Peugeot_508_Bill_Arsins
Peugeot 508

PEUGEOT Peugeot 508 5 dyra

Frá 4.540.000 KR .*

Upplifðu einstaka akstureiginleika Peugeot 508 sem gerir engar málamiðlanir í hönnun og tækni.

PEUGEOT i-COCKPIT®

/image/85/8/pc05-peugeot-508-2018-041-fr.472858.jpg

FÁÐU ÞÉR SÆTI Í EINSTÖKU PEUGEOT i-COCKPIT®
Ökumannsrými PEUGEOT 508 er einstaklega fallegt og hannað með notagildi í huga. Í nýjum Peugeot 508 er ný kynslóð af hinu annálaða i-Cockpit mælaborði og stjórntækjum. Þú sest inn í fullkominn stafrænan heim með 10“ HD snertiskjá, stafrænum mælum í mælaborði og stýri með helstu stjórntækjum. Við hönnun i-Cockpit var notagildi og þægindi fyrir ökumann haft að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og skjáir eru í sjónlínu ökumanns. Sportstýri i-Cockpit eykur stjórn og veitir næmara viðbragð.

TENGJUMST

/image/85/9/pc05-peugeot-508-2018-413-fr-lf14-wip.472859.jpg

VERTU VEL TENGDUR
Með  því að spegla (Mirror Screen) snjallsímann getur þú tengt símann þinn við skjáinn í mælaborði bílsins og þannig haft aðgang að upplýsingum úr símanum á öruggan hátt í bílnum. Í bílnum er einnig þráðlaus hleðsla fyrir síma.

ÞÆGINDI FYRIR ÞIG

ÞÆGINDI
Láttu þér líða vel í einstöku innra rými Peugeot i-Cockpit®.  Sérlega þægileg sæti með möguleika á fjölbreyttum nuddstillingum.

FOCAL® HI-FI HLJÓÐKERFI

FOCAL® Hi-Fi, MAGNAÐUR HLJÓÐHEIMUR
FOCAL® Hi-Fi hljóðkerfið býður upp á frábæran hljóðheim. Útbúinn tíu hágæða hátölurum og einstakri hljóðeingrunartækni sem býður upp á magnaðan hljóðheim.

AKSTURÁNÆGJA

ÞÚ VELUR LENGRI LEIÐINA
Nýr Peugeot 508 nýtur góðs að  háþróaðri tækniþróun Peugeot vörumerkisins. Nýju kerfin  bjóða upp á  einstaka akstursstjórn og með sjálfvirkri fjöðrun (Active Suspension)  eykst veggrip og aksturánægja, þú munt heillast af PEUGEOT 508.