AUKIN AKSTURSÁNÆGJA

/image/70/4/header2.170704.jpg
/image/70/4/header2.170704.jpg

AUKIN AKSTURSÁNÆGJA

Njóttu ánægjulegs aksturs þökk sé tækni PEUGEOT sem hönnuð var til að hámarka akstursánægju, það til viðbótar við annan hugvitssaman búnað gera allar ferðir einfaldar og þægilegar.

PEUGEOT i-Cockpit

/image/71/7/i-cockpit.170717.jpg

Ökumannsrými bílsins er sérlega fallegt og hannað með notagildi í huga. Í nýjum Peugeot er ný kynslóð af hinu annálaða i-Cockpit mælaborði og stjórntækjum. Þú sest inn í fullkomin stafrænan heim með 9,7“ snertiskjá, stafrænum mælum í mælaborði og stýri með helstu stjórntækjum. Við hönnun i-Cockpit var notagildi og þægindi fyrir ökumann haft að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og skjáir eru í sjónlínu ökumanns. Sportstýri i-Cockpit eykur stjórn og veitir næmara viðbragð. 

/image/71/5/peugeot_3008_2013_024_fr.170715.jpg

FRAMRÚÐUSKJÁR

Allar helstu akstursupplýsingar birtast á niðurfellanlegum skjá ( Head Up Display )sem er í sjónlínu ökumanns. Upplýsingar um hraða, hraðastilli og fjarlægðarviðvörun (kerfi sem aðstoðar ökumann við að halda hæfilegri fjarlægð við næsta bíl).  Þú hefur allar upplýsingar sem þú þarft, beint fyrir framan þig, þú upplifir öryggi við aksturinn.

/image/71/6/peugeot_208_2014_122_fr.170716.jpg

BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ

Bílastæðaaðstoðin aðstoðar þig við að leggja í stæði. Skynjarar bæði að framan og aftan meta stærð stæðis, tekur yfir stjórn á stýri og varpar upplýsingum á skjá í mælaborði. Á meðan sérð þú einungis um bensíngjöf og gírskiptingar. Ökumaður getur alltaf tekið aftur yfir stjórn bílsins.

BREKKUAÐSTOÐ

Brekkuaðstoðin aðstoðar við gangsetningu og þegar tekið er af stað í brekku.  Búnaðurinn heldur bifreiðinni kyrri og gefur þannig ökumanni svigrúm til þess að færa fótinn af bremsunni og yfir á eldsneytisgjöfina.

HRAÐASTILLIR | HRAÐATAKMARKARI

Hraðastillirinn gerir þér kleift að halda jöfnum hraða (ekki þó í bröttum brekkum).

Hraðatakmarkarinn leyfir þér að stilla inn hámarkshraða.

 

GRIP CONTROL

/image/71/8/peugeot_par_2013_059_fr.170718.jpg
/image/71/9/peugeot_3008_2013_019_fr.170719.jpg

Grip Control spólvörn og stöðugleikakerfi. Til viðbótar er hægt að fá bílinn með öflugri spólvörn, Grip Control. Gripstýring Peugeot aðlagar sig að öllum aðstæðum hvort sem þú ert í snjó, í aur, á sandi eða á grófum malarvegum. Þú getur til viðbótar stillt gripstýringuna á viðbótargrip og þannig tæklar þú erfiðar vegaðstæður á einfaldan og öruggan hátt.