i

VÆNTANLEGUR GLÆNÝR PEUGEOT 208

Glænýr e-208

Glænýr Peugeot e-208 kemur með tækni framtíðarinnar í akstri. Nýr rafdrifinn Peugeot e-208 er með drægni upp á 340 km. Veldu rafmagn á málamiðlunar - væntanlegur um áramót, tryggðu þér eintak í forsölu.

KOSTIR

RAFMAGNSVÉL

Peugeot e-208

Akstursánægja

100% rafknúinn akstur skilar nýrri upplifun:

- Mjúkur í akstri án titrings

- Snögg hröðun þökk sé togi vélarinnar

- Hljóðlát vél* sem býður upp á kyrrláta akstursupplifun

- Engin CO losun 

- Góð loftgæði, engin mengun eða lykt.

Sparaðu pening

Sparaðu pening og farðu vel með náttúruna:

- Raforkukostnaður er lægri en eldsneytiskostnaður

- Minni kostnaður vegna notkunar, minna viðhald

- Með notkun á ECO stillingu

Nýr hreyfanleiki

Líf þitt verður einfaldara með öllu því sem nýr Peugeot e-208 hefur upp á að bjóða:

- Hröð og einföld hleðsla

- Frelsi til að keyra í borginni án samviskubits

- Í Appinu  MyPeugeot®  er hægt  að fylgjast með ákveðnum upplýsingum um Peugeot bílinn þinn*, sem dæmi hleðslustöðu rafhlöðunnar og forhitunar farþegarýmisins

*Gætið varúðar við akstur þar sem aðrir vegfarendur geta verið óvanir hljóðlátum ökutækjum.

FÁGUÐ HÖNNUN

Glænýr Peugeot 208_2

Tælandi glænýr Peugeot e-208 hefur það sem þarf. Ómótstæðinlega hönnun, eintaklega fima og sportlega aksturseiginleika, nýjastu útgáfu af i-Cockpit 3D, aðstoðartækni sem tryggja öryggi þitt og þeirra sem þú elskar mest í akstri.

/image/48/4/peugeot-208-1902styp201.528484.jpg
/image/48/9/peugeot-208-1902styp225.528489.jpg
/image/48/5/peugeot-208-1902styp207.528485.jpg

Glænýr Peugeot e-208

Nýr Peugeot e-208 hefur marga heillandi eiginleika.  Framúrskarandi útlit að innan sem utan. Að utan er það e - merkið og litaspeglaða ljónið sem breytir um lit frá mismunandi sjónarhornum, einstaklega vel heppnað grill og yfirbyggingin, svartir háglans hjólbogar, 17 tommu álfelgur með lægri loftmótstöðutækni. Að innan er það fágað áklæðið, I-Cockpit þrívíddar mælaborðið og ríkulegur staðalbúnaðurinn.  Það eru engar málamiðlanir í innra rými eða tækni fyrir þig eða farþega bílsins.

*Fer eftir útgáfu.

VÉLARTEGUND: 100% HREINT RAFMAGN

/image/48/7/peugeot-elect-2019-003-fr.528487.jpg

Nýjasta kynslóð rafmagnsvélar

Peugeot e-208 sýnir viðbrögð samstundis (136 hestöfl og 260 Nm tograftur frá kyrrstöðu án tafar)

*Gætið varúðar við akstur þar sem aðrir vegfarendur geta verið óvanir hljóðlátum ökutækjum.

/image/49/0/peugeot-208-2019-450-fr.528490.jpg

Hágæða öflugir rafgeymar

Glænýr PEUGEOT e-208 rafmagns, býr yfir 50kWh rafhlöðu en þrátt fyrir stóra og öfluga rafhlöðu er plássið það sama fyrir farþega og farangur eins og í hefðbundnum 208. Drægnin er  340 km miðað við nýja WLTP staðalinn og engin CO2 losun. Rafhlaðan er í 8 ára ábyrgð  eða að  160.000 km fyrir 70% af hleðslugetunni.

.

/image/49/3/e-208-driving-modes.528493.jpg

Akstursstillingar

Glænýr Peugeot e-208 býður þrjár mismunandi akstursstillingar:

  • Sport: ‘Sport“ stillingin einbeitir sér að akstursafkosturm, með aflinu og hámarks togi fer hann frá 0 til 100 km á aðeins 8,5 sekúndum
  • Normal: 'Normal' stilling er best fyrir daglega notkun og býður upp á hámarks þægindi
  • Eco: ‘Eco’ stilling hámarkar endingu  hleðslunnar
Glænýr Peugeot 208_1

Hemlunaraðferðir

Tvær hemlunarstillingar eru einnig aðgengilegar:

  • Í meðallagi: fyrir tilfinningu sem er svipuð og í bílum með  hefðbundnum brunahreyfli
  • Aukin: fyrir hraðaminnkun stjórnað með eldsneytisgjöfinni
Akstursstillingar
Hemlunaraðferðir


HLEÐSLA

Hröð og einföld

/image/49/4/e-208-charging.528494.jpg

Til að njóta til fulls akstursgetu PEUGEOT e-208 rafmagns og 340 km drægni* eru ýmsir hleðslumöguleikar í boði, heima eða með almennum hraðhleðslustöðvum. Þú getur skoðað hleðslustöðu og áætlaðan hleðslutíma á skjá í  mælaborði eða með  MyPeugeot® appinu. Þetta kerfi gerir þér einnig kleift að tímasetja hvenær þú villt byrja að hlaða eða hvenær þú vilt byrja að láta bílinn hita upp farþegarýmið svo hann sé heitur og fínn þegar þú vilt nota hann.

