Peugeot e-2008 Showroom
Peugeot e-2008 Showroom Mobile
2008

PEUGEOT e-2008 100% HREINN RAFBÍLL

345 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI
Peugeot e-2008 100% hreinn rafbíll er með 50 kWh drifrafhlöðu og varmadælu sem endirnýtir orku fyrir miðstöðina og því er drægni bílsins skv. WLTP mælingu framúrskarandi eða 345 km. Ríkulegur staðalbúnaður einkennir Peugeot e-2008. Veglínuskynjun, fjarstýrð forhitun, umferðarskiltalesari, Mirror Screen speglun, ásamt nýjustu öryggistækni til að mynda sjálfvirk neyðarhemlun.  


30 MÍNÚTUR Í 80% DRÆGNI Í 100 KW HRAÐHLEÐSLUSTÖÐ
Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Peugeot e-2008 rafbíl heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða á 7,5 klst í öflugri heimahleðslustöð og aðeins tekur 30 mínútur að hlaða tóma drifrafhlöðuna í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð.


FJARSTÝRÐ FORHITUN TRYGGIR ALLTAF HEITAN BÍL 
Peugeot e-2008 er með snjallmiðstöð með tímastillingu og forhitun sem tryggir að bíll er heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyPeugeot® appinu ásamt því að tímastilla forhitarann. 


VARMADÆLA EYKUR VIRKNI MIÐSTÖÐVAR OG DRÆGNI
Varmadæla er mikilvægur búnaður í rafbílum, sérstaklega á Íslandi, og hún er staðalbúnaður í Peugeot e-2008. Hún endurnýtir orku úr umhverfinu fyrir bæði miðstöð og drifrafhlöðu bílsins sem gerir það kleift að ekki þarf að nota eins mikla orku frá drifrafhlöðunni til að hita eða kæla bílinn. Það getur munað allt að 50 km eða um 15% af drægni bílsins hvort varmadæla er í bílnum eða ekki.


MIKIL VEGHÆÐ OG HÁ SÆTISSTAÐA
Peugeot e-2008 er með mikla veghæð enda hár undir lægsta punkt og háa sætisstöðu svo það er einstaklega  þægilegt að ganga um hann.


7 ÁRA ÁBYRGÐ Á BÍL OG 8 ÁR Á DRIFRAFHLÖÐU
Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og sérstakri 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðenda hvað varðar þjónustuskoðanir.


KYNNTU ÞÉR PEUGEOT E-2008
Kynntu þér allt um Peugeot e-2008 hér á vefnum. Í Vefsýningarsal finnur þú Peugeot e-2008 bíla á lager og í pöntun, finnur draumabílinn, sendir fyrirspurn og færð svar um hæl. Einn af mörgum kostum forpöntunar  er að þú getur sett þinn draumabíl saman með aðstoð söluráðgjafa Peugeot.Einfaldaðu rafbílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum, hagstæða fjármögnun, tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf við uppsetningu.


Komdu og keyrðu Peugeot e-2008 100% rafbíl og láttu gæðin heilla þig!

LÁTTU GÆÐIN HEILLA ÞIG

Peugeot e-2008 100% rafbíll blár

KOSTIR

345 KM DRÆGNI Á 100 % RAFMAGNI, 30 MÍNÚTNA HRAÐHLEÐSLA Í 80%

345 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI

Vistvænt tækniundur. Komdu og keyrðu. 

 • Allt að 345 km drægni á 100% hreinu rafmagni.
 • 50 kWh drifrafhlaða með snögga í hleðslu
 • Einstaklega mjúk og skemmtileg akstursupplifun án titrings.
 • 136 hestöfl og 260 Nm. togkraftur.
 • Snögg hröðun, 8,1 sek í 100 km.
 • Varmadæla eykur virkni miðstöðvar og drægni.
 • Fjarstýrð forhitun sem tryggir alltaf heitan bíl.
 • Hljóðlátur og vistvænn. 
 • 7 ára ábyrgð á bil og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.
  Vistvænt tækniundur. Komdu og keyrðu. 

