340 KM DRÆGNI Á 100% RAFMAGNI
Peugeot e-208 100% hreinn rafbíll er með 50 kWh drifrafhlöðu og
varmadælu sem endirnýtir orku fyrir miðstöðina og því er drægni bílsins skv. WLTP
mælingu framúrskarandi eða 340 km.
30 MÍNÚTUR Í 80% DRÆGNI Í 100 KW HRAÐHLEÐSLUSTÖÐ
Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Peugeot e-208 rafbíl heima,
í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða á 7,5 klst í öflugri
heimahleðslustöð og aðeins tekur 30 mínútur að hlaða
tóma drifrafhlöðuna í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð.
FJARSTÝRÐ FORHITUN TRYGGIR ALLTAF HEITAN BÍL
Peugeot e-208 er með fjarstýrðri forhitun sem tryggir að bíll er
heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja,
stöðva og virkja hleðslu í MyPeugeot® appinu ásamt því að
tímastilla forhitarann.
VARMADÆLA EYKUR VIRKNI MIÐSTÖÐVAR OG DRÆGNI
Varmadæla er mikilvægur búnaður í rafbílum, sérstaklega á Íslandi, og hún
er staðalbúnaður í Peugeot e-208. Hún endurnýtir orku úr umhverfinu fyrir bæði miðstöð og
drifrafhlöðu bílsins sem gerir það kleift að ekki þarf að nota eins mikla orku frá drifrafhlöðunni
til að hita eða kæla bílinn. Það getur munað allt að 50 km eða um15% af drægni
bílsins hvort varmadæla er í bílnum eða ekki.
FULLKOMIN ÖRYGGISTÆKNI
Peugeot e-208 100% rafbíllinn er með nýjustu aksturs- og öryggistækni sem aðstoða
ökumann við aksturinn og tryggir örugga ökuferð. Veglínuskynjun, blindpunktsaðvörun,
vegskiltalesari, aðlögunarhæfur hraðastillir, sjálfvirk neyðarhemlun (Active City Break)
og ný gerð bakkmyndavélar eru dæmi um öryggisbúnað í rafbílnum Peugeot e-208.
SNÖGG HRÖÐUN 8,1 SEK Í 100 KM/KLST
Peugeot e-208 rafbíll er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél og 260 Nm togkrafti.
Með þessu afli kemst Peugeot e-208 frá 0 upp í 100 á 8,1 sekúndu. Snögg hröðun 8,1 sek í
100 km/klst. 260 Nm togkraft sem gerir akstursupplifunina einstaka.
7 ÁRA ÁBYRGÐ Á BÍL OG 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU
Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðrækri 7 ára ábyrgð á bílnum í
heild og sérstakri 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er
aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli
framleiðenda hvað varðar þjónustuskoðanir.
Kynntu þér allt um Peugeot e-208 hér á vefnum. Í Vefsýningarsal finnur þú
Peugeot e-208 bíla á lager og í pöntun, finnur draumabílinn, sendir
fyrirspurn og færð svar um hæl. Einn af mörgum kostum forpöntunar
er að þú getur sett þinn draumabíl saman með aðstoð söluráðgjafa Peugeot.
Einfaldaðu rafbílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum,
hagstæða fjármögnun, tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf við uppsetningu.
Komdu og keyrðu Peugeot e-208 og láttu gæðin heilla þig!