Peugeot_5008_abyrgd
Peugeot 5008 7 sæta mobile

Frá 5.490.000 KR .*

PEUGEOT 5008 SUV | Gæðin heilla þig strax

Peugeot 5008 SUV er sparneytinn, rúmgóður 7 sæta bíll með þrjú stök stök sæti í annari sætaröð á sleða og þremur Isofix festingum. Eldneytiseyðsla í blönduðum akstri er aðeins 4,0 til 5,7 l/100 km.

Peugeot 5008 var valinn BESTI STÓRI SUV bíllinn af WhatCar? verðlaununum. Þetta er þriðja árið í röð sem Peugeot 5008 hlýtur þessi virtu verðlaun og segir mikið um hversu frábærlega vel heppnaður Peugeot 5008 er!

Peugeot 5008 SUV er með 23 cm veghæð og er því einstaklega hár frá götu sem gerir það að verkum að það er einstaklega þægilegt að ganga um bílinn.

Kynntu þér allt um Peugeot 5008 SUV hér á vefnum eða hafðu samband við söluráðgjafa strax í dag með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.

Komdu og keyrðu Peugeot 5008 SUV og láttu gæðin heilla þig!

LÁTTU GÆÐIN HEILLA ÞIG

NÚTÍMALEG HÖNNUN

NÚTÍMALEGUR OG NOTENDAVÆNN SUV AÐ INNAN SEM UTAN

Peugeot 5008 7 manna bakendi

NÚTÍMALEGUR OG NOTENDAVÆNN SUV

Nýr Peugeot 5008 SUV sker sig úr með vel heppnaðri nútímalegri hönnun. Peugeot 5008 SUV er rúmgóður og notendavænn sjö sæta SUV. Peugeot 5008 SUV hefur hlotið einstaklega góðar móttökur á Íslandi. Tignarlegur framendi, skarpar línur og nútímalegt útlir gerir Peugeot 5008 SUV nútímalegan að utan.

Þú nýtur þess að ferðast í Peugeot 5008 SUV. Há sætisstaða og nýjasta kynslóð af tækni gera Peugeot 5008 SUV einstaklega notendavænan og hverja ferð að ævintýri líkast.  Peugoet 5008 SUV er hár frá götu, 23 cm undir lægsta punkt og með dráttargetu allt að 1500 kg. 

Hvert einasta smáatriði í Peugeot 5008 SUV er úthugsað og hannað af nákvæmni. LED ljósabúnaður bílsins er hannaður eins og þrjár klær og á þannig að líkja eftir klóm ljónsins. Þetta setur sterkan svip á bílinn, ljónið á veginum! 

Þú sest inn í fullkomin stafrænan heim í Peugeot 5008 SUV þar sem i-Cockpit innréttingin er í lykilhlutverki þar sem mælar og stjórntæki eru í sjónlínu ökumanns.  Þetta gerir Peugeot 5008 SUV nútímalegan og notendavænan að innan.

pEUGEOT 5008 LYSING
PEUGEOT 5008 SKOTT PLÁSS
PEUGEOT 5008 FRAMENDI

RÚMGÓÐUR OG NOTENDAVÆNN SUV

Peugeot 5008 þrjú stök sæti
Peugeot 5008 7 sæta skottstærð
Peugeot_5008sjo

NÚTÍMALEG HÖNNUN AÐ INNAN

Ökumannsrými Peugeot 5008 SUV er einstaklega nútímalegt og hannað með notagildi í huga. Þú sest inn í fullkominn stafrænan heim með 8“ HD snertiskjá, stafrænum mælum í mælaborði og stýri með helstu stjórntækjum. Við hönnun i-Cockpit var notagildi og þægindi fyrir ökumann haft að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og skjáir eru í sjónlínu ökumanns. Sportstýri i-Cockpit eykur stjórn og veitir næmara viðbragð.

