Peugeot 508 PHEV punktar 7 ára ábyrgð
Peugeot 508 PHEV 7 ára ábyrgð og 8 ár
508

PEUGEOT 508 TENGILTVINNBÍLL FRÁ PEUGEOT

54 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI
Þú kemst hvert á land sem er án þess að hafa áhyggjur af rafmagnsleysi því tengiltvinntæknin býður upp á einstaka drægni með blöndu af rafmagni og bensíni. Drægni Peugeot 508 PHEV er skv. WLTP mælingu í 100% rafmagnsstillingu er 54 km sem hentar einstaklega vel í allan daglegan akstur þar sem meðalakstur Íslendinga er 40 km á dag.


FORHITUN - ALLTAF HEITUR Á MORGNANA  
Peugeot 508 PHEV er með fjarstýrðri forhitun sem tryggir að bíll er heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyPeugeot® appinu ásamt því að tímastilla forhitarann.


FULLKOMINN STAFRÆNN HEIMUR MEÐ PEUGEOT i-COCKPIT®
Ökumannsrými Peugeot  508 PHEV er búinn næstu kynslóð af tækni; i-Cockpit® mælaborði og stjórntækjum. Við hönnun i-Cockpit var notagildi og þægindi fyrir ökumann höfð að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og
skjáir eru í sjónlínu ökumanns.


EINSTÖK ÖRYGGIS- OG AÐSTOÐARTÆKNI
Peugeot 508 PHEV er með nýjustu kynslóð af öryggis- og aksturstækni til að tryggja öllum farþegum örugga ökuferð. Í Peugeot 508 PHEV er veglínuskynjari, blindpunktsaðvörunarkerfi, vegskiltalesari, sjálfvirk neyðarhemlun (Active City Break) og fjarlægðarstillanlegur hraðastillir svo fátt eitt sé nefnt.


EINFÖLD OG HRÖÐ HLEÐSLA
Hægt er að fullhlaða heima eða í vinnu á innan við 2 tímum með 7,4 kW hleðslustöð. Einfalt er að hafa yfirsýn yfir hleðslu bílsins með MyPeugeot Appinu.


7 ÁRA VÍÐTÆK ÁBYRGÐ Á BÍL OG 8 ÁR Á DRIFRAFHLÖÐU
Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og sérstakri 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðanda hvað varðar þjónustuskoðanir.


Kynntu þér allt um Peugeot 508 PHEV hér á vefnum. Í Vefsýningarsal finnur þú Peugeot 508 PHEV bíla á lager og í pöntun, finnur draumabílinn, sendir fyrirspurn og færð svar um hæl.


Einfaldaðu tengiltvinn rafbílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum, hagstæða fjármögnun, tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf við uppsetningu.


Keyrðu Peugeot 508 PHEV og láttu gæðin heilla þig!

LÁTTU GÆÐIN HEILLA ÞIG

KOSTIR

ÓTRÚLEG DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI, SPARNEYTNI OG KRAFTUR

Peugeot 508 PHEV brimborg

225  HESTÖFL  OG ALLT AÐ 54 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI

Engar málamiðlanir. Vistvænt tækniundur. Komdu og keyrðu.

 • Allt að 54 km drægni á 100% hreinu rafmagni
 • 225 hestöfl 
 • Einstök hröðun 5,9 sek. í 100 km
 • Hljóðlátur, sparneytinn og vistvænn

SPARNEYTINN, LÁG COLOSUN,  7 TIL 8 ÁRA ÁBYRGÐ OG LÆKKAÐUR VIRÐISAUKASKATTUR

Verndaðu umhverfið og lækkaðu rekstrarkostnaðinn án málamiðlana. Peugeot 508 PHEV er á einstaklega hagstæðu verði því hann er með svo lága CO2  losun að stjórnvöld fella niður hluta virðisaukaskattsins við kaup og gildir sú ívilnun til 31.12.2023.

 • Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri skv. WLTP mælingu aðeins 1,6l pr. 100 km. skv. WLTP mælingu
 • Drægni á 100% hreinu rafmagni allt að 54 km skv. WLTP mælingu
 • Engin losun á CO2 á 100% hreinu rafmagni og meðallosun aðeins frá 28 gr. pr. km. skv. WLTP mælingu
 • 7 ára heildarábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu eða að 160.000 km fyrir 70% af hleðslurýmd

EINFALDUR Í HLEÐSLU OG ALLRI UMGENGNI

Nýttu þér einfalda tækni Peugeot til að stíga skrefið inn í rafmagnaða framtíð.

