Peugeot Expert
Peugeot Expert

FLUTNINGSRÝMI

PEUGEOT Expert býður fjölbreytta hleðslumöguleika og gott aðgengi sem auðveldar þér vinnuna.

MODUWORK INNRÉTTING

/image/85/8/peugeot-exp-2016-017-fr.img.166858.jpg
/image/85/9/peugeot-exp-2016-018-fr.img.166859.jpg
/image/85/7/peugeot_expert_gallery4-2.166857.jpg

Moduwork innréttingin býður sérlega fjölbreytta möguleika í innra rými bílsins. Hægt er að lyfta farþegasætinu að framan upp og mynda þannig slétt gólf til flutnings. Hægt er að opna lúguna í grindinni á milli til þess að flytja allt að 4 metra langa hluti. Að lokum getur þú breytt þínum PEUGEOT Expert í færanlega skrifstofu með því að lækka armpúðann á milli framsætanna, þar kemur snúanlegt borð.

SJÁLFVIRKAR HURÐAR

i

Sjálfvirkar hurðarnar virka þannig að þú þarft einungis að hreyfa fótinn undir horni afturstuðarans. Þannig getur þú bæði læst og opnað hurðar með sama hætti, til viðbótar þá læsist bíllinn um leið og þú gengur í burtu frá bílnum, þetta þýðir að þú þarft ekki að leggja frá þér það sem þú heldur á, þú þarft bara að vera með lyklana í vasanum.

INNRA RÝMIÐ

i

Nýr Peugeot Expert fjölnota bíllinn sameinar lipran bíl og mikla flutningsgetu sem er mikilvægt fyrir bíl í þessum flokki. Expert er með 50/50 skiptri hurð að aftan en hægt að fá hlera ef það hentar þínum þörfum betur. Dyrnar að aftan opnast 250° sem auðveldar hleðslu til muna.

SÉRSNIÐINN AÐ ÞÉR

/image/85/6/peugeot_expert_gallery7-2.166856.jpg
/image/86/0/peugeot-exp-2016-047-fr.img.166860.jpg

Þú getur sérsniðið flutningsrýmið að þínum þörfum t.d. er hægt er að fá viðarklæðningu í flutningsrými og sér meðhöndlað timbur sem minnkar líkur á að hlutir renni til við flutning. Í flutningsrýminu eru krókar til þess að tryggja hluti við flutning.