Peugeot 5008 SUV er með Apple CarPlay og Android Auto sem gerir þér kleift að varpa skjánum á símanum þínum upp á skjá bílsins. Þú getur sem dæmi varpað google maps á skjáinn. Peugeot 5008 SUV er með þráðlausri hleðslumottu fyrir síma. 

Miðjuröðin í Peugeot 5008 SUV eru þrjú stök sæti, öll á sleða með þremur Isofix festingum. Auðveldlega er hægt að fella niður öftustu sætaröðina svo að farangursrýmið verði rúmgott.  

Þetta gerir Peugeot 5008 SUV nútímalegan og notendavænan að innan.

peugeot 5008 tenging

APPLE CARPLAY OG ANDROID AUTO

Með Mirror Screen tækninni getur þú tengt símann þinn við skjáinn í bílnum og þannig haft aðgang að upplýsingum úr símanum á öruggan hátt. Þú getur sem dæmi varpað Google maps og Spotify upp á skjáinn. Í bílnum er einnig þráðlaus hleðsla fyrir síma.

Peugeot 5008 hljóðheimur Focal

FOCAL® HI-FI HLJÓÐKERFI

Peugeot 5008 SUV er fáanlegur með Focal Hi-fi hljómkerfi. 10 hátalarar eru í bílnum og með FOCAL tækninni tryggja þér gæðahljóm um borð í bílnum. Peugeot 5008 SUV er fyrsti bíllinn frá Peugeot sem er með þessum hljóðbúnaði, sem kemur úr verksmiðjum FOCAL og byggir á 35 ára reynslu fyrirtækisins. Njóttu þess að sitja í sportlegum sætunum og hlusta í einstökum hljóðheim með  Focal®. 10 hátalarar eru á úthugsuðum stöðum í bílnum  til að tryggja þér gæðahljóm í bílnum.

Peugeot 3008 þráðlaus hleðsla

ÞRÁÐLAUS SÍMAHLEÐSLA

Í Peugeot 5008 SUV er þráðlaus hleðsla fyrir síma. Einfalt að leggja snjallsímann í hleðsluhólfið og hann byrjar að hlaða sig, frábær lúxus í amstri dagsins.

i

HANDFRJÁLS OPNUN Á SKOTTHLERA

Peugeot 5008 SUV er fáanlegur með handfrjálsri opnun á skotthlera. Ertu með báðar hendur fullar? Ekkert mál! Handfrjáls opnun gerir það að verkum að skotthlerinn opnast og lokast sjálfkrafa. Eina sem þú þarft að gera er að hreyfa fótinn undir afturstuðara bílsins. Gæti ekki verið einfaldara. 

i

ÞRJÚ STÖK SÆTI Á SLEÐA

Sætin þrjú í annarri sætaröðinni eru í fullri stærð og öll á sleðum og með ISOFIX festingum. Hver farþegi getur fært sætið sitt fram eða aftur og hallað sætisbakinu aftur.

i

STÓRT FARANGURSRÝMI

Sjö sæta Peugeot 5008 SUV bíður upp á  framúrskarandi sveigjanleika, með því að leggja niður þriðju röð  getur þú stækkað skottrými í  952 lítra. Þriðja sætin í röðinni vega aðeins 11 kg hvert og hægt er að fjarlægja þau úr bílnum og geyma. Þá verður farangursrýmið 1060 lítrar. 

APPLE CARPLAY OG ANDROID AUTO
FOCAL® HI-FI HLJÓÐKERFI
ÞRÁÐLAUS SÍMAHLEÐSLA
HANDFRJÁLS OPNUN Á SKOTTHLERA
ÞRJÚ STÖK SÆTI Á SLEÐA
STÓRT FARANGURSRÝMI

PEUGEOT i-COCKPIT®

STÖKKTU INN Í NÆSTU KYNSLÓÐ AF TÆKNI

Peugeot 5008 innra rými

Þú sest inn í fullkomin stafrænan heim í Peugeot 5008 SUV þar sem i-Cockpit innréttingin er í lykilhlutverki. Notagildi og þægindi eru í fyrirrúmi þar sem öll stjórntæki, mælar og 8" HD snertiskjár eru í sjónlínu ökumanns og þú getur stjórnað ákveðnum aðgerðum í stýrinu. Sportstýri i-Cockpit eykur stjórn og veitir næmara viðbragð.

