Peugeot 3008 PHEV Showroom
Peugeot 3008 PHEV Showroom Mobile
3008

LANGDRÆGUR TENGILTVINN RAFBÍLL FRÁ PEUGEOT

NÝR KRÖFTUGUR FRAMENDI OG NÝ KYNSLÓÐ AF I-COCKPIT INNRA RÝMI

Langdrægur Peugeot 3008 PHEV tengiltvinn rafbíll með nýjum, stórglæsilegum framenda þar sem nýtt grill, LED framljós með háuljósaaðstoð og LED afturljós leika aðalhlutverk. Peugeot 3008 PHEV er með nýjustu kynslóð af i-Cockpit innréttingu sem hefur verið uppfærð og sérhönnuð til að veita einstaka akstursupplifun í tengiltvinn rafbíl. Ríkulegur staðalbúnaður einkennir nýjan Peugeot 3008 PHEV. GPS vegaleiðsögn, bakkmyndavél með 180° víddarsýn, fjarstýrð forhitun,10" margmiðlunarskjár,  Mirror Screen speglun, ásamt nýjustu öryggistækni til að mynda sjálfvirk neyðarhemlun.  


RAFMAGN & BENSÍN, KEMST HVERT Á LAND SEM ER
Kosturinn við tengiltvinntæknina er að geta keyrt á rafmagni í öllum  daglegum akstri án þess að hafa áhyggjur af rafmagnsleysi því tengiltvinntæknin býður upp á einstaka drægni með blöndu af rafmagni og bensíni. Þú kemst hvert á land sem er í Peugeot 3008 PHEV sem er 22 cm undir lægsta punkt sem er með því hæsta sem þekkist í flokki tengiltvinn rafbíla.


50-59 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI
Framdrifinn Peugeot 3008 PHEV er með 12 kWh drifrafhlöðu og drægni hennar skv. WLTP mælingu í 100% rafmagnsstillingu er 50 km. Fjórhjóladrifinn Peugeot 3008 PHEV er með 13,2 kWh drifrafhlöðu og drægni hennar skv. WLTP mælingu í 100% rafmagnsstillingu er 59 km. Drægni sem hentar einstaklega vel í allan daglegan akstur þar sem meðalakstur Íslendinga er 40 km á dag.


 FRAM EÐA FJÓRHJÓLADRIFINN, KRAFTMIKILL 225-300 HESTÖFL
Peugeot 3008 PHEV er sparneytinn 225 til 300 hestafla tengiltvinn rafbíll sem fæst fram- eða fjórhjóladrifinn með einstakri 8 gíra sjálfskiptingu.


MIKIL VEGHÆÐ, HÁ SÆTISSTAÐA OG NÚTÍMALEGT INNRA RÝMI
Glænýr Peugeot 3008 PHEV er með mikla veghæð og  háa sætisstöðu svo það er einstaklega þægilegt að ganga um hann. Innra rýmið er fullkomið; nútímalegt og notendavænt þar sem nýjasta kynslóð af i-Cockpit innréttingu sem hefur verið sérhönnuð fyrir tengiltvinn rafbíl. Notagildi og  þægindi fyrir ökumann eru höfð að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og skjáir eru í sjónlínu ökumanns.


FJARSTÝRÐ FORHITUN TRYGGIR ALLTAF HEITAN BÍL
Peugeot 3008 PHEV er með fjarstýrðri forhitun sem tryggir að bíllinn er heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyPeugeot® appinu ásamt því að tímastilla forhitun.


EINFÖLD OG HRÖÐ HLEÐSLA
Hægt er að fullhlaða heima eða í vinnu á innan við 2 tímum með 7,4 kW hleðslustöð. Einfalt er að hafa yfirsýn yfir hleðslu bílsins með MyPeugeot Appinu.


 7 ÁRA VÍÐTÆK ÁBYRGÐ Á BÍL OG 8 ÁR Á DRIFRAFHLÖÐU
Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og sérstakri 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðenda hvað varðar þjónustuskoðanir.


