Peugeot 3008 7 ára ábyrgð 1280
Peugeot 3008 7 ára ábyrgð mobile

Frá 4.990.000 KR .*

MARGVERÐLAUNAÐUR PEUGEOT 3008

ÓMÓTSTÆÐILEG HÖNNUN
Margverðlaunuð hönnun Peugeot 3008 hefur hlotið einróma lof fyrir
framsækið og nútímalegt útlit sem er undirstrikað með LED fram- og
afturljósum sem setja sterkan svip á bílinn.Innra rýmið er rúmgott,
notendavænt, bjart og gætt gæðaefnum. Akstursupplifun er einstök í
Peugeot 3008, það finnst strax eins hversu frábærlega
fimur Peugeot 3008 er á veginum.

FULLKOMINN STAFRÆNN HEIMUR MEÐ PEUGEOT i-COCKPIT®
Ökumannsrými Peugeot 3008 er búinn næstu kynslóð af
tækni; i-Cockpit® mælaborði og stjórntækjum.
Við hönnun i-Cockpit var notagildi og þægindi fyrir
ökumann höfð að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og
skjáir eru í sjónlínu ökumanns.

MIKIL VEGHÆÐ OG HÁ SÆTISSTAÐA
Peugeot 3008 er með mikla veghæð, 22 cm hár undir lægsta punkt
og háa sætisstöðu svo það er einstaklega þægilegt að ganga um hann.

EINSTÖK ÖRYGGIS- OG AÐSTOÐARTÆKNI
Peugeot 3008 er með nýjustu kynslóð af öryggis- og aksturstækni
til að tryggja öllum farþegum örugga ökuferð. Í Peugeot 3008 er veglínuskynjari,
blindpunktsaðvörunarkerfi, vegskiltalesari, sjálfvirk neyðarhemlun (Active City Break) og
fjarlægðarstillanlegur hraðastillir svo fátt eitt sé nefnt.

SPARNEYTINN MEÐ 8 ÞREPA SJÁLFSKIPTINGU
Glænýr Peugeot 3008 er búinn nýjustu kynslóð sparneytinna PureTech bensín- og
BlueHdi dísilvéla. Peugeot 3008 er með nýrri 8 þrepa sjálfskiptingu sem
sparar allt að 7% af eldsneyti miðað við eldri 6 þrepa sjálfskiptingar.

7 ÁRA ÁBYRGÐ Á PEUGEOT
Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum.
Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi
ferli framleiðanda hvað varðar þjónustuskoðanir.

Kynntu þér allt um Peugeot 3008 hér á vefnum. Í Vefsýningarsal er að
finna alla lausa bíla á lager og í pöntun. Þegar þú finnur draumabílinn,
sendir þú fyrirspurn og söluráðgjafi svarar um hæl. Einn af mörgum kostum
forpöntunar er að þú getur sett þinn draumabíl saman með
aðstoð söluráðgjafa Peugeot.

Einfaldaðu bílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum, hagstæða fjármögnun.

Komdu og keyrðu Peugeot 3008 og láttu gæðin heilla þig!

LÁTTU GÆÐIN HEILLA ÞIG

ÓMÓTSTÆÐILEG HÖNNUN

NÚTÍMALEGUR SUV AÐ INNAN SEM UTAN

Peugeot 3008 hönnun

NÚTÍMALEGUR OG NOTENDAVÆNN

Láttu heillast af nútímalegri hönnun Peugeot 3008 sem hefur hlotið fádæma góðar móttökur á Íslandi. Tignarlegur framendi, skarpar línur og djarft útlit gerir Peugeot 3008 nútímalegan að utan. 

Þú sest inn í fullkomin stafrænan heim í Peugeot 3008 þar sem i-Cockpit innréttingin er í lykilhlutverki þar sem mælar og stjórntæki eru í sjónlínu ökumanns.  Þetta gerir Peugeot 3008 nútímalegan og notendavænan að innan.

Þú nýtur þess að ferðast í Peugeot 3008. Há sætisstaða og nýjasta kynslóð af tækni gera hverja ferð að ævintýri líkast, sama hversu langt þú ætlar. Peugeot 3008 er hár frá götu, 22 cm undir lægsta punkt og með dráttargetu allt að 1500 kg.

Þú fellur fyrir notagildi, þægindum og kröftugu útliti í Peugeot 3008.  Stökktu inn í nýjustu kynslóð af tækni og láttu gæðin heilla þig!

