PEUGEOT 508 Station | Gæðin heilla þig strax!

Peugeot_station_abyrgd
Peugeot 508 station

PEUGEOT Peugeot 508 Station

PEUGEOT 508 STATION

Peugeot 508 station er sparneytinn, sportlegur, ríkulega búinn með nýjustu kynslóð af tækni og fimm ára ábyrgð og  átta ára ábyrgð á rafhlöðu. Peugeot 508 station er fáanlegur í bensín- dísil-, eða tengiltvinnútfærslu.  

Peugeot 508 hefur unnið til fjölda verðlauna meðal annars "Style award"  hjá "Car of the Year Award"og Bíll ársins 2020 í sínum flokki á Íslandi.

Kynntu þér allt um Peugeot 508 station hér á vefnum eða hafðu samband við söluráðgjafa strax í dag með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.

Komdu og keyrðu Peugeot 508 og láttu gæðin heilla þig!

LÁTTU GÆÐIN HEILLA ÞIG

ÓMÓTSTÆÐILEG HÖNNUN

NÚTÍMALEGUR AÐ INNAN SEM UTAN

Peugeot 508 station hönnun

LÁTTU HEILLAST AF FEGURÐ, GÆÐI OG LÚXUS  

Láttu heillast af glæsilegri hönnun Peugeot 508 station, sérfræðingar okkar í hönnun hafa tryggt jafnt flæði fegurðar og gæða sem bera af og þú upplifir nákvæmni og glæsileika um leið og sest er inn í bílinn. Einstök hönnnun að utan sem innan þar sem nútímaleg i-Cockpit innrétting er í lykilhlutverki.

Útlit Peugeot 508 station er sportlegt og nútímalegt. Tignarlegur framendi, ljós og grill undirstika nýsköpun og djarfa hönnun. Peugeot  508 vann "Style award"  hjá "Car of the Year Award" ásamt því að vera valinn Bíll ársins  2020 í flokki stærri fjölskyldubíla.

Þú sest inn í fullkomin stafrænan heim í Peugeot 508 station þar sem i-Cockpit innréttingin er í lykilhlutverki þar sem mælar og stjórntæki eru í sjónlínu ökumanns.  Þetta ásamt stýrinu gerir Peugeot 508 station nútímalegan og sportlegan að innan.

Stökktu inn í nýjustu kynslóð af tækni og láttu gæðin heilla þig!

Peugeot 508 station sólþak
Peugeot 508 station innra rými
Peugeot 508 station focal hljómkerfi

LISTIN LIGGUR Í SMÁATRIÐUNUM

Hvert einasta smáatriði er úthugsað og hannað af nákvæmni. Framsætin eru upphitanleg og hægt er að sérpanta rafstýrð framsæti með nuddi. Veldu Panorama sólþak og Hi-Fi Focal hágæðahljóðkerfi  og hver ökuferð verður einstök upplifun. 

Vandlega valin nútímaleg efni, króm og leður umlykja innra rýmið og eykur enn frekar á einstaka akstursupplifun í Peugeot  508 station.  

PEUGEOT i-COCKPIT®

STÖKKTU INN Í NÆSTU KYNSLÓÐ AF TÆKNI

Peugeot 508 station icockpit gt

Þú sest inn í fullkomin stafrænan heim í Peugeot 508 station þar sem i-Cockpit innréttingin er í lykilhlutverki. Notagildi og þægindi eru í fyrirrúmi þar sem öll stjórntæki, mælar og 10" HD snertiskjár eru í sjónlínu ökumanns og þú getur stjórnað ákveðnum aðgerðum í stýrinu. Sportstýri i-Cockpit eykur stjórn og veitir næmara viðbragð.

Peugeot 508 station er hannaður fyrir óviðjafnanlega akstursupplifun og lúxus. Peugeot 508 station er með einstaklega þægilegum sætum og er fáanlegur með fjölbreyttum stillingum fyrir nudd ásamt FOCAL® Hi-Fi hljóðkerfi sem býður upp á einstakan hljóðheim.

Komdu  og keyrðu Peugeot 508 station og stökktu inn í næstu kynslóð af tækni.

Peugeot 508 gt
Peugeot 508 station icockpit
Peugeot 508 station apple car play

Ökumannsrými Peugeot 508 station er einstaklega fallegt og hannað með notagildi í huga. Í Peugeot 508 station er ný kynslóð af hinu annálaða i-Cockpit mælaborði og stjórntækjum. Þú sest inn í fullkominn stafrænan heim með 10“ HD snertiskjá, stafrænum mælum í mælaborði og stýri með helstu stjórntækjum.Sportstýri i-Cockpit eykur stjórn og veitir næmara viðbragð.