Komdu  og keyrðu Peugeot 5008 SUV og stökktu inn í næstu kynslóð af tækni.

VÉLAR

BENSÍN- EÐA DÍSILVÉLAR

Peugeot 5008 SUV er fáanlegur með bensín og dísilvél. Bensín- og dísilvélarnar eru sparneytnar og með þeim umhverfisvænustu sem völ er á í dag. Bæði bensín og dísilvélarnar eru fáanlegar með nýju EAT8 (8 þrepa) sjálfskiptingunni.

Pureteck disel vel

BlueHDi DISIL VÉLAR

BlueHDi dísilvélarnar sameina afkastagetu og lága CO2 losun. Með BlueHDi vélunum er hægt að lækka eldsneytisnotkun og takmarka  CO2 losun niður ásamt að minnka NOx (köfnunarefnisoxíð) um allt að 90% og fjarlægja 99,9% af fínu sótögnunum með SCR (Selective Catalytic Reduction) tækni með DPF (sótagnafílterum). Blue Hdi dísilvélin er fáanleg með nýju 8 þrepa sjálfskiptingunni.

Puretheck bensín vel

PURETECH BENSÍN VÉLAR

Þriggja strokka PureTech bensínvélarnar í Peugeot 5008 SUV hafa aukna sparneytni vegna minni þyngdar þeirra og umfangs. Þær veita einstaka aksturseiginleika og afkastagetu án þess að skerða áreiðanleika og styrkleika.  PureTech 1,2L bensín vélin er130 hestöfl. PureTech bensínvélin er fáanleg með nýju 8 þrepa sjálfskiptingunni.

Sjálfskipting 8 þrepa

EAT8 SJÁLFSKIPTING

Peugeot 5008 SUV hefur fjölbreytt úrval véla og nú einnig nýstárlega og skilvirka EAT8 (Efficient Automatic Transmission 8-Speed) sjálfskiptingu . Þessi nýja kynslóð sjálfskiptinga er í boði með 1.2L PureTech 130hp vél, 1,5L BlueHDi 130 hestafla og 2.0L BlueHDi 180 hestafla vélum. EAT8 (8 þrepa) sjálfskiptingin hefur:

 • "Quick shift" tækni: til að gera skiptingar fljótlegri og mýkri. 
 • Sport stillingu fyrir enn meiri næmni og svörun.
 • Skilar allt að 7% minni eyðslu en eldri kynslóðir 6 þrepa sjálfskiptinga

TÆKNI

FULLKOMIN ÖRYGGIS- OG AÐSTOÐARTÆKNI

Peugeot 5008 SUV kemur með nýjustu kynslóð af öryggis- og aðstoðartækni. Veglínuskynjun, snjallhemlunarbúnaður, hraðastillir, bakkmyndavél, nálægðarskynjarar að framan og aftan og ökumannsvaki eru hluti af ríkulegum búnaði í Peugeot 5008 SUV. Peugeot 5008 SUV er einnig fáanlegur með fjarlægðarstillanlegum hraðastilli þar sem þú ákveður þá fjarlægð sem þú vilt hafa í næsta bíl í umferðinni og bíllinn aðlagar þinn hraða til að halda þeirri fjarlægð.  Ríkulegur öryggisbúnaður og aðstoðartækni gerir Peugeot 5008 SUV einstaklega öruggan fyrir þig og þína.

