


SPARNEYTINN, RÚMGÓÐUR MEÐ 7 ÁRA ÁBYRGÐ
Peugeot Traveller er sparneytinn, rúmgóður 9 sæta bíll. Eldneytiseyðsla í blönduðum
akstri er frá aðeins 5,3 til 6,3l/100 km. Fullkominn bíll til upplifa dásamlega Ísland.
NOTENDAVÆN HÖNNUN
Glæsilegur, sterkur, lipur og einstaklega notendavænn. Peugeot Traveller er fjölnota bíll.
Stuttur og hár framendi gefur honum djarflegt útlit. Nútímaleg og sérlega
falleg innrétting býður upp á notendavæn þægindi og nýja upplifun fyrir alla farþega.
GÓÐ VEGHÆÐ
Peugeot Traveller er með góða veghæð og hár frá götu sem gerir það að verkum að
það er einstaklega þægilegt að ganga um bílinn.
7 ÁRA ÁBYRGÐ Á PEUGEOT
Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum í heild.
Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi
ferli framleiðanda hvað varðar þjónustuskoðanir.
Kynntu þér allt um Peugeot Traveller hér á vefnum. Í Vefsýningarsal finnur þú
Peugeot Traveller bíla á lager og í pöntun, finnur draumabílinn, sendir
fyrirspurn og færð svar um hæl. Einn af mörgum kostum forpöntunar
er að þú getur sett þinn draumabíl saman með aðstoð
söluráðgjafa Peugeot.
Einfaldaðu bílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum,
hagstæða fjármögnun.
Komdu og keyrðu Peugeot Traveller og láttu gæðin heilla þig!
NÚTÍMALEG HÖNNUN AÐ INNAN
Ökumannsrými Peugeot Traveller er nútímalegt og hannað með notagildi í huga. Þú sest inn í stafrænan heim með 8“ HD snertiskjá, stafrænum mælum í mælaborði og stýri með helstu stjórntækjum. Við hönnun i-Cockpit var notagildi og þægindi fyrir ökumann haft að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og skjáir eru í sjónlínu ökumanns. Sportstýri i-Cockpit eykur stjórn og veitir næmara viðbragð.
Peugeot Traveller er með Apple CarPlay og Android Auto sem gerir þér kleift að varpa skjánum á símanum þínum upp á skjá bílsins. Þú getur sem dæmi varpað Google maps á skjáinn.
Miðjuröðin í Peugeot Traveller eru þrjú stök sæti, öll á sleða með þremur Isofix festingum. Auðveldlega er hægt að fella niður öftustu sætaröðina svo að farangursrýmið verði rúmgott.
Þetta gerir Peugeot Traveller einstaklega notendavænan og hverja ferð að ævintýri líkast, hvort sem er á vegum landsins eða í borginni.
PEUGEOT Traveller er fáanlegur í 3 lengdum 4.60m upp í 5.30m og hæðin er aðeins 1,9m sem hentar vel í borgarumferðinni og passar vel í bílastæðahús borgarinnar.
Traveller er frábærlega notendavænn með sæti fyrir 5, 7 eða 8 farþega. Þú getur nýtt plássið eftir hentuleika því öll sætin eru að sleða sem þú getur rennt fram og til baka. Með nýja handfrjálsa búnaðnum getur þú opnað hliðarhurðina með fætinum.
Þú sest inn í stafrænan heim í Peugeot Traveller þar sem i-Cockpit innréttingin er í lykilhlutverki. Notagildi og þægindi eru í fyrirrúmi þar sem öll stjórntæki, mælar og 8" HD snertiskjár eru í sjónlínu ökumanns og þú getur stjórnað ákveðnum aðgerðum í stýrinu. Sportstýri i-Cockpit eykur stjórn og veitir næmara viðbragð.
Peugeot Traveller er fullkominn bíll fyrir þá sem elska að upplifa Ísland í sínum frítíma. Traveller er ótrúlega hentugur í lengri ferðir og það fer ótrúlega vel um alla farþega bílsins.Traveller er ótrúlega rúmgóður, nútímalegur og glæsilegur á að líta. Innra rými er nostursamlega hannað með gott aðgengi & þægindi farþega í huga. Lóðrétta grillið, LED ljósin og Xenon framljósingefa Peugeot Traveller nútímalegt útlit og glæsileika. Gerðu ökuferðina léttari með því að nota raddstýrt, þríviddar leiðsögukerfi á flakki þínu um Ísland.
Þú nýtur þess að ferðast í Peugeot Traveller. Há sætisstaða og nýjasta kynslóð af tækni gera Peugeot Traveller einstaklega notendavænan og hverja ferð að ævintýri líkast.
Komdu og keyrðu Peugeot Traveller og stökktu inn í næstu kynslóð af tækni.
Peugeot Traveller er fáanlegur með dísilvél. Dísilvélarnar eru sparneytnar og með þeim umhverfisvænustu sem völ er á í dag. Dísilvélarnar eru fáanlegar með nýju EAT8 (8 þrepa) sjálfskiptingunni. Meðaleyðsla á Traveller uppgefið frá verksmiðju er frá 5,3 til 5,9 ltr á hverja 100 ekna kílómetra.
Peugeot Traveller kemur með nýjustu kynslóð af öryggis- og aðstoðartækni. Veglínuskynjun, snjallhemlunarbúnaður, hraðastillir, bakkmyndavél, nálægðarskynjarar að framan og aftan og ökumannsvaki eru hluti af ríkulegum búnaði í Peugeot Traveller. Öryggisbúnaður og aðstoðartækni gerir Peugeot Traveller einstaklega öruggan fyrir þig og þína.
Vertu með yfirsýn með MyPeugeot® appinu. Í MyPeugeot appinu er hægt að skoða eftirfarandi upplýsingar þegar þér hentar:
Þú getur einnig stjórnað tilteknum aðgerðum beint í gegnum appið:
Fyrirtækjalausnir Brimborgar er einstök þjónusta sem veitir fyrirtækjum víðtæka heildarlausn á bílamálum og tækjamálum sínum sem gerir Brimborg leiðandi í þjónustu við bílaflota og tækjaflota fyrirtækja. Fjölbreytt starfsemi Brimborgar og þrautreyndir starfsmenn gera okkur kleift að sníða vandaðar lausnir að þörfum fyrirtækja.
Pantaðu ráðgjöf fyrirtaekjalausnir@brimborg.is.