Með  því að spegla (Mirror Screen) snjallsímann getur þú tengt símann þinn við skjáinn í mælaborði bílsins og þannig haft aðgang að upplýsingum úr símanum á öruggan hátt í bílnum. Þú getur sem dæmi varpað Google maps og Spotify upp á skjáinn. Í bílnum er einnig þráðlaus hleðsla fyrir síma.

VÉLAR

FRELSI TIL AÐ VELJA - BENSÍN, DÍSIL EÐA TENGILTVINN

Veldu orkugjafa sem hentar þínum þörfum

Þú hefur frelsi til að velja þann orkugjafa sem hentar þínum lífstíl og þinni þörf. Peugeot  508 station er fáanlegur í bensín-, dísil- eða í tengiltvinn (PHEV) útfærslu. Bensín- og dísilvélarnar eru sparneytnar og með þeim umhverfisvænustu sem völ er á í dag.  Peugeot 508 station kemur  í tengiltvinnútgáfu með drægni á 100% hreinu rafmagni allt að 54 km, snögga rafhleðslu og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu.

Peugeot 508 station skipting

Ný 8 þrepa sjálfskipting

Peugeot  508 station er með nýstárlegri og skilvirkri EAT8 (Efficient Automatic Transmission 8-Speed) þrepa sjálfskiptingu. Þessi nýja kynslóð sjálfskiptinga er í boði með 1.2L PureTech130 hestafla bensínvél og 1,6L PureTech 180 hestafla bensínvélunum, auk 1,5L BlueHDi 130 hestafla og 2.0L BlueHDi 180 hestafla dísilvélum. 8 þrepa (EAT8) sjálfskiptingin: 

 • Er með"Quick shift" tækni: til að gera skiptingar fljótlegri og mýkri. 
 • Er með Sport stillingu fyrir enn meiri næmni og svörun.
 • Skilar allt að 7% minni eyðslu en eldri kynslóðin sem var 6 þrepa sjálfskipting.
Peugeot 508 station PureTech vél

PureTech bensínvélin

Þriggja strokka PureTech bensínvélarnar í Peugeot 508 station hafa aukna sparneytni vegna minni þyngdar þeirra og umfangs. Þær veita einstaka aksturseiginleika og afkastagetu án þess að skerða áreiðanleika og styrkleika.  PureTech 1,2L bensín vélin er130 hestöfl . Þessi vél hefur verið  valinn "Vél ársins" þrjú ár í röð. PureTech bensínvélin er fáanleg með nýju 8 þrepa sjálfskiptingunni.

Peugeot 508 station disil vél

BlueHDi dísilvélin

BlueHDi dísilvélarnar sameina afkastagetu og lága CO2 losun. Með BlueHDi vélunum er hægt að lækka eldsneytisnotkun og takmarka  CO2 losun niður ásamt að minnka NOx (köfnunarefnisoxíð) um allt að 90% og fjarlægja 99,9% af fínu sótögnunum með SCR (Selective Catalytic Reduction) tækni með DPF (sótagnafílterum). 

Peugeot 508 station PHEV vél

Tengiltvinntækni (PHEV)

Peugeot  508 station PHEV fæst HYBRID framdrifsútgáfu

 • HYBRID aflrásin með framdrifi skilar samanlagt 225 hestöflum með 180 hestafla bensínvél og 50 hestafla rafvél

Fáðu aðstoð hjá söluráðgjafa Peugeot sem aðstoðar þig við að finna þann orkugjafa sem hentar þínum þörfum. 

Upplýsingar um eldsneytisnotkun og CO2 losun sem nefndar eru samræmast WLTP prófunaraðferðinni á grundvelli þess sem nýtt ökutæki er prófað og gerðarviðurkennt frá 1. september 2018. WLTP-prófunaraðferðin kemur í stað evrópskrar prófunaraðferðar (NEDC) sem áður var prófað eftir. Vegna raunsærri prófunarskilyrða í WLTP - prófuninni er eldsneytisnotkun og CO2 losun í mörgum tilfellum hærri í samanburði við uppgefnar tölur sem mældar voru skv.NEDC prófun. Tölur um eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun geta verið mismunandi eftir raunverulegum notkunarskilyrðum og mismunandi þáttum eins og t.d: aukabúnaði,hjólbörðum, útihitastigi, aksturslagi. Vinsamlegast hafðu samband við söluaðila til að fá frekari upplýsingar. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um WLTP .