ENGINN CO2 LOSUN, 7 TIL 8 ÁRA ÁBYRGÐ OG ÍVILNUN Á VIRÐISAUKASKATTI

Verndaðu umhverfið og lækkaðu rekstrarkostnaðinn. Peugeot e-2008 100% rafbíll er á einstaklega hagstæðu verði því hann er með enga COlosun svo að  stjórnvöld fella niður virðisaukaskatt við kaup og gildir sú ívilnun til 31.12.2023. Nánar um verð og ívilnanir a á brimborg.is  - smelltu hér.

 • Drægni á 100% rafmagni allt að 320 km samkvæmt WLTP mælingu.
 • Enginn CO2 losun.
 • Raforkukostnaður er lægri en eldsneytiskostnaður.
 • Lægri rekstrarkostnaður.
 • 7 ára heildarábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu eða að 160.000 km fyrir 70% af hleðslurýmd.

EINFALDUR OG NÝR HREYFANLEIKI

Nýttu þér einfalda tækni Peugeot til að stíga skrefið inn í rafmagnaða framtíð og njóttu þess að ferðast um á umhverfisvænan máta.

 • Þú hleður á einfaldan máta heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum.
 • 80% hleðsla á 30 mínútum í hraðhleðslu.
 • 100% hleðsla á 7,5 klst í heimahleðslu.
 • 100% hleðsla á 5 klst í heimahleðslu með 11 kW innbyggðri hleðslustýring (aukabúnaður).
 • Akstursupplýsingar í rauntíma í 3D mælaborði.
 • Hafðu yfirsýn og stjórnaðu með MyPeugeot Appinu .
 • Fáðu nánari upplýsingar hjá söluráðgjafa Peugeot um allt sem viðkemur rafmagnsbílum og hleðslu þeirra heima eða í vinnu.

NÚTÍMALEG HÖNNUN

/image/91/8/peugeot-2008-1906pc-121.577918.jpg

NÝ NÚTÍMALEG HÖNNUN, MIKIL VEGHÆРOG HÁ SÆTISSTAÐA 

Hönnun nýja Peugeot e-2008 er alveg ný frá grunni og hefur hlotið einróma lof fyrir framsækið útlit sem er undirstrikað með LED fram- og afturljósunum sem setja sterkan svip á bílinn. Peugeot e-2008 er með háa sætisstöðu svo það er einstaklega þægilegt að ganga um hann og góða veghæð enda hár undir lægsta punkt. Innréttingin er nýjasta kynslóð af Peugeot 3D i-Cockpit sem er fullkominn stafrænn heimur þar sem mælaborð og stjórntæki eru í sjónlínu ökumanns og bæta þannig enn akstursgæði.

Peugeot e-2008 rafbíll er líkur Peugeot 3008 í útliti sem er margverðlaunaður fyrir nútímalega hönnun. Ákveðnir eiginleikar í Peugeot e-2008 eins og "e" merkið á afturendanum gefur til kynna að þú akir um á vistvænan hátt. 

/image/91/2/peugeot-2008-1906styp-222.577912.jpg
/image/90/9/peugeot-2008-1906styp-214.577909.jpg
/image/91/7/peugeot-2008-1906styp-216.577917.jpg

Nútímaleg hönnun á Peugeot e-2008 rafbílnum hefur fengið lof um allan heim. Tignarlegt grillið á framenda fangar augað og afturljósin minna á kló kattarins; ljónið á veginum.

Peugeot e-2008 rafbíll í GT útfærslu er búinn einstöku Alcantara áklæði. 

TÆKNI

FULLKOMIN ÖRYGGIS- OG AÐSTOÐARTÆKNI

Aðstoða ökumaður Peugeot 2008 SUV

Peugeot e-2008 100% rafbíllinn er með nýjustu aksturs- og öryggistækni sem aðstoða ökumanninn við aksturinn og tryggir örugga ökuferð. Veglínuskynjun, blindpunktsaðvörun, vegskiltalesari, aðlögunarhæfur hraðastillir, sjálfvirk neyðarhemlun (Active City Break) og ný gerð bakkmyndavélar eru dæmi einstakan öryggisbúnað í Peugeot e-2008.