Peugeot 3008 afturljós
Peugeot 3008 akstur
Peugeot 3008 SUV öryggi

Hvert einasta smáatriði í Peugeot 3008 er úthugsað og hannað af nákvæmni. Straumlínulaga hönnunin er nútímaleg og glæsileg og hefur unnið til fjölmargra verðlauna. LED ljósabúnaður bílsins er hannaður eins og þrjár klær og á þannig að líkja eftir klóm ljónsins. Þetta setur sterkan svip á bílinn, ljónið á veginum! 

Peugeot 3008 er með 22 cm veghæð og fáanlegur með Grip Control spólvörn sem er með fimm mismunandi akstursstillingum til að takast á við mismunandi akstursaðstæður. Þú kemst hvert á land sem er í Peugeot 3008.

Peugeot 3008 öryggiskerfi
Peugeot 3008 icockpit innra rými
Peugeot ilmur

EINSTÖK UPPLIFUN

Peugeot 3008 er einstaklega fimur í akstri og ökumannsvaki, veglínuskynjari gera aksturinn öruggann og  afslappaðann.  Litaval og samsetningar sýna einstaklega sportlegt útlit. Peugeot 3008 sker sig úr með einstakri hönnun. Straumlínulaga hönnunin, Black Diamond *svartmálað þakið og ljósabúnaður bílsins sem líkir eftir klóm kattarins setur sterkan svip á bílinn og sker sig úr í umferðinni.
*  Fer eftir útgáfu

Peugeot ilmur
Peugeot 3008 solþak
Peugeot 3008 focal hátalarar

LISTIN LIGGUR Í SMÁATRIÐUNUM

Hvert einasta smáatriði er úthugsað og hannað af nákvæmni. Framsætin eru upphitanleg og hægt er að sérpanta rafstýrð framsæti með nuddi. Veldu Panorama sólþak og Hi-Fi Focal hágæðahljóðkerfi  og hver ökuferð verður einstök upplifun. 

Vandlega valin nútímaleg efni, króm og leður umlykja innra rýmið og eykur enn frekar á einstaka akstursupplifun í Peugeot 3008.  

PEUGEOT i-COCKPIT®

STÖKKTU INN Í NÆSTU KYNSLÓÐ AF TÆKNI

i

Þú sest inn í fullkomin stafrænan heim í Peugeot 3008 þar sem i-Cockpit innréttingin er í lykilhlutverki. Notagildi og þægindi eru í fyrirrúmi þar sem öll stjórntæki, mælar og 8" HD snertiskjár eru í sjónlínu ökumanns og þú getur stjórnað ákveðnum aðgerðum í stýrinu. Sportstýri i-Cockpit eykur stjórn og veitir næmara viðbragð.

Komdu  og keyrðu Peugeot 3008 og stökktu inn í næstu kynslóð af tækni.

VÉLAR

FRELSI TIL AÐ VELJA - BENSÍN, DÍSIL EÐA TENGILTVINN

peugeot 3008 vélar

Veldu orkugjafa sem hentar þínum þörfum

Þú hefur frelsi til að velja þann orkugjafa sem hentar þínum lífstíl og þinni þörf. Peugeot 3008 er fáanlegur í bensín-, dísil- eða í tengiltvinn (PHEV) útfærslu. Bensín- og dísilvélarnar eru sparneytnar og með þeim umhverfisvænustu sem völ er á í dag.  Peugeot 3008 kemur fjórhjóladrifinn í tengiltvinnútgáfu með drægni á 100% hreinu rafmagni allt að 59 km, snögga rafhleðslu og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

PureTech bensínvélin
Þriggja strokka PureTech bensínvélarnar í Peugeot 3008 hafa aukna sparneytni vegna minni þyngdar þeirra og umfangs. Þær veita einstaka aksturseiginleika og afkastagetu án þess að skerða áreiðanleika og styrkleika.  PureTech 1,2L bensín vélin er130 hestöfl . Þessi vél hefur verið  valinn "Vél ársins" þrjú ár í röð. PureTech bensínvélin er fáanleg með nýju 8 þrepa sjálfskiptingunni.

BlueHDi dísilvélin
BlueHDi dísilvélarnar sameina afkastagetu og lága CO2 losun. Með BlueHDi vélunum er hægt að lækka eldsneytisnotkun og takmarka  CO2 losun niður ásamt að minnka NOx (köfnunarefnisoxíð) um allt að 90% og fjarlægja 99,9% af fínu sótögnunum með SCR (Selective Catalytic Reduction) tækni með DPF (sótagnafílterum). 