Peugeot 5008 öryggi

Aðstoðar ökumaður

Peugeot akstursaðstoð  leiðbeinir þér í akstri:

Innbyggð myndavél á stuðara og í framrúðu hjálpar þér að aðlaga hraðann eftir umferðaþunga og passar upp á að halda öruggu bili á milli bíla. Einnig hjálpar veglínuskynjarinn þér og réttir bílinn af ef hann er að fara yfir á rangan vegarhelming.

i

Sjálfvirk neyðarhemlun

Snjallhemlunartækni Peugeot 5008 SUV er búin skynjurum sem hindra árekstra með því að draga úr hraða bílsins.Kerfið skynjar ef ökumaður bregst ekki nógu hratt við með því að virkja hemla bílsins. Skynjarar í stuðara og myndavél staðsett efst á framrúðunni sjá um að greina hindranir á veginum. 

i

Veglínuskynjari

Veglínuskynjari er staðalbúnaður í öllum Peugeot 5008 SUV. Kerfið skynjar ef bíllinn er að stefna yfir á rangan vegarhelming og sér smám saman um að leiðrétta stefnu til að halda bílnum á réttum vegarhelming. 

Peugeot 5008 öryggi brekkuaðstoð

Grip Control spólvörn

Peugeot 5008 SUV er með góða veghæð og fáanlegur með Grip Control spólvörn sem er með fimm mismunandi akstursstillingum til að takast á við mismunandi akstursaðstæður. Grip Control spólvörnin geir þér kleift að aðlaga bílinn að þeim akstursskilyrðum sem þú ert í hverju sinni, hvort sem þú ekur í snjó, aur eða á malarvegum.

Brekkuaðstoðin aðstoðar ökumann við að taka af að  fara niður mjög brattar brekkur þar sem fara þarf mjög gætilega. Þú styður aðeins á takkann og bílinn sér um að  fara sjálfur niður á sem öruggastan hátt.

i

Bílastæðaaðstoðin

Bílastæðaaðstoðin í Peugeot 5008 SUV notar skynjara til að meta stærð bílastæðis og auðveldar þér þannig að leggja í stæði. Bílastæðaaðstoðin stjórnar stýrinu og gefur bæði frá sér hljóð og myndmerki við inngjöf, gírskiptingu eða þegar kúplingu er sleppt. Ökumaður getur hvenær sem er tekið fulla stjórn á ökutækinu.

Aðstoðar ökumaður
Sjálfvirk neyðarhemlun
Veglínuskynjari
Grip Control spólvörn
Bílastæðaaðstoðin

KYNNTU ÞÉR FJÖLBREYTT ÚRVAL AF ÁLFELGUM FYRIR PEUGEOT 5008

VERTU MEÐ SUMAR- OG VETRAR ÁLFELGUSETT

Fallegar álfelgur eru í lykilhlutverki í nútímalegri hönnun Peugeot 5008 SUV. Vertu með sumar- og vetrardekk á álfeLgum. Kynntu þér fjölbreytt úrval af álfelgum hjá söluráðgjafa Peugeot.

Peugeot álfelgur eru framleiddar samkvæmt ströngustu stöðlum. 

MYPEUGEOT® APP

HAFÐU YFIRSÝN OG STJÓRNAÐU Í MYPEUGEOT APPINU

Peugeot 3008 app

Vertu með yfirsýn með MyPeugeot® appinu. Í MyPeugeot appinu er hægt að skoða eftirfarandi upplýsingar þegar þér hentar:

 • Stöðu kílómetramælis
 • Stöðu á þjónustu
 • Margvíslegar tilkynningar um stöðu á bílnum
 • Rauntímastaðsetning bílsins á korti
 • Lengd ferðar, sjá upphaf- og lokastað ásamt upphafs- og lokatíma.
 • Upplýsingar um eldsneytisnotkun hefur verið á síðustu ferðum
 • Fengið upplýsingar um hvað viðvörunarljós í mælaborðinu þýða

Þú getur einnig stjórnað tilteknum aðgerðum beint í gegnum appið:

 • Pantað tíma á þjónustuverkstæði Peugeot á Íslandi

MYNDIR

KYNNTU ÞÉR