KYNNTU ÞÉR PEUGEOT 3008 PHEV

Kynntu þér allt um  Peugeot 3008 tengiltvinn rafbíl hér á vefnum. Í Vefsýningarsal er að finna alla lausa bíla á lager og í pöntun. Þegar þú finnur draumabílinn, sendir þú fyrirspurn og söluráðgjafi svarar um hæl. Einn af mörgum kostum forpöntunar er að þú getur sett þinn draumabíl saman með aðstoð söluráðgjafa Peugeot.


Einfaldaðu bílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum og hagstæða fjármögnun.

LÁTTU GÆÐIN HEILLA ÞIG OG VERNDAÐU UMHVERFIÐ Í LEIÐINNI

ÁVINNINGUR TENGILTVINN RAFBÍLS

ÓTRÚLEG DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI, SPARNEYTNI OG KRAFTUR

/image/98/5/psa-new-3008-hybrid-1-1280x512.713985.jpg

KRAFTMIKILL, FRAM- EÐA FJÓRHJÓLADRIFINN PEUGEOT 3008 PHEV, FRÁ 5,9 SEKÚNDUM Í HUNDRAÐ,  ALLT AР59 KM. DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI

Engar málamiðlanir. Vistvænt tækniundur. 

  • Fáanlegur fram- eða fjórhjóladrifinn
  • Allt að 59 km drægni á 100% hreinu rafmagni
  • 225 til 300 hestöfl og 320 Nm. togkraftur
  • Einstök hröðun, frá 5,9 sek. í 100 km.
  • Hljóðlátur, sparneytinn og vistvænn

SPARNEYTINN, LÁG CO2   LOSUN, 7 TIL 8 ÁRA ÁBYRGÐ OG LÆKKAÐUR VIRÐISAUKASKATTUR 

Verndaðu umhverfið og lækkaðu rekstrarkostnaðinn án málamiðlana. Peugeot 3008 PHEV er á einstaklega hagstæðu verði því hann er með svo lága CO2  losun að stjórnvöld fella niður hluta virðisaukaskattsins við kaup. Nánar um verð og ívilnanir á brimborg.is - smelltu hér.

  • Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri skv. WLTP mælingu frá aðeins 1,6 l per 100 km.
  • 50-59 km drægni á 100% hreinu rafmagni skv. WLTP mælingu
  • Engin losun á CO2 á 100% hreinu rafmagni og meðallosun frá aðeins 33  gr. per km. skv. WLTP mælingu
  • 7 ára víðtæk ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu eða að 160.000 km fyrir 70% af hleðslurýmd

EINFALDUR Í HLEÐSLU OG ALLRI UMGENGNI

Nýttu þér einfalda tækni Peugeot til að stíga skrefið inn í rafmagnaða framtíð

  • Einföld og hröð hleðsla heima og í vinnu 
  • Hægt að fullhlaða á innan við aðeins 2 tímum með 7,4 kW hleðslustöð
  • Akstursupplýsingar í rauntíma í mælaborði og á nýjum, sérhönnuðum 10" snertiskjá fyrir tengiltvinn rafbíl
  • Hafðu yfirsýn og fjarstýrðu með MyPeugeot Appinu 

Hikaðu ekki við að spyrja söluráðgjafa Peugeot um allt sem viðkemur raf- og tengiltvinn rafbílum, fáðu tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf við uppsetningu. 

