðar þjónustuskoðanir.


Kynntu þér allt um Peugeot e-Expert rafsendibíl hér á vefnum eða komdu til okkar í sýningarsal Peugeot. Í Vefsýningarsal finnur þú Peugeot e-Expert sendibíla á lager og í pöntun, finnur draumabílinn, sendir fyrirspurn og færð svar um hæl.  Einn af mörgum kostum forpöntunar er að þú getur sett þinn draumabíl saman með aðstoð söluráðgjafa Peugeot.


Einfaldaðu rafbílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum, hvort sem er við kaup, langtímaleigu eða hagstæða græna fjármögnun, tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf við uppsetningu.


Láttu gæðin heilla þig í Peugeot e-Expert sendibíl!

LÁTTU GÆÐIN HEILLA ÞIG OG VERNDAÐU UMHVERFIÐ Í LEIÐINNI

/image/10/7/e-expert-gallery-01.705107.jpg

ALLT AÐ 330 KM DRÆGNI
 (WLTP)

UMHVERFISVÆNN OG NÝ AKSTURSUPPLIFUN 

Nýttu þér einfalda tækni Peugeot til að stíga skrefið inn í rafmagnaða framtíð og njóttu þess að keyra um á umhverfisvænan máta. Upplifðu nýja akstursupplifun í  Peugeot e-Expert rafsendibíl.

Peugeot e-Expert rafsendibíll er: 

 • fáanlegur með 50 kWh drifrafhlöðu með 230 km drægni og 75 kWh drifrafhlöðu með 330 km drægni.
 • með sama rúmmál hleðslurýmis og burðargetu og Peugeot Expert sendibíll.
 • einstaklega mjúkur í akstri og akstursupplifun er án titrings.
 • 136 hestöfl og 260 Nm. togkraftur.
 • hljóðlátur og vistvænn.
 • með fjarstýrðri forhitun sem tryggir alltaf heitan og þægilegan bíl.

LÆKKAÐU REKSTRARKOSTNAÐINN

SPARAÐU OG KEYRÐU UM Á 100% RAFMAGNI, 7 TIL 8 ÁRA  ÁBYRGÐ OG ÍVILNUN Á VIRÐISAUKASKATTI

Sparaðu, verndaðu umhverfið með því að keyra um á hreinu rafmagni og lækkaðu rekstrarkostnaðinn. Peugeot e-Expert 100% rafbíll er á einstaklega hagstæðu verði því hann er með enga COlosun svo að  stjórnvöld fella niður virðisaukaskatt við kaup og gildir sú ívilnun til 31.12.2023. Nánar um verð og ívilnanir a á brimborg.is  - smelltu hér.

 • Raforkukostnaður er lægri en eldsneytiskostnaður.
 • Lægri rekstrarkostnaður.
 • 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu eða að 160.000 km fyrir 70% af hleðslurýmd.
 • Ábyrgðin gildir aðeins hjá bílum keyptum hjá Brimborg.
 • Vertu leiðtogi í orkuskiptum!

80% DRÆGNI Á 32-48 MÍNÚTUM

 HRAÐHLEÐSLUTÍMI 

Peugeot e-Expert er auðveldur í notkun og þú getur auðveldlega hlaðið tóma drifrafhlöðuna í 80% drægni á 32-48 mínútum í 100 kW hraðhleðslustöð. Hraðhleðslutíminn fer eftir stærð drifrafhlöðunnar. 

 • Það tekur aðeins 32 mínútur að hlaða tóma drifrafhlöðuna í 80% drægni í 50 kWh bíl.
 • Það tekur aðeins 48 mínútur að hlaða tóma drifrafhlöðuna í 80% drægni í 75 kWh bíl.
 • Fjarstýrð virkni gerir þér kleift að virkja, stöðva eða tímasetja hleðslu heima eða í vinnu í MyPeugeot appinu.

Fáðu nánari upplýsingar hjá söluráðgjafa Peugeot um allt sem viðkemur rafmagnsbílum og hleðslu þeirra heima, í vinnu eða á hraðhleðslustöðvum.

LÁGUR REKSTRARKOSTNAÐUR OG ENGINN ÚTBLÁSTUR

Peugeot e-Expert 100% rafsendibíll

Lækkaðu rekstrarkostnað fyrirtækisins og keyrðu um á 100% rafmagni. Raforkukostnaður er lægri en eldsneytiskostnaður og rekstrarkostnaðurinn er lægri. Vertu leiðtogi í orkuskiptunum og aktu um á bílum með engum útblæstri!