 • Einföld og hröð hleðsla heima og í vinnu 
 • Hægt að fullhlaða á innan við 2 tímum með 7,4 kW hleðslustöð
 • Akstursupplýsingar í rauntíma í mælaborði
 • Hafðu yfirsýn og stilltu forhitun í MyPeugeot appinu

Hikaðu ekki við að spyrja söluráðgjafa Peugeot um allt sem viðkemur rafmagnsbílum og hleðslu þeirra heima eða í vinnu.

NÚTÍMALEG HÖNNUN

MARGVERÐLAUNUÐ, NÚTÍMALEG OG NOTENDAVÆN HÖNNUN

Peugeot 508 PHEV akstur

LÁTTU HEILLAST AF VERÐLAUNABÍLNUM 

Láttu heillast af nútímalegri hönnun Peugeot 508 sem var kosinn Bíll ársins á Íslandi í sínum flokki.  Peugeot 508 PHEV er nútímalegur að innan sem utan. Að  utan er  það tignarlegur framendi, skarpar línur og djarft útlit sem gerir Peugeot 508 PHEV nútímalegan.  Innra rýmið er fullkomið; nútímalegt og notendavænt þar sem nýjasta kynslóð af i-Cockpit innréttingu sérhönnuð fyrir tengiltvinn rafbíl leikur lykilhlutverk. Notagildi og þægindi fyrir ökumann eru höfð að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og skjáir eru í sjónlínu ökumanns. 

Alcantara sæti

EINSTÖK ALCANTARA®  SÆTI

Peugeot 508 PHEV tengiltvinn í GT útfærslu er búinn einstöku Alcantara áklæði.

Peugeot 508 phev sýnileiki í umferð

SÝNILEGUR RAFMAGNAÐUR AKSTUR

Efst í framrúðunni er ljós sem er sýnilegt utan frá gefur þannig til kynna þegar þú ekur bílnum á 100% hreinu rafmagni.

Peugeot 508 PHEV hybrid

TENGILTVINN MERKI Á BÍL

Peugeot 508 PHEV kemur með HYBRID merkingu sem er mjög sýnileg í umferðinni og staðfestir að þú gerir vel við umhverfið.

STÖKKTU INN Í NÆSTU KYNSLÓÐ AF TÆKNI

I-COCKPIT® FYRIR RAFMAGNAÐAN AKSTUR

I-COCKPIT peugeot 508 PHeV

MARGVÍSLEGAR UPPLÝSINGAR INNAN SJÓNLÍNU ÖKUMANNS

 • Mismunandi akstursstillingar: ELECTRIC, SPORT, HYBRID, COMFORT
 • Staða á drægni
 • Staða á rafhlöðu
 • Staða eldsneytismælis
 • Aflmælirinn gefur til kynna notkun orku (ECO, POWER, CHARGE) sem og gangsetningu bensínvélarinnar.

8" HD SNERTISKJÁRINN VEITIR ÞÉR NÁKVÆMAR UPPLÝSINGAR: 

 • Staða og drægni og staðsetning hleðslustöðva
 • Virkni tvinnkerfisins
 • Tölur um rafmagns- og eldsneytisnotkun 
 • Hleðslustillingar
 • Virkjun á e-Save 

VÉLAR

RAFMÖGNUÐ TENGILTVINN (PHEV) TÆKNI

PEUGEOT 508 UNDIRVAGN

MIKIL DRÆGNI OG KRAFTUR Á 100% HREINU RAFMAGNI

Stærð drifrafhlöðunnar er 11,8 kWh og drægni hennar í 100% rafmagnsstillingu er 54 km.
Aðgerðin „e-SAVE“ gerir ökumanni kleift að spara rafmagn til síðari nota t.d. ef síðar þarf að aka á svæði sem eingöngu er ætlað fyrir rafmagnsbíla.

pEUGEOT 508 PHEV VÉL

KRAFTMIKIL PHEV TENGILTVINNAFLRÁS MEÐ 300 V LITHIUM-ION RAFHLÖÐU

 • Hágæða drifrafhlaða með 54 km drægni
 • Drifrafhlaðan er staðsett undir aftursætum og hefur ekki áhrif á rúmgildi bílsins eða rúmmálshæð yfir teppi

