


STÍLHREIN YTRI HÖNNUN
Peugeot 308 station hefur kröftugan, nútímalegan og fágaðan stíl. Rennilegar línurnar gefa honum sportlegt og tignarlegt útlit. Stórir gluggarnir undirstrika gæði hans og gefur einstakt útsýni fyrir alla farþega.
Við fyrstu keyrslu finnur þú að mikil áhersla hefur verið lögð á að skapa góð akstursþægindi í Peugeot 308 station. Fjöðrunin er algjörlega frábær og svörunin er lipur. Innanrýmið er hljóðlátt og sætin eru sérstaklega þægileg svo þreyta gerir síður vart við sig þótt lagt sé í langferðir.
Nettari yfirbygging gerir nýjan Peugeot 308 léttari en fyrri útgáfa. Hann er 47 mm lægri á hæð, 23 mm styttri á lengd og 10 mm mjórri. Lasersuður á samskeitum hjálpar svo enn frekar til við að minnka þyngd bílsins. Að lokum fara 70 kg af þyngd hans þökk sé nýja EMP2 undirvagninum.
Peugeot 308 station er með Apple CarPlay og Android Auto sem gerir þér kleift að varpa skjánum á símanum þínum upp á skjá bílsins. Þú getur sem dæmi varpað google maps á skjáinn.
Peugeot 308 er frábærlega lipur og ótrúlega þýður í akstri. Hann hefur mjög dínamíska eiginleika og hljóðeinangrun bílsins er einstaklega vel heppnuð. Peugeot 308 station með stærsta skottið í sínum flokki, allt að 660 lítrar.