MODUWORK INNRÉTTING

FELLANLEGT SÆTI OG LÚGA Á ÞILI TIL AÐ FLYTJA LENGRI HLUTI

Hleðslurýmið í Peugeot er e-Expert rafsendibíl er mjög aðgengilegt og þægilegt. Rúmmál hleðslurýmis er allt að 6,6 m3 og er fáanlegt með krossvið í gólfi. Moduwork innréttingin gerir þér kleift að stækka hleðslurýmið í Peugeot e-Expert með opnanlegri lúgu og niðurfellanlegu framsæti. Moduwork innréttingin gerir þér kleift að flytja allt að 4,026  m langa hluti.


Peugeot e-Expert rafsendibíll er fáanlegur í tveimur lengdum; millilangur og langur með rennihurð á báðum hliðum. Peugeot e-Expert er byggður á léttum og sterkum undirvagni sem tryggir afburða aksturseiginleika, þægindi og styrk.


Burðargeta Peugeot e-Expert er 1000-1200 kg og dráttargetan er 1000 kg (eftirvagn með hemlum).

Peugeot e-Expert moduwork 1280x512

VÉL OG DRIF

ALLT AÐ 330 KM DRÆGNI, ÖFLUG OG HLJÓÐLÁT VÉL

/image/10/2/base-roulante-ek0-fond-clair-1500pixels.705102.jpg

330 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI  OG 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU

Peugeot e-Expert rafbíll er sjálfskiptur með hljóðlátri rafmagnsvél, 50 kWh eða 75 kWh drifrafhlöðu sem er snögg í hleðslu og skilar allt að 330 km drægni og fáanlegur með fjarstýrðri forhitun sem tryggir að bíllinn er alltaf heitur þegar þú leggur af stað.  Drifrafhlaðan er með 8 ára ábyrgð eða 160.000 km og ábyrgist Peugeot 70% hleðslugetu drifrafhlöðunnar. Njóttu þess að keyra um án samviskubits því CO2 losun er engin. Vertu leiðtogi í orkuskiptunum á Peugeot rafmagnssendibíl!

/image/10/1/moteur-ek0-fond-clair-1250pixels.705101.jpg

NÝ KYNSLÓÐ RAFMAGNSVÉLAR 

Rafmagnsvélin er 136 hestöfl (100 kW), með 260 Nm togkraft sem gerir aksturinn hljóðlátan og akstursupplifunina einstaka. 

DRÆGNI OG ÁHRIFAÞÆTTIR

ALLT AÐ 330 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI

Stærð drifhlöðunnar í Peugeot e-Expert er 50 kWh eða 75 kWh. Drægni hennar skv. WLTP mælingu á 100% rafmagni er allt að 330 km sem hentar einstaklega vel í allan daglegan akstur. Hér fyrir neðan eru helstu þættir sem hafa áhrif á drægni. 

/image/09/2/vitesse.705092.png

HRAÐI

Hraði hefur áhrif á drægni. Orkunotkun er minni á lægri hraða og Peugeot e-Expert er því einstaklega hentugur í allan daglegan bæjarakstur.

/image/09/3/temp-ratures.705093.png

ÚTIHITASTIG, MIÐSTÖÐ OG LOFTKÆLING

Útihitastig, notkun á miðstöð og loftkælingu eru allt þættir sem hafa áhrif á drægni. Forhitun á rafbíl er góð leið til að hámarka drægni þar sem ekki þarf að eyða rafmagni til að hita eða kæla bílinn í upphafi aksturs.

/image/09/4/style-de-conduite.705094.png

AKSTURSLAG OG AKSTURSSKILYRÐI

Aksturslag og aksturskilyrði hafa áhrif á drægni. Mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu (B stilling á skiptingu) eykur drægni og sparar orku.

/image/10/3/1432-e79weightalert-med-ivi.644515.705103.png

FARÞEGAR OG ÞYNGD Í HLEÐSLURÝMI

Fjöldi farþega og þyngd í hleðslurými getur haft áhrif á drægni.