HLEÐSLA RAFHLÖÐU

HRÖÐ OG EINFÖLD

Hér eru helstu upplýsingar um hleðslutíma og hvernig Peugeot hefur hannað bílinn til að hann sé eins einfaldur í hleðslu og kostur er. Söluráðgjafar Peugeot veita alla ráðgjöf um hleðslu og uppsetningu hleðslustöðva. Hleðslutími getur verið breytilegur af margvíslegum ástæðum t.d. eftir því hvernig tengillinn er, eftir því hversu öflug hleðslustöð er notuð og hversu öflug hleðslustýring bílsins er. Einnig hefur hitastig rafhlöðu og útihitastig ásamt álagi hleðslustöðvarinnar áhrif. Sérfræðingar mæla með hleðslu, raf- og tengiltvinnbíla með heimahleðslustöðvum. Venjulegir heimilistenglar eru ekki ætlaðir til langtímahleðslu. 

HEIMAHLEÐSLA

Hleðslutími Peugeot 508 PHEV er eftirfarandi:

 • 7:00 klst. með venjulegum heimilistengli (8A, 220V) 
 • 4:00 klst. með iðnaðartengli (14A, 220V) 
 • 3:45 klst. með 3,7 kW hleðslustöð á heimili eða vinnustað
 • 1:45 klst. með stærri 7,4 kW hleðslustýring í bíl og 7,4 kW hleðslustöð á heimili eða vinnustað

ÖFLUGRI HLEÐSLUSTÖÐ HEIMA EÐA Í VINNU

Þú getur valið öflugri hleðslustöðvar til að auka hleðsluhraða. 

 • 3:45 klst. með 3,7 kW hleðslustöð á heimili eða vinnustað
 • 1:45 klst. með stærri 7,4 kW hleðslustýring í bíl og 7,4 kW hleðslustöð á heimili eða vinnustað

HLEÐSLA Á ALMENNUM HLEÐSLUSTÖÐVUM

Hvort sem þú ert í vinnu eða á ferðinni þá eru ýmsir kostir í boði varðandi hleðslu. Kynntu þér hleðslustöðvar á Íslandi hjá mismunandi dreifingaraðilum.

PEUGEOT 508 PHEV TENGILTVINN HLEÐSLA

Hleðsluinnstungan er staðsett á vinstra afturbretti. Hleðslukapallinn sem fylgir bílnum er geymdur í sérstöku hólfi í skotti og hefur ekki áhrif á skottrými. 

pEUGEOT 508 PHEV HLEÐSLA

Ljós við hleðsluinnstungu bílsins gefur til kynna hvort hleðsla sé í gangi eða hvort bíllinn sé fullhlaðinn. Tíminn sem þarf til að hlaða rafhlöðuna er breytilegur eftir því hvar þú hleður og hversu öflugt hleðslutækið er. Ráðgjafar Peugeot veita allar nánari upplýsingar.

DRÆGNI OG ÁHRIFAÞÆTTIR

ALLT AÐ 54 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI

Stærð drifhlöðunnar í framdrifnum Peugeot 508 PHEV er 11.8 kWh. Drægni hennar skv. WLTP mælingu í 100% rafmagnsstillingu er allt að 54 km sem hentar einstaklega vel í allan daglegan akstur þar sem meðalakstur Íslendinga er 40 km á dag. Hér fyrir neðan eru helstu þættir sem hafa áhrif á drægni. 

Peugeot 508 PHEV hraði

HRAÐI

Hraði hefur áhrif á drægni. Orkunotkun er minni á lægri hraða og Peugeot 508 PHEV er því einstaklega hentugur í  allan daglegan bæjarakstur.

Peugeot 508 PHEV aksturlag

AKSTURSLAG OG AKSTURSSKILYRÐI

Aksturslag og aksturskilyrði hafa áhrif á drægni. Mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu (B stilling á skiptingu) eykur drægni og sparar orku.

Peugeot 508 PHEV miðstöð

MIÐSTÖÐ OG LOFTKÆLING

Miðstöð og loftkæling hefur áhrif á drægni á meðan á akstri stendur. Forhitun á tengiltvinn rafbíl er góð leið til að hámarka drægni þar sem ekki þarf að eyða rafmagni til að hita eða kæla bílinn í upphafi aksturs.

Peugeot drægni farangur

FARÞEGAR OG FARANGUR

Fjöldi farþega og farangur getur haft áhrif á drægni.

Peugeot 508 PHEV hraði

HRAÐI

Hraði hefur áhrif á drægni. Orkunotkun er minni á lægri hraða og Peugeot 508 PHEV er því einstaklega hentugur í  allan daglegan bæjarakstur.