VÉL OG DRIF

345 KM DRÆGNI, ÖFLUG OG HLJÓÐLÁT VÉL

Peugeot e-2008 rafbíll er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél, varmadælu sem eykur orkunýtingu og drægni, 50 kWh drifrafhlöðu sem er snögg í hleðslu og skilar 345 km drægni og fjarstýrðri forhitun sem tryggir að bíllinn er alltaf heitur þegar þú leggur af stað.

/image/90/7/peugeot-elect-2019-006-fr.577907.jpg

NÝ KYNSLÓÐ RAFMAGNSVÉLAR 

Rafmagnsvélin er 136 hestöfl (100 kW), með 260 Nm togkraft sem gerir aksturinn hljóðlátan og akstursupplifunina einstaka. 

/image/91/9/peugeot-2008-2019-501-fr.577919.jpg

345 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI

Peugeot e-2008 rafbíll er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél, varmadælu sem eykur orkunýtingu og drægni,  50 kWh drifrafhlöðu sem er snögg í hleðslu og skilar 345 km drægni og fjarstýrðri forhitun sem tryggir að bíllinn er alltaf heitur þegar þú leggur af stað.  Njóttu þess að keyra um án samviskubits því CO2 losun er engin.

Undirvagn Peugeot e-2008 SUV 100% rafbíl er með innbyggðri rafhlöðu sem er staðsett í undirvagninum. Rafhlaðan hefur því ekki áhrif á farþega- eða skottrými. Peugeot ábyrgist 70% hleðslugetu rafhlöðunnar í 8 ár eða 160.000 km. 

/image/90/8/peugeot-2008-1906pc-130.577908.jpg

SPORT, NORMAL OG ECO

Akstursstillingar fyrir mismunandi akstursskilyrði:

 • Sport:  Notar hámarksafl rafmagnsvélarinnar til að skila hámarksafköstum. Þú kemst frá 0 uppí 100 á 8,5 sek. 
 • Normal: í daglega notkun.
 • Eco: hámarkar endingu  hleðslunnar.
/image/91/3/peugeot-2008-1906styp-207.577913.jpg

ENDURHLEÐSLA VIÐ HEMLUN

Hleðsla í akstri

Rafhlaðan hleðst við hemlun og þegar þú hægir á bílnum á tvennan hátt: 

 • Meðal endurhleðsla: þegar þú lætur bílinn renna.
 • Aukin endurhleðsla: þegar þú notar B-stillingu í sjálfskiptingunni, aukin hemlun og endurhleðsla. 

Peugeot e-2008

VARMADÆLA EYKUR VIRKNI MIÐSTÖÐVAR OG DRÆGNI

Varmadæla er mikilvægur búnaður í rafbílum, sérstaklega á Íslandi því varmadælur virka best við -5 til 15 gráður á Celciíus og er hún staðalbúnaður í Peugeot e-2008. Hún endurnýtir orku úr umhverfinu fyrir bæði miðstöð og drifrafhlöðu bílsins sem gerir það kleift að ekki þarf að nota eins mikla orku frá drifrafhlöðunni til að hita eða kæla bílinn. Það getur munað allt að 50 km eða um 15% af drægni bílsins hvort varmadæla er í bílnum eða ekki.

AKSTURSSTILLINGAR

Pictos/Arrows/xxxx_Chevron-M/Outline

HLEÐSLA VIÐ HEMLUN

Pictos/Arrows/xxxx_Chevron-M/Outline

VARMADÆLA EYKUR VIRKNI MIÐSTÖÐVAR OG DRÆGNI

Pictos/Arrows/xxxx_Chevron-M/Outline

DRÆGNI OG ÁHRIFAÞÆTTIR

ALLT AÐ 345 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI

Stærð drifhlöðunnar í Peugeot e-2008 er 50 kWh. Drægni hennar skv. WLTP mælingu í 100% rafmagni er allt að 345 km sem hentar einstaklega vel í allan daglegan akstur þar sem meðalakstur Íslendinga er 40 km á dag. Hér fyrir neðan eru helstu þættir sem hafa áhrif á drægni. 