NÝ HÖNNUN

MARGVERÐLAUNUÐ, NÚTÍMALEG OG NOTENDAVÆN HÖNNUN

/image/98/6/psa-new-3008-hybrid-3-1280x512.713986.jpg

LÁTTU HEILLAST AF GLÆSILEGRI HÖNNUN, MIKILLI VEGHÆÐ OG HÁRRI SÆTISSTÖÐU


Láttu heillast af hönnun á Peugeot 3008 tengiltvinn rafbíl sem er nú með  nýjum, stórglæsilegum framenda þar sem grill, LED framljós með háuljósaaðstoð og LED afturljós setja sterkan svip á bílinn. Peugeot 3008 PHEV er með mikla veghæð, 22 cm undir lægsta punkt sem er með því hæsta sem þekkist í tengiltvinn rafbílum og háa sætisstöðu svo það er einstaklega þægilegt að ganga um hann. Innra rýmið er fullkomið; nútímalegt og notendavænt þar sem nýjasta kynslóð af i-Cockpit innréttingu sérhönnuð fyrir tengiltvinn rafbíl leikur lykilhlutverk. Notagildi og þægindi fyrir ökumann eru höfð að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og skjáir eru í sjónlínu ökumanns. 

/image/98/7/psa-new-3008-hybrid-8-428x321.713987.jpg

HYBRID OG HYBRID 4

Peugeot 3008 PHEV tengiltvinn rafbílar eru með með HYBRID (FWD) OG HYBRID4 (AWD) merkingum sem eru mjög sýnileg í umferðinni og staðfesta að þú gerir vel við umhverfið. Efst í framrúðunni er ljós sem er sýnilegt utan frá og gefur þannig til kynna að þú akir um á 100% hreinu rafmagni.

/image/98/3/peugeot-3008phev-2009styp-052.713983.jpg

MIKIL VEGHÆÐ OG HÁ SÆTISSTAÐA 

Mikil veghæð, há sætisstaða og hábyggt jeppalagið ásamt 19" San Francisco Diamond-cut álfelgunum, brettaköntum og sílsavörn gera Peugeot 3008 PHEV einstaklega hentugan fyrir íslenskar aðstæður. 

/image/96/6/peugeot-3008phev-2009styp-043.713966.jpg

EINSTÖK ALCANTARA®  SÆTI

Peugeot 3008 PHEV tengiltvinn rafbíll er fáanlegUR með einstöku Alcantara áklæði í GT útfærslu sem gefur bílnum einstaka lúxusásýnd. 

/image/98/8/psa-new-3008-hybrid-10-428x321.713988.jpg

NÝ KYNSLÓÐ AF I-COCKPIT INNRÉTTINGU SÉRHÖNNUÐ FYRIR TENGILTVINN RAFBÍLA 

Glænýr Peugeot 3008 PHEV er með nýjustu kynslóð af i-Cockpit innréttingu sem hefur verið uppfærð og sérhönnuð til að  veita einstaka akstursupplifun í tengiltvinn rafbíl. 10" snertiskjár , mælar og stjórntæki eru í sjónlínu ökumanns og gera Peugeot 3008 PHEV einstaklega nútímalegan og notendavænan að innan.

/image/96/8/peugeot-3008phev-2009styp-053.713968.jpg

MARGVÍSLEGAR UPPLÝSINGAR Í MÆLABORÐI INNAN SJÓNLÍNU ÖKUMANNS

  • Mismunandi akstursstillingar: ELECTRIC, SPORT, HYBRID, 4WD
  • Staða á drægni
  • Staða á rafhlöðu
  • Staða eldsneytismælis
  • Aflmælirinn gefur til kynna stig orkunotkunar og eða endurheimt orku; (ECO, POWER, CHARGE) og ef bensínvél er í gangi

/image/98/9/psa-new-3008-hybrid-9-428x321.713989.jpg

NÝR 10" HD SNERTISKJÁR  VEITIR ÞÉR HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

  • Staða og drægni og staðsetning hleðslustöðva í gegnum GPS
  • Virkni tengiltvinnkerfisins
  • Tölur um rafmagns- og eldsneytisnotkun 
  • Hleðslustillingar
  • Virkjun á e-Save  til að spara rafmagn til síðari nota
  • Virkjun á forhitun í bíl svo að hann verði heitur og þægilegur þegar þú leggur af stað