Peugeot 508 PHEV aksturlag

AKSTURSLAG OG AKSTURSSKILYRÐI

Aksturslag og aksturskilyrði hafa áhrif á drægni. Mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu (B stilling á skiptingu) eykur drægni og sparar orku.

Peugeot 508 PHEV miðstöð

MIÐSTÖÐ OG LOFTKÆLING

Miðstöð og loftkæling hefur áhrif á drægni á meðan á akstri stendur. Forhitun á tengiltvinn rafbíl er góð leið til að hámarka drægni þar sem ekki þarf að eyða rafmagni til að hita eða kæla bílinn í upphafi aksturs.

Peugeot drægni farangur

FARÞEGAR OG FARANGUR

Fjöldi farþega og farangur getur haft áhrif á drægni.

Peugeot 508 575x354

FJÓRAR AKSTURSSTILLINGAR

ÝMSAR AKSTURSSTILLINGAR

 • Electric: Engin CO2 losun og hámarkshraði á 100% hreinu rafmagni er allt að 135 km/klst.
 • Hybrid: Hámarkar hagkvæmni milli bensínvélar og rafvéla
 • Sport: Notar allt afl brunahreyfils og rafmagnsvélar til að skila hámarksafköstum
 • Comfort:  Sambland af stöðu HYBRID og þægindi rafstýrðrar fjöðrunar
Peugeot 508 PHEV

HLEÐSLA Í AKSTRI

ÞÚ HLEÐUR RAFHLÖÐUNA UM LEIÐ OG ÞÚ STÍGUR Á HEMLANA EÐA SLÆRÐ AF GJÖFINNI

Tengiltvinnkerfið gerir það mögulegt að endurheimta stöðuorku sem verður tiltæk við hemlun eða þegar þú slærð af gjöfinni. Þá hleður bíllinn rafhlöðuna og nýtir þannig orku sem ella hefði farið til spillis og eykur þannig drægni bílsins á hreinu rafmagni.

Upplýsingar um eldsneytisnotkun, koltvísýringslosun og drægni eru í samræmi við WLTP prófunaraðferðina, á grundvelli þess sem nýtt ökutæki er prófað og gerðarviðurkennt frá 1. september 2018. WLTP-prófunaraðferðin kemur í stað evrópskrar prófunaraðferðar (NEDC) sem var prófunaraðferð sem áður var notuð. Vegna raunsærri prófunarskilyrða í WLTP-prófuninni er eldsneytisnotkun og CO2 losun í mörgum tilfellum uppgefin hærri í samanburði við þau sem mæld voru undir NEDC prófun. Tölur um eldsneytisnotkunin, koltvísýringslosun og drægni geta verið mismunandi eftir raunverulegum notkunarskilyrðum og mismunandi þáttum eins og hleðslutíðni, aksturslagi, hraða, sérstökum aukabúnaði, hjólbörðum, útihitastigi og notkun á miðstöð og loftkælingu ökutækisins . Vinsamlegast hafðu samband við söluaðila til að fá frekari upplýsingar. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um WLTP.

Peugeot 508 PHEV

LÁG CO₂ LOSUN

VERNDAR UMHVERFIÐ

Tengiltvinntæknin dregur umtalsvert úr COlosun og er hún aðeins frá 28 gr/km. skv. WLTP mælingu. Þegar ekið er á 100% hreinu rafmagni er engin COlosun.

Peugeot 508 PHEV eyðslutölur

EYÐSLUTÖLUR

ÓTRÚLEGA SPARNEYTINN

Tengiltvinntæknin dregur úr eldsneytisnotkun og því er meðaleldsneytisnotkun þegar ekið er á rafmagni og bensíni aðeins 1,6 l/100 km. skv. WLTP mælingu.

Hleðsla í akstri Peugeot 508

NÝ RAFMÖGNUÐ 8 ÞREPA SJÁLFSKIPTING

ÞÆGILEG 8 ÞREPA SJÁLFSKIPTING

Sjálfskiptingin er einstaklega þægileg 8 þrepa og í tengiltvinnútgáfunni hefur hún verið rafvædd og getur tekið við hærra togi sem skapar aukna akstursánægju.