Peugeot 508 PHEV hraði

HRAÐI


Hraði hefur áhrif á drægni. Orkunotkun er minni á lægri hraða og Peugeot e-2008 er því einstaklega hentugur í  allan daglegan bæjarakstur.

Peugeot 508 PHEV aksturlag

AKSTURSLAG OG AKSTURSSKILYRÐI

Aksturslag og aksturskilyrði hafa áhrif á drægni. Mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu (B stilling á skiptingu) eykur drægni og sparar orku.

Peugeot 508 PHEV miðstöð

ÚTIHITASTIG, MIÐSTÖÐ OG LOFTKÆLING

Útihitastig, notkun á miðstöð og loftkælingu eru allt þættir sem hafa áhrif á drægni. Forhitun á rafbíl er góð leið til að hámarka drægni þar sem ekki þarf að eyða rafmagni til að hita eða kæla bílinn í upphafi aksturs.

Peugeot drægni farangur

FARÞEGAR OG FARANGUR

Fjöldi farþega og farangur getur haft áhrif á drægni.

Peugeot 508 PHEV hraði

HRAÐI


Hraði hefur áhrif á drægni. Orkunotkun er minni á lægri hraða og Peugeot e-2008 er því einstaklega hentugur í  allan daglegan bæjarakstur.

Peugeot 508 PHEV aksturlag

AKSTURSLAG OG AKSTURSSKILYRÐI

Aksturslag og aksturskilyrði hafa áhrif á drægni. Mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu (B stilling á skiptingu) eykur drægni og sparar orku.

Peugeot 508 PHEV miðstöð

ÚTIHITASTIG, MIÐSTÖÐ OG LOFTKÆLING

Útihitastig, notkun á miðstöð og loftkælingu eru allt þættir sem hafa áhrif á drægni. Forhitun á rafbíl er góð leið til að hámarka drægni þar sem ekki þarf að eyða rafmagni til að hita eða kæla bílinn í upphafi aksturs.

Peugeot drægni farangur

FARÞEGAR OG FARANGUR

Fjöldi farþega og farangur getur haft áhrif á drægni.


HLEÐSLA RAFHLÖÐU

EINFÖLD OG HRÖÐ

/image/91/4/peugeot-2008-1906pc-123.577914.jpg

Hér eru helstu upplýsingar um hleðslutíma og hvernig Peugeot hefur hannað bílinn til að hann sé eins einfaldur í hleðslu og kostur er. Söluráðgjafar Peugeot veita alla ráðgjöf um hleðslu og uppsetningu hleðslustöðva. Hleðslutími getur verið breytilegur af margvíslegum ástæðum t.d. eftir því hvernig tengillinn er, eftir því hversu öflug hleðslustöð er notuð og hversu öflug hleðslustöð bílsins er. Einnig hefur hitastig rafhlöðu og útihitastig ásamt álagi hleðslustöðvarinnar áhrif. Hleðslutæki 230V/8A - "Schuko" í heimatengil fylgir með nýjum Peugeot e-2008 100% rafbíl. Nánar um hleðslustöðvar og hleðsluhraða á brimborg.is  - smelltu hér.

Sérfræðingar mæla með hleðslu rafbíla með heimahleðslustöðvum. Venjulegir heimilistenglar eru ekki ætlaðir til langtimahleðslu.