* Skv. WLTP staðlli

SKILMÁLAR (WLTP)

WLTP (Worldwide Harmonised Light Vehicle Test Procedure) staðallinn er notaður til að votta eldsneytis- og mengunartölur ökutækja samkvæmt gerðarviðurkenningarkerfi Evrópusambandsins. Hann felur í sér nýtt prófunarferli og nýja aðferð til að mæla eldsneytisnotkun og losun CO2 og mengunarvalda í léttum bifreiðum. Eldsneytisnotkun  sem þú  nærð  í  raun  fer eftir nokkrum þáttum  eins og t.a.m  aukahlutum sem eru settir á bílinn eftir srkáningu, veðurskilyrðum, akstursmáta og  þyngd farangurs og farþega.

WLTP leysir af hólmi fyrra vottunarferli (NEDC), sem tók gildi árið 1992. Síðan í september 2017 þurfa allar nýjar tegundir sem eru markaðssettar í fyrsta sinn að vera með WLTP-vottun. Frá september 2018 verða allar seldar bifreiðar að vera með WLTP-vottun. Þessar nýju reglur um prófanir verða innleiddar ásamt Real Driving Emissions (RDE) prófuninni.

Nýi WLTP-staðallinn gefur neytendum betri mynd af eldsneytisnotkun og CO2 losun bifreiðanna sinna.

Heimahleðsla

Hleðslukapall ( Týpa 2 ) fylgir með nýjum e-208 og tekur um 20+ klukkustundir fyrir fulla hleðslu í 16 Ampera heimatengli. Kanna þarf  hvort heimilið sé með viðeigandi tengla sem henta fyrir hleðslu heima.

Öflugri hleðslustöð heima eða í vinnu

Mælt er með að setja um hleðslustöð heimafyrir eða í vinnu sem eykur hleðsluhraðann til muna.  Hleðsluhraðinn  miðað við 6,6 kW  hleðslustöð bílsins er  7,5 klst eða 5 klst með 11kW innbyggðru hleðslustöð bílsins sem er valbúnaður.

Hraðhleðsla  

Þú getur hraðhlaðið 80% af fullri hleðslu á aðeins 30 mínútum með 100kW hraðhleðslustöð. Hraðhleðslustöðvar er víða að finna á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. 

* Hleðslutími getur verið breytilegur eftiir hitastigi  rafhlöðu og útihitasti ásamt álagi  hleðslustöðvarinnar.  Söluráðgjafi Peugeot veitir þér ráðgjöf um hleðslustöðvar.

EINSTÖK AKSTURSSTAÐA

/image/49/6/e-208-digital-instrument-panel.528496.jpg
/image/49/5/e-208-drive-station.528495.jpg

FULLKOMINN STAFRÆNN HEIMUR MEÐ PEUGEOT 3D i-COCKPIT®

Þú upplifir einstakt innra rýmið þegar þú sest inn í fullkominn stafrænan heim Peugeot e-208, nýjasta kynslóð af tækni, 3D i-Cockpit®*mælaborðið og stjórntæki  umlikur ökumannsrýmið og eru einstaklega fallega hönnuð með þína akstursstöðu  í huga.10“ HD snertiskjár með stafrænum mælum í mælaborði og stýri með helstu stjórntækjum. Við hönnun i-Cockpit var notagildi og þægindi fyrir ökumann höfð að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og skjáir eru í sjónlínu ökumanns. Sportstýri i-Cockpit eykur stjórn og veitir næmara viðbragð. Þú getur með einföldum hætti: 

  • Stillt þína akstursstillingu: Eco/Normal/Sport  
  • Séð hleðslustöðu rafhlöðunnar 
  • Fengið einstaka  yfirsýn á akstri í rauntíma

MYPEUGEOT® APP

TENGSTU ÞÍNUM PEUGEOT MEÐ SÍMANUM

/image/48/6/peugeot-p21-lifestlye-2-1523-2.528486.jpg

 Vertu með yfirsýn með  MyPeugeot® appinu. Þú getur skoðað:

- Stöðu á hleðslu

- Tölfræði um hvernig rafnotkunin hefur verið á síðustu ferðum

-  Ábendingar um vistvænan akstur

Þú getur einnig stjórnað tilteknum aðgerðum  beint í gegnum Appið.

- Virkja,  stoppa og tímasetja hleðslu

- Setja tímasetningu á forhitun eða kælingu bifreiðarinnar

TRYGGÐU ÞÉR GLÆNÝJAN PEUGEOT e-208 Í FORSÖLU

KOSTIR 100 % RAFMAGNS

100%  rafknúinn akstur býður upp á nýjan hreyfanleika og marga kosti:

- Örvandi eða róandi akstur, þú velur
- Hljóð þægindi, engin vélarhljóð
- Engin mengandi losun
- Einfaldur í notkun og sjálfskiptur 
- Frelsi til að keyra í borgum án þess að hafa áhyggjur af mengun vegna losunar.

og mikið meira ...

/image/48/8/peugeot-208-1902styp200-showroom.528488.jpg


MYNDIR