Tengiltvinntækni (PHEV)
Peugeot 3008 PHEV fæst í tveimur útfærslum, HYBRID framdrifsútgáfu eða HYBRID4 fjórhjóladrifsútgáfu

 • HYBRID4 aflrásin með fjórhjóladrifi skilar 300 hestöflum. 200 hestafla bensínvél og tveimur rafvélum sem hvor fyrir sig skilar 110 hestöflum
 • HYBRID aflrásin með framdrifi skilar samanlagt 225 hestöflum með 180 hestafla bensínvél og 50 hestafla rafvél

Fáðu aðstoð hjá söluráðgjafa Peugeot sem aðstoðar þig við að finna þann orkugjafa sem hentar þínum þörfum. 

Upplýsingar um eldsneytisnotkun og CO2 losun sem nefndar eru samræmast WLTP prófunaraðferðinni á grundvelli þess sem nýtt ökutæki er prófað og gerðarviðurkennt frá 1. september 2018. WLTP-prófunaraðferðin kemur í stað evrópskrar prófunaraðferðar (NEDC) sem áður var prófað eftir. Vegna raunsærri prófunarskilyrða í WLTP - prófuninni er eldsneytisnotkun og CO2 losun í mörgum tilfellum hærri í samanburði við uppgefnar tölur sem mældar voru skv.NEDC prófun. Tölur um eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun geta verið mismunandi eftir raunverulegum notkunarskilyrðum og mismunandi þáttum eins og t.d: aukabúnaði,hjólbörðum, útihitastigi, aksturslagi. Vinsamlegast hafðu samband við söluaðila til að fá frekari upplýsingar. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um WLTP .

Peugeot 3008 sjálfskipting

Ný 8 þrepa sjálfskipting

Peugeot 3008 er með nýstárlegri og skilvirkri EAT8 (Efficient Automatic Transmission 8-Speed) þrepa sjálfskiptingu. Þessi nýja kynslóð sjálfskiptinga er í boði með 1.2L PureTech130 hestafla bensínvél og 1,6L PureTech 180 hestafla bensínvélunum, auk 1,5L BlueHDi 130 hestafla og 2.0L BlueHDi 180 hestafla dísilvélum. 8 þrepa (EAT8) sjálfskiptingin: 

 • Er með"Quick shift" tækni: til að gera skiptingar fljótlegri og mýkri. 
 • Er með Sport stillingu fyrir enn meiri næmni og svörun.
 • Skilar allt að 7% minni eyðslu en eldri kynslóðin sem var 6 þrepa sjálfskipting.
peugeot 3008 emp2 undirvagn

EMP2 Undirvaginn

Þökk sé EMP2 undirvagninum og frægum eiginleikum hans nær nýr Peugeot 3008 fullkomnu jafnvægi milli þæginda og veggrips sem ekki þekkist í þessum flokki bíla. EMP2 undirvagninn tryggir einnig minni beygjuradíus og gerir alla meðhöndlun auðveldari í þröngu borgarumhverfi.

LÁTTU GÆÐIN HEILLA ÞIG Í PEUGEOT 3008

Peugeot 3008.brimborg.hvitur
peugeot 3008 suv phev mobile

TÆKNI

FULLKOMIN ÖRYGGIS- OG AÐSTOÐARTÆKNI

Peugeot 3008 öryggisbúnaður
Peugeot 3008 SUV öryggi

AÐSTOÐAR ÖKUMAÐUR

Grip Control spólvörnin geir þér kleift að aðlaga bílinn að þeim akstursskilyrðum sem þú ert í hverju sinni, hvort sem þú ekur í snjó, aur eða á malarvegum. Brekkuaðstoð er staðalbúnaður í Peugeot 3008 og hún aðstoðar ökumann við að taka af stað í halla eða að fara niður brattar brekkur þar sem fara þarf mjög gætilega.Bílastæðaaðstoðin notar skynjara til að meta stærð bílastæðis og auðveldar þér þannig að leggja í stæði. Bílastæðaaðstoðin stjórnar stýrinu og gefur bæði frá sér hljóð og myndmerki við inngjöf, gírskiptingu eða þegar kúplingu er sleppt. Ökumaður getur hvenær sem er tekið fulla stjórn á ökutækinu. Neyðarbremsa er búnaður sem hjálpar til við að forðast slys eða í það minnsta mildað áhrif þeirra ef ökumaður nær ekki að grípa nógu snöggt inní. Búnaðurinn virkjar hemlun ef hindrun er í veginum og þannig má koma í veg fyrir árekstur eða mildað áhrif slysa með minni hraða. 