VÉL OG DRIF

RAFMÖGNUÐ TENGILTVINN (PHEV) TÆKNI

/image/97/0/peugeot-hybrid-2018-011-fr.713970.jpg

KRAFTMIKIL PHEV TENGILTVINNAFLRÁS  MEÐ FRAM- EÐA FJÓRHJÓLADRIFI

Peugeot 3008 PHEV fæst bæði framdrifinn og fjórhjóladrifinn

  • Fjórhjóladrifinn Peugeot 3008 PHEV tengiltvinnaflrás skilar 300 hestöflum með 200 hestafla bensínvél og tveimur rafvélum sem hvor fyrir sig skilar 110 hestöflum.
  • Framdrifinn Peugeot 3008 PHEV tengiltvinnaflrás skilar samanlagt 225 hestöflum með 180 hestafla bensínvél og 50 hestafla rafvél.

Peugeot 3008 PHEV er með 1.200 -1250 kg dráttargetu.

/image/97/1/peugeot-3008phev-hy4-2018-017-fr.713971.jpg

MIKIL DRÆGNI OG KRAFTUR Á 100% HREINU RAFMAGNI

Stærð drifrafhlöðunnar er 13,2 kWh og drægni hennar í 100% rafmagnsstillingu er 59 km í fjórhjóladrifsútgáfunni (HYBRID4) og 50 km í framdrifsútgáfunni (HYBRID).

Drifafhlaðan er staðsett undir aftursætinu og hefur því ekki áhrif á farþega- eða skottrými, né á veghæð bílsins sem er með því hæsta sem þekkist í flokki tengiltvinn rafbíla, 22 cm.

Drifafhlaðan er með 8 ára ábyrgð eða 160.000 km (að 70% hleðslurýmd). 

Aðgerðin „e-SAVE“ gerir ökumanni kleift að spara rafmagn til síðari nota.

DRÆGNI OG ÁHRIFAÞÆTTIR

50-59 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI

Stærð drifhlöðunnar í framdrifnum Peugeot 3008 PHEV er 12 kWh og 13,2 kWh í fjórhjóladrifnum 3008 PHEV. Drægni hennar skv. WLTP mælingu í 100% rafmagnsstillingu er 50- 59 km (50 km í FWD)  sem hentar einstaklega vel í allan daglegan akstur þar sem meðalakstur Íslendinga er 40 km á dag. Hér fyrir neðan eru helstu þættir sem hafa áhrif á drægni. 

/image/97/2/vitesse.713972.png

HRAÐI


Hraði hefur áhrif á drægni. Orkunotkun er minni á lægri hraða og Peugeot 3008 PHEV er því einstaklega hentugur í  allan daglegan bæjarakstur.  

/image/97/3/style-de-conduite.713973.png

AKSTURSLAG OG AKSTURSSKILYRÐI

Aksturslag og aksturskilyrði hafa áhrif á drægni. Mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu (B stilling á skiptingu) eykur drægni og sparar orku.

/image/97/4/temp-ratures.713974.png

ÚTIHITASTIG, MIÐSTÖÐ OG LOFTKÆLING

Útihitastig, notkun á miðstöð og loftkælingu eru allt þættir sem hafa áhrif á drægni. Forhitun á rafbíl er góð leið til að hámarka drægni þar sem ekki þarf að eyða rafmagni til að hita eða kæla bílinn í upphafi aksturs.

/image/97/5/1432-e79weightalert-med-ivi.713975.png

FARÞEGAR OG FARANGUR

Fjöldi farþega og farangur getur haft áhrif á drægni.

/image/97/2/vitesse.713972.png

HRAÐI


Hraði hefur áhrif á drægni. Orkunotkun er minni á lægri hraða og Peugeot 3008 PHEV er því einstaklega hentugur í  allan daglegan bæjarakstur.  

/image/97/3/style-de-conduite.713973.png

AKSTURSLAG OG AKSTURSSKILYRÐI

Aksturslag og aksturskilyrði hafa áhrif á drægni. Mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu (B stilling á skiptingu) eykur drægni og sparar orku.