HEIMAHLEÐSLA

Hleðslutími með Hleðslutæki 230V/8A - "Schuko" í heimatengil sem fylgir bílnum en bíllinn kemur með 7,4 kW innbyggðri hleðslustýringu er eftirfarandi:

 • 24:00 klst. eða 30% hleðsla á 8 klst. yfir nótt í heimatengli. (8A, 220V)
 • 17:00 klst. eða 60% hleðsla á 8 klst. yfir nótt með iðnaðartengli. (14A, 220V) 
 • 7:30 klst. með 7,4 kW hleðslustöð á heimili eða vinnustað, bíll með innbyggðri 7,4 kW hleðslustýring.
 • 5:00 klst. með 22 kW hleðslustöð, þriggja fasa á heimili eða vinnustað, bíll með innbyggðri 11 kW hleðslustýringu.

ÖFLUGRI HLEÐSLUSTÖÐ HEIMA EÐA Í VINNU

Við mælum með að þú setjir upp öfluga hleðslustöð heima eða í vinnu sem eykur hleðsluhraðann til mikilla muna.  

 • 7:30 klst með 7,4 kW hleðslustöð á heimili eða vinnustað.
 • 5:00 klst með 11 kW  innbyggðri hleðslustýring í bíl. 3 fasa hleðslustöð.

 

HLEÐSLA Á ALMENNUM HLEÐSLUSTÖÐVUM

Hvort sem þú ert í vinnu eða á ferðinni þá eru ýmsir kostir í boði varðandi hleðslu. Kynntu þér hleðslustöðvar á Íslandi hjá mismunandi dreifingaraðilum. Þú nærð 80% hleðslu á 30 mínútnum í 100 kW hraðhleðslustöð. 

STÖKKTU INN Í NÆSTU KYNSLÓÐ AF TÆKNI

3D i-COCKPIT FYRIR RAFMAGNAÐAN AKSTUR

Peugeot 2008 i-cockpit 1280x512

MARGVÍSLEGAR UPPLÝSINGAR Í SJÓNLÍNU ÖKUMANNS

Þú sest inn í fullkomin stafrænan heim þar sem 3D i-Cockpit mælaborðið er í lykilhlutverki. Notagildi og þægindi eru í fyrirrúmi þar sem öll stjórntæki, mælar og 10" HD snertiskjár eru í sjónlínu ökumanns og má þarf nefna:

 • Mismunandi akstursstillingar: ECO, NORMAL, SPORT.
 • Staða á drægni.
 • Tölfræði notkunar og stöðu á drægni í rauntíma

MYPEUGEOT® APP

FJARSTÝRÐU FORHITUN OG HAFÐU YFIRSÝN MEÐ MYPEUGEOT APPINU

/image/91/5/peugeot-2008-1906pc-412.577915.jpg

Peugeot e-2008 er með fjarstýrðri forhitun sem tryggir að bíll er heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyPeugeot® appinu ásamt því að tímastilla forhitarann. Einfalt er að vera með yfirsýn í snjallsímanum með MyPeugeot® appinu. Hægt er að skoða upplýsingar um bílinn þ.á.m. stöðu á drægni, hleðslustöðu, þjónustuyfirlit og  panta tíma á þjónustuverkstæði.

Í MyPeugeot appinu er hægt að skoða eftirfarandi upplýsingar þegar þér hentar:
-Stöðu á drægni.

-Hleðslustöðu.
-Fengið upplýsingar um hvað viðvörunarljós í mælaborði þýða.

Þú getur einnig stjórnað þessum aðgerðum beint í gegnum appið:
-Virkjað, stöðvað eða tímasett hleðslu.
-Þú getur stillt forhitun á bílnum þannig að hann sé heitur þegar þú leggur af stað. Forhitun hefur ekki áhrif á hleðslutíma. Pantað tíma á þjónustuverkstæði Peugeot á Íslandi.

Í Vefsýningarsal finnur þú Peugeot e-2008 bíla á lager og í pöntun, finnur draumabílinn, sendir
fyrirspurn og færð svar um hæl. Einn af mörgum kostum forpöntunar  er að þú getur sett þinn draumabíl saman með aðstoð söluráðgjafa Peugeot.

PEUGEOT e-2008 aksturseiginleikar

MYNDIR

KYNNTU ÞÉR AÐRA PEUGEOT BÍLA