AKSTURSSTILLINGAR

Pictos/Arrows/xxxx_Chevron-M/Outline

HLEÐSLA Í AKSTRI

Pictos/Arrows/xxxx_Chevron-M/Outline

LÁG CO₂ LOSUN

Pictos/Arrows/xxxx_Chevron-M/Outline

SPARNEYTINN

Pictos/Arrows/xxxx_Chevron-M/Outline

SJÁLFSKIPTING

Pictos/Arrows/xxxx_Chevron-M/Outline

TÆKNI

FULLKOMIN ÖRYGGIS- OG AÐSTOÐARTÆKNI

Peugeot 508  PHEV kemur með nýjustu kynslóð af öryggis- og aðstoðartækni. Veglínuskynjun, snjallhemlunarbúnaður, hraðastillir, bakkmyndavél, nálægðarskynjarar að framan og aftan og ökumannsvaki eru hluti af ríkulegum búnaði í Peugeot 508 PHEV.  Ríkulegur öryggisbúnaður og aðstoðartækni gerir Peugeot 508 PHEV einstaklega öruggan fyrir þig og þína.

Peugeot 508_oryggi

NÆTURMYNDAVÉL

Fáanleg næturmyndavél er staðsett í framenda bílsins og notast er við  "Night Vision" eða nætursjónartækni til  að vara ökumann við hreyfingum í myrkrinu. Þetta eykur til muna öryggi manna og dýra sem eru á ferð eftir myrkur. Með þessari tækni eykst öryggi þitt og vegfarenda til muna í Peugeot 508 PHEV.

/image/86/8/pc02-peugeot-508-2018-322-fr.472868.jpg

HELDUR ÞÉR Á RÉTTRI BRAUT

Með  Drive Assist Plus pakkanum ertu með aðstoðarbílstjóra. Innbyggð myndavél á stuðara og í framrúðu hjálpar þér að aðlaga hraðann eftir umferðaþunga og passar upp á að halda góðu bili á milli bíla. Einnig hjálpar veglínuskynjarinn þér  og réttir bílinn af ef hann er að fara yfir á rangan vegarhelming.

/image/86/9/pc02-peugeot-508-2018-318-fr.472869.jpg

VERTU ÖRUGGLEGA SKREFI Á UNDAN

Með Safety Pack Peugeot ertu öruggari í akstrinum. Kerfið grípur inní og virkar eins og aðstoðar ökumaður. Tæknin er með snjallhemlunarkerfi, veglínuskynjara, aðlögunarhæfan hraðastilli og akstursstuðning.Í Safety Plus pakkanum er háþróaðaður öryggisbúnaður með blindpunktsviðvörun, ökumannsvöktun - ef þreyta gerir vart við sig í löngum akstri. Sjálfvirk lækkun á aðalljósum (High Beam Assist) og Expanded Traffic Sign Recognition til að halda þér einu skrefi undan hættum sem kunna að birtast á veginum.

Sjáðu betur í myrkrinu

Pictos/Arrows/xxxx_Chevron-M/Outline

Aðstoðar ökumaður

Pictos/Arrows/xxxx_Chevron-M/Outline

Öryggi

Pictos/Arrows/xxxx_Chevron-M/Outline

MYPEUGEOT APP

HAFÐU YFIRSÝN OG STJÓRNAÐU Í MYPEUGEOT APPINU

Peugeot 508 phev app

Vertu með yfirsýn með  MyPeugeot® appinu. Í MyPeugeot appinu er hægt að skoða eftirfarandi upplýsingar þegar þér hentar:

 • Hleðslustöðu rafhlöðu 
 • Stöðu eldsneytismælis
 • Fengið upplýsingar  um hvað viðvörunarljós í mælaborði þýða

Þú getur einnig stjórnað þessum aðgerðum beint í gegnum appið

 • Virkjað , stöðvað eða tímasett hleðslu
 • Þú getur stillt forhitun á bílnum þannig að hann sé heitur þegar þú leggur af stað. Forhitun hefur ekki áhrif á hleðslutíma

Þú getur einnig nálgast eftirfarandi upplýsingar með einföldum hætti

 • Stöðu kílómetramælis
 • Staða á þjónustu
 • Margvíslegar tilkynningar um stöðu á bílnum

Aukin  þjónusta

 • Pantað tíma á þjónustuverkstæði Peugeot á Íslandi | Brimborg
 • Beint samband við neyðaraðstoð Peugeot

ÍTAREFNI UM RAF- OG TENGILTVINN RAFBÍLA HJÁ BRIMBORG

Brimborg hefur tekið saman ítarlegt efni um um algengar spurningar er viðkemur raf- og tengiltvinn rafbílum. Smelltu á bláu kassana hér fyrir neðan fyrir nánari upplýsingar. 

MYNDIR

KYNNTU ÞÉR AÐRA PEUGEOT BÍLA