


EINSTÖK HÖNNUN
Ökumannsrými Peugeot 308 er nútímalegt og hannað með notagildi í huga. Þú sest inn í fullkominn stafrænan heim með 9,7“ HD snertiskjá, stafrænum mælum í mælaborði og stýri með helstu stjórntækjum. Við hönnun i-Cockpit var notagildi og þægindi fyrir ökumann haft að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og skjáir eru í sjónlínu ökumanns. Sportstýri i-Cockpit eykur stjórn og veitir næmara viðbragð.
Nettari yfirbygging gerir nýjan Peugeot 308 léttari en fyrri útgáfa. Hann er 47 mm lægri á hæð, 23 mm styttri á lengd og 10 mm mjórri. Lasersuður á samskeitum hjálpar svo enn frekar til við að minnka þyngd bílsins. Að lokum fara 70 kg af þyngd hans þökk sé nýja EMP2 undirvagninum.
Peugeot 308 er með Apple CarPlay og Android Auto sem gerir þér kleift að varpa skjánum á símanum þínum upp á skjá bílsins. Þú getur sem dæmi varpað google maps á skjáinn.
Innanrýmið í Peugeot 308 er einstaklega hljóðlátt og sætin eru sérstaklega þægileg svo þreyta gerir síður vart við sig í langferðum.
Peugeot 308 er frábærlega lipur og ótrúlega þýður í akstri. Hann hefur mjög dínamíska eiginleika og hljóðeinangrun bílsins er einstaklega vel heppnuð.