/image/97/4/temp-ratures.713974.png

ÚTIHITASTIG, MIÐSTÖÐ OG LOFTKÆLING

Útihitastig, notkun á miðstöð og loftkælingu eru allt þættir sem hafa áhrif á drægni. Forhitun á rafbíl er góð leið til að hámarka drægni þar sem ekki þarf að eyða rafmagni til að hita eða kæla bílinn í upphafi aksturs.

/image/97/5/1432-e79weightalert-med-ivi.713975.png

FARÞEGAR OG FARANGUR

Fjöldi farþega og farangur getur haft áhrif á drægni.

HLEÐSLA Á DRIFRAFHLÖÐU

HRÖÐ OG EINFÖLD

Hér fyrir neðan eru helstu upplýsingar um hleðslutíma á drifrafhlöðunni og hvernig Peugeot hefur hannað bílinn til að hann sé eins einfaldur í hleðslu og kostur er. Söluráðgjafar Peugeot veita alla ráðgjöf um hleðslu og uppsetningu hleðslustöðva. Hleðslutími getur verið breytilegur af margvíslegum ástæðum t.d. eftir því hvernig tengillinn er, eftir því hversu öflug hleðslustöð er notuð og hversu öflug hleðslustýring bílsins er. Einnig hefur hitastig rafhlöðu og útihitastig ásamt álagi hleðslustöðvarinnar áhrif. Sérfræðingar mæla með hleðslu, raf- og tengiltvinn rafbíla með heimahleðslustöðvum. Venjulegir heimilistenglar eru ekki ætlaðir til langtímahleðslu. 

/image/97/6/peugeot-3008phev-2009rc-003.713976.jpg

ÖFLUG HLEÐSLUSTÖÐ HEIMA EÐA Í VINNU 

Hleðslutími Peugeot 3008 PHEV er eftirfarandi:

  • 7:00 klst. með venjulegum heimilistengli (8A, 220V) 
  • 4:00 klst. með iðnaðartengli (14A, 220V) 
  • 3:45 klst. með 3,7 kW hleðslustöð á heimili eða vinnustað
  • 1:45 klst. með innbyggðri 7,4 kW hleðslustýringu í bíl og 7,4 kW hleðslustöð á heimili eða vinnustað
/image/99/0/psa-new-3008-hybrid-4-640x480.713990.jpg

HLEÐSLA Á ALMENNUM HLEÐSLUSTÖÐVUM

Hvort sem þú ert í vinnu eða á ferðinni þá eru ýmsir kostir í boði varðandi hleðslu. Kynntu þér hleðslustöðvar á Íslandi hjá mismunandi dreifingaraðilum. Kynntu þér almennar hleðslustöðvar á Íslandi hér.

AKSTURSSTILLINGAR

/image/99/1/psa-new-3008-hybrid-7-575x354.713991.jpg

PEUGEOT 3008 PHEV ER MEÐ FJÓRUM AKSTURSSTILLINGUM

  • Electric: Engin CO2 losun og hámarkshraði á 100% hreinu rafmagni er allt að 135 km/klst.
  • Hybrid: Hámarkar hagkvæmni milli bensínvélar og rafvéla
  • Sport: Notar allt afl brunahreyfils og rafmagnsvélar til að skila hámarksafköstum
  • AWD: Tryggir drif á öllum hjólum og hámarksafköst  að teknu tilliti til hleðslu rafhlöðunnar
/image/99/2/psa-new-3008-hybrid-11-575x354.713992.jpg

HLEÐSLA Í AKSTRI

ÞÚ HLEÐUR RAFHLÖÐUNA UM LEIÐ OG ÞÚ STÍGUR Á HEMLANA EÐA SLÆRÐ AF GJÖFINNI

Tengiltvinnkerfið gerir það mögulegt að endurheimta stöðuorku sem verður tiltæk við hemlun eða þegar þú slærð af gjöfinni. Þá hleður bíllinn rafhlöðuna og nýtir þannig orku sem ella hefði farið til spillis og eykur þannig drægni bílsins á hreinu rafmagni.

