Peugeot_SUV_5_abyrgd
Peugeot_SUV_5_abyrgd

Þú ferð lengra með Peugeot SUV

SUV lína Peugeot sameinar gæði og glæsileika. Sterk hönnun þeirra einkennist af hárri veghæð, lágri CO2 losun og straumlínulagaðri hönnun.  Black Diamond svartmálað þakið og ljósabúnaður bílsins sem líkir eftir klóm kattarins setja sterkan svip á bílinn. Nú eru allir nýir Peugeot SUV með fimm ára ábyrgð sem segir allt um einstök gæði Peugeot.

Góður fyrir umhverfið

Áhersla er lögð á skilvirka tækni, PureTech bensín og BlueHDi dísilvélarnar í Peugeot SUV línunni bjóða upp á mjög lága CO2 losun. Við ættum að kanna heiminn, en einnig að virða hann með umhverfisvænni tækni. Hinn nýji EMP2 undirvagn hefur verið hannaður með PureTech og BlueHDi vélunum, með 8 þrepa (EAT8) sjálfskiptingunni til að gera nýja Peugeot 2008, 3008 & 5008 eina af hagkvæmustu SUV bílunum, hver í sínum flokki.

Peugeot SUV línan eru þekkt fyrir öfluga eiginleika og tækni sem býður upp á ótrúleg þægindi. Peugeot i-Cockpit®, ökumannsrýmið sem samanstendur af litlu stýri (rally stýri), hærri stöðu á mælaborðs- og snertiskjá sem tryggir betri sjónlínu ökumanns á mæla. Sætis- og mælastaðan eykur þægilegan og öryggan akstur í takt við framúrskarandi akstureiginleika. Há akstursstaða býður upp á betri yfirsýn og þægindi.  Öryggi farþeganna er tryggt með fimm stjörnu öryggi frá Euro NCAP.

Peugeot 2008

Peugeot.2008.SUV

Gæði og glæsileiki Peugeot 2008 SUV heilla þig strax. Draumabíll þeirra sem vilja sparneytinn, snaggaralegan bíl með mikla veghæð og háa sætisstöðu. Peugeot 2008 er framdrifinn, duglegur í allskyns færi og með stórt farangursrými, 16,5 cm veghæð og innstigið er þægilegt, þú situr hærra. PureTech vélarnar eru þekktar fyrir sparneytni og fáanlegar bæði með beinskiptingu eða nýrri 6 gíra sjálfskiptingu. PureTech vélin hefur hlotið hinn eftirsótta titil Vél ársins (Engine of the Year) þrjú ár í röð. Komdu og keyrðu Peugeot 2008!

Peugeot 3008 hetja ferðalagsins

Peugeot_3008_abyrgd

Nýr Peugeot 3008 SUV er margverðlaunaður og m.a var hann valinn bíll ársins á Íslandi. Það er til marks um einstaklega vel heppnaða hönnun og framúrskarandi gæði. Peugeot 3008 er hár frá götu, 22 cm undir lægsta punkt og framdrifið er fáanlegt með öflugri Grip Control spólvörn með 5 stillingum, m.a stillingu fyrir snjó, sand og lausa möl. Komdu og keyrðu Peugeot 3008!

Peugeot 5008 fer með þig alla leið

Peugeot_5008_abyrgd

Peugeot 5008 SUV er sjö sæta, rúmgóður bíll með fjölhæfu og notendavænu farþegarými. Peugeot 5008 SUV er stóri bróðir Peugeot 3008 SUV. Þrjú stök sæti eru í aftari sætaröð sem eru öll á sleða og með Isofix festingum, þrír barnabílstólar komast auðveldlega fyrir. Innra rýmið er ótrúlega vel skipulagt með stökum niðurfellanlegum sætum og flötu gólfi. Frábær fyrir þá sem elska að ferðast. Komdu og keyrðu Peugeot 5008!

Skoðaðu SUV línu Peugeot