Peugeot e-legent
Peugeot e-legent
HUGVIT

Peugeot | Einstök skilvirkni véla

Peugeot velar

Eitt af meginmarkmiðum Peugeot er að huga að umhverfinu við framleiðslu á sínum bílum. Verkfræðingar og hönnuðir Peugeot hafa tekið áskoruninni og hafa unnið hörðum höndum að umhverfisvænni búnaði. 

Peugeot  kynnir nýja kynslóð PureTech 3-strokka véla, allar vélarnar eru einstaklega skilvirkar og búnar nýjustu spartækni. 1.2L PureTech 110 S & S og 130 S & S - unnu Vél ársins 2015, 2016, 2017 og 2018 í sínum flokki.

PureTech bensínvélarnar hafa minna innri viðnám, eru léttari og minni um sig sem skilar sér í betri eldsneytisnýtingu og minni mengun. Allt þetta án þess að fórna afli eða snerpu.

PureTech vélar bjóða þér einstaka akstursánægju jafnvel á lægsta snúningshraða. Með hámarks snúningsvægi 230 Nm (öflugasta útgáfan) á 1.750 snúningum á mín, bjóða þeir upp á mesta kraft sem í boði er á markaðnum í dag miðað við lágan snúning á litlum hraða. 95% af togkraftinum er fyrirliggjandi milli 1.500 og 3.500 snúninga á mínútu.

En þrátt fyrir góðan kraft og tog eru þessar nýju vélar einnig mjög hagkvæmar. Þær draga úr eldsneytisnotkun og CO2 losun um allt að 25% í samanburði við fyrri 4-strokka vél sem skilaði jafnmikilli orku - sparar þér um 1,5 l af eldsneyti á 100 km án þess að fórna akstursánægju. Og það var PureTech vél sem hjálpaði nýjum Peugeot 308 að setja heimsmet í mestri ekinni vegalengd á einum tanki.

Peugeot vélar PureTech
Peugeot vélar BlueHd
Peugeot velar eat8

PureTech VÉLARNAR VÉL ÁRSINS FJÖGUR ÁR Í RÖÐ!

Peugeot er í fararbroddi í framleiðslu umhverfisvænustu véla á markaðnum.

PURETECH BENSÍN VÉLAR

Þriggja strokka PureTech bensínvélarnar í Peugeot 5008 SUV hafa aukna sparneytni vegna minni þyngdar þeirra og umfangs. Þær veita einstaka aksturseiginleika og afkastagetu án þess að skerða áreiðanleika og styrkleika.  PureTech 1,2L bensín vélin er130 hestöfl. PureTech bensínvélin er fáanleg með nýju 8 þrepa sjálfskiptingunni.

BlueHDi DISIL VÉLAR

BlueHDi dísilvélarnar sameina afkastagetu og lága CO2 losun. Með BlueHDi vélunum er hægt að lækka eldsneytisnotkun og takmarka  CO2 losun niður ásamt að minnka NOx (köfnunarefnisoxíð) um allt að 90% og fjarlægja 99,9% af fínu sótögnunum með SCR (Selective Catalytic Reduction) tækni með DPF (sótagnafílterum). Blue Hdi dísilvélin er fáanleg með nýju 8 þrepa sjálfskiptingunni.

EAT8 SJÁLFSKIPTING

Peugeot hefur fjölbreytt úrval véla og nú einnig nýstárlega og skilvirka EAT8 (Efficient Automatic Transmission 8-Speed) sjálfskiptingu . Þessi nýja kynslóð sjálfskiptinga er í boði með 1.2L PureTech 130hp vél, 1,5L BlueHDi 130 hestafla og 2.0L BlueHDi 180 hestafla vélum. EAT8 (8 þrepa) sjálfskiptingin hefur:

  • "Quick shift" tækni: til að gera skiptingar fljótlegri og mýkri. 
  • Sport stillingu fyrir enn meiri næmni og svörun.
  • Skilar allt að 7% minni eyðslu en eldri kynslóðir 6 þrepa sjálfskiptinga


 Tækni verður notuð á öllum Peugeot vélargerðum og býður upp á bestu möguleika varðandi ókomna staðla til að draga úr mengun.

EAT6 SJÁLFSKIPTING

EAT skipting peugeot
Peugeot skipting

EAT6 sjálfskiptingin sameinar akstursánægju og lægri eldsneytiseyðslu ásamt því að draga úr losun koltvísýrings. Quickshift tæknin býður uppá liprar og hraðar skiptingar milli gíra við akstur. Munurinn á EAT6 sjálfskiptingunni og beinskiptum gírkassa er aðeins 1 g/km á útblæstri og þannig sameinast akstursánægja og lægri eldsneytiseyðsla.

STOPP | START SPARTÆKNI

Hröð, skilvirk og hljóðlát Stopp & Start spartæknin slekkur á bílnum þegar hann er í kyrrstöðu í ákveðinn tíma. Við þetta sparast eldsneyti og koltvísýringslosun verður minni. Þegar þú sleppir bremsunni fer vélin strax í gang, án hávaða eða titrings.

EMP2 UNDIRVAGN

EMP undirvagnn peugeot

EMP2 undirvagn er miðpunktur hönnunar og framleiðslu Peugeot og gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki. Þessi nýja undirvagn veitir:


Fjölbreytni fyrir vélar og gírkassa.
Léttari bílar og minnkun kolefnisútblásturs sem bætir styrkleika, öryggi og akstursánægju.
Tæknilegar nýjungar  sem hámarkar akstursgleði, meðhöndlun, þægindi og öryggi.
EMP2 undirvagninn var kynntur í Peugeot 308 árið 2013 og er nú í Peugeot 208, 2008 SUV, 3008 SUV, 5008 SUV, 508 og einnig í Partner,  Traveller og Expert .

Niðurstaðan er minnkun í þyngd sem hjálpar til að lækka CO2 losun og auka á öryggi og skilvirkni.

100% RAFMAGN OG TENGILTVINN

Peugeot  hefur skuldbundið sig til að rafvæða allar gerðir á bilinu 2019 til 2023.

Rafmagns- eða PHEV Tengiltvinn bílarnir okkar:

Peugeot  e-208. 100% rafmagn
Peugeot  e-2008 SUV. 100% rafmagn | forsala
Peugeot  3008 SUV PHEV tengiltvinn
Peugeot  508 PHEV tengiltvinn  | forsala
Peugeot  508 Station PHEV tengiltvinn  | forsala