ÖRYGGI FYRIR ÞIG OG ÞÍNA

Peugeot 3008 kemur með nýjustu kynslóð af öryggis- og aðstoðartækni. Veglínuskynjun, snjallhemlunarbúnaður, hraðastillir, bakkmyndavél, nálægðarskynjarar að framan og aftan og ökumannsvaki eru hluti af ríkulegum búnaði í Peugeot 3008. Peugeot 3008 er einnig fáanlegur með fjarlægðarstillanlegum hraðastilli þar sem þú ákveður þá fjarlægð sem þú vilt hafa í næsta bíl í umferðinni og bíllinn aðlagar þinn hraða til að halda þeirri fjarlægð.  Ríkulegur öryggisbúnaður og aðstoðartækni gerir Peugeot 3008 einstaklega öruggan fyrir þig og þína.

Peugeot 3008 mirror screen

Vertu vel tengdur

Með Mirror Screen tækninni getur þú tengt símann þinn við skjáinn í bílnum og þannig haft aðgang að upplýsingum úr símanum á öruggan hátt. Þú getur sem dæmi varpað Google maps og Spotify upp á skjáinn. Í bílnum er einnig þráðlaus hleðsla fyrir síma.

Peugeot 3008 Focal

Focal® Hi-Fi hljóðkerfi

Peugeot 3008 er fáanlegur með Focal Hi-fi hljómkerfi. 10 hátalarar eru í bílnum og með FOCAL tækninni tryggja þér gæðahljóm um borð í bílnum. Peugeot 3008 er fyrsti bíllinn frá Peugeot sem er með þessum hljóðbúnaði, sem kemur úr verksmiðjum FOCAL og byggir á 35 ára reynslu fyrirtækisins. 

Peugeot 3008 þráðlaus hleðsla

Þráðlaus símahleðsla

Í Peugeot 3008 er þráðlaus hleðsla fyrir síma. Einfalt að leggja snjallsímann í hleðsluhólfið og hann byrjar að hlaða sig, frábær lúxus í amstri dagsins.

Peugeot 3008 skottopnari

Handfrjáls opnun skotthlera

Peugeot 3008 er fáanlegur með handfrjálsri opnun á skotthlera. Ertu með báðar hendur fullar? Ekkert mál! Handfrjáls opnun gerir það að verkum að skotthlerinn opnast og lokast sjálfkrafa. Eina sem þú þarft að gera er að hreyfa fótinn undir afturstuðara bílsins. Gæti ekki verið einfaldara. 

Vertu vel tengdur
Focal® Hi-Fi hljóðkerfi
Þráðlaus símahleðsla
Handfrjáls opnun skotthlera

SVEIGJANLEIKI

STÆKKAÐU SKOTTIÐ MEÐ EINU HANDTAKI

Peugeot 3008 sveigjanleiki
Peugeot 3008 sveigjanleiki skott

Þú getur á auðveldan máta stækkað farangursrýmið í Peugeot 3008 og  flutt langa hluti. Með einu handtaki fellir þú niður sætisbakið í farþegasætunum og stækkar þannig farangursrýmið til mikilla muna. 

FJÖLBREYTT ÚRVAL AF ÁLFELGUM

VERTU MEÐ SUMAR- OG VETRAR ÁLFELGUSETT

Fallegar álfelgur eru í lykilhlutverki í nútímalegri hönnun Peugeot 3008. Vertu með sumar- og vetrardekk á álfegum. Kynntu þér fjölbreytt úrval af álfelgum hjá söluráðgjafa Peugeot.

Peugeot álfelgur eru framleiddar samkvæmt ströngustu stöðlum. 

MYPEUGEOT® APP

HAFÐU YFIRSÝN OG STJÓRNAÐU Í MYPEUGEOT APPINU

Peugeot 3008 app

Vertu með yfirsýn með MyPeugeot® appinu. Í MyPeugeot appinu er hægt að skoða eftirfarandi upplýsingar þegar þér hentar:

 • Stöðu kílómetramælis
 • Stöðu á þjónustu
 • Margvíslegar tilkynningar um stöðu á bílnum
 • Rauntímastaðsetning bílsins á korti
 • Lengd ferðar, sjá upphaf- og lokastað ásamt upphafs- og lokatíma.
 • Upplýsingar um eldsneytisnotkun hefur verið á síðustu ferðum
 • Fengið upplýsingar um hvað viðvörunarljós í mælaborðinu þýða

Þú getur einnig stjórnað tilteknum aðgerðum beint í gegnum appið:

 • Pantað tíma á þjónustuverkstæði Peugeot á Íslandi

MYNDIR & MYNDBÖND

KYNNTU ÞÉR AÐRA PEUGEOT BÍLA