FJARSTÝRÐ VIRKNI

STILLTU FORHITUN EÐA TÍMASETTU HLEÐSLU Í SÍMANUM

Nýr.Peugeot 3008 PHEV.App

Peugeot 3008 PHEV er með fjarstýrðri virkni (e-remote) í MyPeugeot appinu.

Þú getur á einfaldan hátt; 

  • Virkjað, stöðvað eða tímasett hleðslu með fjarstýrðri virkni.
  • Þú getur tímastillt forhitun á bílnum með fjarstýrðri virkni þannig að hann sé heitur þegar þú leggur af stað. Forhitun hefur ekki áhrif á hleðslutíma en amk 20% af hleðslu þarf að vera á bílnum til að forhitun virkist.

LEIÐBEININGAR TIL AÐ VIRKJA FJARSTÝRÐA VIRKNI Í 3008 PHEV

Hér fyrir neðan eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þú virkjar fjarstýrða virkni í Peugeot 3008 PHEV.
Smelltu á bláa kassann til að sækja leiðbeiningar á PDF formi.
Sérfræðingar Peugeot aðstoða þig við að setja upp fjarstýrða virkni ef þú þarft aðstoð. 

MYPEUGEOT® APPIÐ

HAFÐU YFIRSÝN OG FJARSTÝRÐU Í MYPEUGEOT APPINU

Nýr Peugeot PHEV App

HAFÐU YFIRSÝN YFIR HLEÐSLUSTÖÐU BÍLSINS

Með MyPeugeot® appinu sérðu stöðu á hleðslu í rauntíma ásamt því að geta skoðað tölfræði á rafnotkun síðustu ferða. Þú getur einnig séð tillögur um hvernig þú getur hagað akstrinum á sem hagkvæmastan hátt, athugað hvort bíllinn er rétt tengdur í rafmagn og hvort þú ert á hraðri eða stöðugri hleðslu.

NOTAÐU FJARSTÝRÐA VIRKNI VIÐ HLEÐSLUNA 

Þegar Peugeot 3008 PHEV er tengdur við hleðslustöð þá getur þú virkjað, tímasett eða stöðvað hleðsluna í símanum þínum í gegnum MyPeugeot appið. Þú sérð einnig hleðsluhraðann og hversu langt er í að bíllinn verði fullhlaðinn. Ef rof verður á hleðslunni færðu tilkynningu í MyPeugeot appið. Þú færð einnig tilkynningu þegar bíllinn er fullhlaðinn

STILLTU FORHITUN MEÐ MYPEUGEOT APPINU 

Stilltu forhitarann með fjarstýrðri virkni í MyPeugeot appinu þannig að bíllinn verður 21°heitur þegar þú þarft að nota hann. Þú getur einnig stillt bíllinn þannig að hann verði ekki of heitur á góðum sumardegi þegar þú leggur af stað. Þú getur á auðveldan máta breytt tímasetningunni dag frá degi.Tengiltvinn rafbíllinn þarf að vera með 20% hleðslu til að þú getir stillt forhitarann með fjarstýrðri virkni í MyPeugeot appinu. Ef rafbíllinn er í hleðslu hefur forhitun ekki áhrif á hleðsluna.

SÆKTU MYPEUGEOT® APPIÐ Í SÍMANN ÞINN

ÍTAREFNI UM RAF- OG TENGILTVINN RAFBÍLA HJÁ BRIMBORG

Brimborg hefur tekið saman ítarlegt efni um um algengar spurningar er viðkemur raf- og tengiltvinn rafbílum. Smelltu á bláu kassana hér fyrir neðan fyrir nánari upplýsingar. 

MYNDIR

KYNNTU ÞÉR AÐRA PEUGEOT BÍLA