TÆKNI

FULLKOMIN ÖRYGGIS- OG AÐSTOÐARTÆKNI

Peugeot 508 station er nýjustu kynslóð aksturstækni til að tryggja öryggi allra farþega. Kerfið hjálpar þér að skynja umhverfið og sjá fyrir þær hættur sem kunna að birtast. Með Drive Assist Plus pakkanum ertu með aðstoðarbílstjóra sem greinir hættur og lætur vita.Innbyggð myndavél á stuðara og í framrúðu hjálpar þér að aðlaga hraðann eftir umferðaþunga og passar upp á að halda góðu bili á milli bíla. Einnig hjálpar veglínuskynjarinn þér og réttir bílinn af ef hann er að fara yfir á rangan vegarhelming.

i

Næturmyndavél

Næturmyndavél er staðsett í framenda bílsins og notast er við  "Night Vision" eða nætursjónartækni til  að vara ökumann við hreyfingum í myrkrinu. Þetta eykur til muna öryggi manna og dýra sem eru á ferð eftir myrkur. Með þessari tækni eykst öryggi þitt og vegfarenda til muna í Peugeot 508 station.

i

Aðstoðarökumaður

Með  Drive Assist Plus pakkanum ertu með aðstoðarbílstjóra.Innbyggð myndavél á stuðara og í framrúðu hjálpar þér að aðlaga hraðann eftir umferðaþunga og passar upp á að halda góðu bili á milli bíla. Einnig hjálpar veglínuskynjarinn þér  og réttir bílinn af ef hann er að fara yfir á rangan vegarhelming.

Peugeot 508 aðstoðar ökumaður

Öryggi

Með Safety Pack  Peugeot ertu öruggari í akstinum. Kerfið grípur inní og virkar eins og aðstoðar ökumaður.Tæknin er með snjallhemlunarkerfi, veglínuskynjari, aðlögunarhæfan hraðastilli og akstursstuðning. Í Safety Plus pakkanum er háþróaðaður öryggisbúnaður með blindpunktsviðvörun, ökumannsvöktun - ef þreyta gerir vart við sig í löngum akstri. Sjálfvirk lækkun á aðalljósum (High Beam Assist) og Expanded Traffic Sign Recognition til að halda þér einu skrefi undan hættum sem kunna að birtast á veginum.

i

Bílastæðaaðstoð

Bílastæðaaðstoðin í Peugeot 508 station notar skynjara til að meta stærð bílastæðis og auðveldar þér þannig að leggja í stæði. Bílastæðaaðstoðin stjórnar stýrinu og gefur bæði frá sér hljóð og myndmerki við inngjöf, gírskiptingu eða þegar kúplingu er sleppt. Ökumaður getur hvenær sem er tekið fulla stjórn á ökutækinu.

Næturmyndavél
Aðstoðarökumaður
Öryggi
Bílastæðaaðstoð

SJÁÐU BETUR Í MYRKRINU

/image/09/4/new-508-first-sw-icockpit-night-vision.486094.jpg

Næturmyndavél er staðsett í framenda bílsins og notast er við  "Night Vision" eða nætursjónartækni til  að vara ökumann við hreyfingum í myrkrinu. Þetta eykur til muna öryggi manna og dýra sem eru á ferð eftir myrkur. Með þessari tækni eykst öryggi þitt og vegfarenda til muna í nýjum PEUGEOT 508 station.

*Aukabúnaður 

NÓG PLÁSS FYRIR ÞAÐ SEM ÞÚ ELSKAR MEST

/image/09/7/peugeot-508sw-2202styp-202.412287.43.486097.jpg

Njóttu þess að vera með nóg pláss fyrir þá sem þú elskar mest. Farangursrýmið býður uppá frábærlega rúmgott skott og framúrskarandi aðgengi. Peugeot 508 station er frábær fjölskyldubíll!

VEGURINN ER ÞINN

/image/09/3/all-new-508-sw-rear-view.486093.jpg

Þú hefur frelsi til að velja þann orkugjafa sem hentar þínum lífstíl og þinni þörf. Peugeot  508 station er fáanlegur í bensín-, dísil- eða í tengiltvinn (PHEV) útfærslu. Bensín- og dísilvélarnar eru sparneytnar og með þeim umhverfisvænustu sem völ er á í dag.  Peugeot 508 station kemur  í tengiltvinnútgáfu með drægni á 100% hreinu rafmagni allt að 54 km, snögga rafhleðslu og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu.

MYPEUGEOT® APP

HAFÐU YFIRSÝN OG STJÓRNAÐU Í MYPEUGEOT APPINU

Mypeugeot appið

Vertu með yfirsýn með MyPeugeot® appinu. Í MyPeugeot appinu er hægt að skoða eftirfarandi upplýsingar þegar þér hentar:

 • Stöðu kílómetramælis
 • Stöðu á þjónustu
 • Margvíslegar tilkynningar um stöðu á bílnum
 • Rauntímastaðsetning bílsins á korti
 • Lengd ferðar, sjá upphaf- og lokastað ásamt upphafs- og lokatíma.
 • Upplýsingar um eldsneytisnotkun hefur verið á síðustu ferðum
 • Fengið upplýsingar um hvað viðvörunarljós í mælaborðinu þýða

Þú getur einnig stjórnað tilteknum aðgerðum beint í gegnum appið:

 • Pantað tíma á þjónustuverkstæði Peugeot á Íslandi

MYNDIR

KYNNTU ÞÉR