/image/09/2/vitesse.705092.png

HRAÐI

Hraði hefur áhrif á drægni. Orkunotkun er minni á lægri hraða og Peugeot e-Expert er því einstaklega hentugur í allan daglegan bæjarakstur.

/image/09/3/temp-ratures.705093.png

ÚTIHITASTIG, MIÐSTÖÐ OG LOFTKÆLING

Útihitastig, notkun á miðstöð og loftkælingu eru allt þættir sem hafa áhrif á drægni. Forhitun á rafbíl er góð leið til að hámarka drægni þar sem ekki þarf að eyða rafmagni til að hita eða kæla bílinn í upphafi aksturs.

/image/09/4/style-de-conduite.705094.png

AKSTURSLAG OG AKSTURSSKILYRÐI

Aksturslag og aksturskilyrði hafa áhrif á drægni. Mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu (B stilling á skiptingu) eykur drægni og sparar orku.

/image/10/3/1432-e79weightalert-med-ivi.644515.705103.png

FARÞEGAR OG ÞYNGD Í HLEÐSLURÝMI

Fjöldi farþega og þyngd í hleðslurými getur haft áhrif á drægni.

Peugeot e-expert rafsendibill 1280x512


HLEÐSLA Á DRIFRAFHLÖÐU

EINFÖLD OG HRÖÐ

Peugeot e-Expert 100% hreinn rafsendibíll er tímamótabíll í sendibílasögu Peugeot á einstaklega hagstæðu verði þar sem þú getur hlaðið á auðveldan máta heima, í vinnu eða á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða á 4:45 - 7:30 klukkustundum í öflugri heimahleðslustöð  og þú hleður tóma drifrafhlöðuna á 32-48 mínútum í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð.  Peugeot e-Expert er fáanlegur með 7,4 kW og 11 kW innbyggðri hleðslustýringu. Peugeot ábyrgist 70% hleðslugetu drifrafhlöðunnar í 8 ár eða 160.000 km.


Hér eru helstu upplýsingar um hleðslutíma og hvernig Peugeot hefur hannað bílinn til að hann sé eins einfaldur í hleðslu og kostur er. Söluráðgjafar Peugeot veita alla ráðgjöf um hleðslu og uppsetningu hleðslustöðva. Hleðslutími getur verið breytilegur af margvíslegum ástæðum t.d. eftir því hvernig tengillinn er, eftir því hversu öflug hleðslustöð er notuð og hversu öflug innbyggð hleðslustýring bílsins er. Einnig hefur hitastig rafhlöðu og útihitastig ásamt álagi hleðslustöðvarinnar áhrif. Nánar um hleðslustöðvar og hleðsluhraða á brimborg.is  - smelltu hér.


Sérfræðingar mæla með hleðslu rafbíla með heimahleðslustöðvum. Venjulegir heimilistenglar eru ekki ætlaðir til langtimahleðslu.

Þú getur á auðveldan hátt tímasett upphaf hleðslu í MyPeugeot® appinu eða skoðað áætlaðan hleðslutíma á skjá ásamt því að setja forhitarann í gang svo hann sé heitur og fínn þegar þú vilt nota hann.


Heimahleðsla á Peugeot e-Expert 

Þú getur fullhlaðið Peugeot e-Expert með 50 kWh drifrafhlöðu og 7,4 kW innbyggðri hleðslustýringu á 28 klst. í 8 A tengli. Hleðslutími á Peugeot e-Expert með 75 kWh drifrafhlöðu og 7,4 kW innbyggðri hleðslustýringu er 42 klst.  í 8A tengli.  Kanna þarf hvort heimilið sé með viðeigandi tengla sem henta fyrir hleðslu heima.


Öflugri hleðslustöð heima eða í vinnu

Við mælum með að þú setjir upp hleðslustöð heima fyrir eða í vinnu sem eykur hleðsluhraðann til mikilla muna. Hleðsluhraði á Peugeot e-Expert með 50 kWh drifrafhlöðu og  7,4 kW  innbyggðri hleðslustýringu er 7,5 klst eða 4:45 klst með 11kW innbyggðri hleðslustýringu sem er valbúnaður. Hleðsluhraði á Peugeot e-Expert með 75 kWh drifrafhlöðu og  7,4 kW innbyggðri hleðslustýringu er 11,20 klst eða 7,5 klst með 11 kW innbyggðri hleðslustýringu  sem er valbúnaður.


Hraðhleðsla  

Þú hleður 50 kWh drifrafhlöðuna í Peugeot e-Expert á 32 mínútum í 80% drægni í 100kW hraðhleðslustöð og 75 kWh drifrafhlöðuna í Peugeot e-Expert á 48 mínútum. Hraðhleðslustöðvar er víða að finna á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. 

AKSTURSSTILLINGAR

/image/09/9/vu-d03-profil.705099.jpg

AKSTURSSTILLINGAR

PEUGEOT E-EXPERT ER MEÐ ÞREMUR AKSTURSSTILLINGUM ;

 • Eco: tilvalin í innanbæjarakstri og þú nærð hámarksdrægni í þessari akstursstillingu. 
 • Normal: þægileg fyrir daglega notkun.
 • Power: tilvalin aksturstilling við flutning.
/image/11/4/vu-d02-3-4-arriere-conducteur.669455.63.705114.jpg

ENDURHLEÐSLA VIÐ HEMLUN

Hleðsla í akstri

Rafhlaðan hleðst við hemlun og þegar þú hægir á bílnum á tvennan hátt: 

 • Meðal endurhleðsla: þegar þú lætur bílinn renna.
 • Aukin endurhleðsla: þegar þú notar B-stillingu í sjálfskiptingunni, aukin hemlun og endurhleðsla. 

AKSTURSSTILLINGAR

Pictos/Arrows/xxxx_Chevron-M/Outline

HLEÐSLA VIÐ HEMLUN

Pictos/Arrows/xxxx_Chevron-M/Outline

HELSTU MÁL Í PEUGEOT e-EXPERT

VELDU PEUGEOT e-EXPERT SEM HENTAR ÞÍNUM ÞÖRFUM

 • Peugeot e-Expert 100% rafbíll mál

  YTRI MÁL

 • Peugeot e-Expert 100% rafbíll mál.1

  MÁL HLEÐSLURÝMIS

 • Peugeot e-Expert 100% rafbíll rummál

  HLEÐSLURÝMI MEÐ MODUWORK

MYPEUGEOT® APP

HAFÐU YFIRSÝN OG FJARSTÝRÐU Í MYPEUGEOT APPINU

Peugeot App

HAFÐU YFIRSÝN YFIR HLEÐSLUSTÖÐU BÍLSINS

Með MyPeugeot® appinu sérðu stöðu á hleðslu í rauntíma ásamt því að geta skoðað tölfræði á rafnotkun síðustu ferða. Þú getur einnig séð tillögur um hvernig þú getur hagað akstrinum á sem hagkvæmastan hátt, athugað hvort bíllinn er rétt tengdur í rafmagn og hvort þú ert á hraðri eða stöðugri hleðslu.

NOTAÐU FJARSTÝRÐA VIRKNI VIÐ HLEÐSLUNA 

Þegar Peugeot e-Expert er tengdur við hleðslustöð þá getur þú virkjað, tímasett eða stöðvað hleðsluna í símanum þínum í gegnum MyPeugeot appið. Ef rof verður á hleðslunni færðu tilkynningu í MyPeugeot appið. Þú færð einnig tilkynningu þegar bíllinn er fullhlaðinn

STILLTU FORHITUN MEÐ MYPEUGEOT APPINU 

Stilltu forhitarann með fjarstýrðri virkni í MyPeugeot appinu þannig að bíllinn verður 21°heitur þegar þú þarft að nota hann. Þú getur einnig stillt bíllinn þannig að hann verði ekki of heitur á góðum sumardegi þegar þú leggur af stað. Þú getur á auðveldan máta breytt tímasetningunni dag frá degi. Peugeot e-Expert rafbíllinn þarf að vera með 50% hleðslu til að þú getir stillt forhitarann með fjarstýrðri virkni í MyPeugeot appinu. Ef rafbíllinn er í hleðslu hefur forhitun ekki áhrif á drægnina.

ÍTAREFNI UM RAFBÍLA HJÁ BRIMBORG

Brimborg hefur tekið saman ítarlegt efni um um algengar spurningar er viðkemu rafbílum. Smelltu á bláu kassana hér fyrir neðan fyrir nánari upplýsingar. 

MYNDIR

KYNNTU ÞÉR AÐRA PEUGEOT BÍLA