


- Black Tone (fyrir GT og GT Pack útfærslur)
- 19“ álfelgur Washington „Black Tone Edition“ 205/50 R19
- Langbogar – svart satin útlit
- Peugeot merki og grill í dökk gráu satin
- Listi á afturstuðara í háglans svörtu
- Svartir hliðargluggalistar (ekkert króm)
Peugeot kynnir Peugeot 3008 með nýjum, stórglæsilegum, kröftugum framenda þar sem nýtt grill og LED framljós með háuljósaaðstoð leika aðalhlutverk. Peugeot 3008 er með nýjustu kynslóð af i-Cockpit® innréttingu sem hefur verið uppfærð og sérhönnuð til að veita einstaka akstursupplifun. Ríkulegur staðalbúnaður einkennir nýjan Peugeot 3008. GPS vegaleiðsögn, bakkmyndavél með 180° víddarsýn, 10" margmiðlunarskjár, Mirror Screen speglun, ásamt nýjustu öryggistækni, til að mynda sjálfvirk neyðarhemlun.
ÓMÓTSTÆÐILEG HÖNNUN
Peugeot 3008 hefur hlotið einróma lof fyrir framsækið og nútímalegt útlit sem er undirstrikað með LED fram- og afturljósum sem setja sterkan svip á bílinn. Innra rýmið er rúmgott, notendavænt, bjart og gætt gæðaefnum. Akstursupplifun er einstök í Peugeot 3008. Það finnst strax eins hversu frábærlega fimur Peugeot 3008 er á veginum.
SPARNEYTINN MEÐ 8 ÞREPA SJÁLFSKIPTINGU
Peugeot 3008 er búinn nýjustu kynslóð sparneytinna PureTech bensín- eða BlueHdi dísilvéla. Peugeot 3008 er með nýrri 8 þrepa sjálfskiptingu sem sparar allt að 7% af eldsneyti miðað við eldri 6 þrepa sjálfskiptingar. Eyðsla í
blönduðum akstri er frá aðeins 5,2 l per 100 km miðað við WLTP mæligildi.
MIKIL VEGHÆÐ, HÁ SÆTISSTAÐA OG NÚTÍMALEGT INNRA RÝMI
Peugeot 3008 er með mikla veghæð og háa sætisstöðu svo það er einstaklega þægilegt að ganga um hann. Peugeot 3008 er hár undir lægsta punkt eða 22 cm. Innra rýmið er fullkomið; nútímalegt og notendavænt þar sem nýjasta kynslóð af i-Cockpit innréttingu sem hefur verið sérhönnuð með notagildi og þægindi fyrir ökumann að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og skjáir eru í sjónlínu ökumanns.
EINSTÖK ÖRYGGIS- OG AÐSTOÐARTÆKNI
Peugeot 3008 er búin nýjustu kynslóð af öryggis- og aksturstækni til að tryggja öllum farþegum örugga ökuferð. Bakkmyndavél með 180° víddarsýn, veglínuskynjun, ökumannsvaki, blindpunktsaðvörun, vegskiltalesari, sjálfvirk neyðarhemlun (Active City Break) og aðlögunarhæfur hraðastillir eru dæmi um einstaka öryggis- og aðstoðartækni.
7 ÁRA ÁBYRGÐ Á BÍL
Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðenda hvað varðar þjónustuskoðanir.
Kynntu þér allt um Peugeot 3008 hér á vefnum. Í Vefsýningarsal er að finna alla lausa bíla á lager og í pöntun. Þegar þú finnur draumabílinn, sendir þú fyrirspurn og söluráðgjafi svarar um hæl. Einn af mörgum kostum forpöntunar er að þú getur sett þinn draumabíl saman með aðstoð söluráðgjafa Peugeot.
Einfaldaðu bílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum, hagstæða fjármögnun.
Komdu og keyrðu nýjan Peugeot 3008 og láttu gæðin heilla þig!
LÁTTU HEILLAST AF NÝRRI GLÆSILEGRI HÖNNUN, MIKILLI VEGHÆÐ OG HÁRRI SÆTISSTÖÐU
Láttu heillast af nýrri hönnun Peugeot 3008 sem er nú með nýjum, stórglæsilegum framenda þar sem nýtt grill, LED framljós með háuljósaaðstoð og LED afturljós setja sterkan svip á bílinn. Peugeot 3008 er með mikla veghæð, 22 cm undir lægsta punkt og háa sætisstöðu svo það er einstaklega þægilegt að ganga um hann. Innra rýmið er fullkomið; nútímalegt og notendavænt þar sem nýjasta kynslóð af i-Cockpit innréttingu sérhönnuð með notagildi og þægindi að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og skjáir eru í sjónlínu ökumanns.
Þú nýtur þess að ferðast í nýjum Peugeot 3008. Há sætisstaða og nýjasta kynslóð af tækni gera Peugeot 3008 einstaklega notendavænan og hver ferð verður ævintýri líkust. Hvert einasta smáatriði í Peugeot 3008 er úthugsað og hannað af nákvæmni.
Þú sest inn í fullkomin stafrænan heim í Peugeot 3008 þar sem nýjasta kynslóð af i-Cockpit innréttingu er í lykilhlutverki þar sem mælar og stjórntæki eru í sjónlínu ökumanns. Þetta gerir Peugeot 3008 nútímalegan og notendavænan að innan.
Verðlaunabíllinn Peugeot 3008 hefur hlotið einstaklega góðar móttökur á Íslandi. Komdu og láttu gæðin heilla þig!
Glænýr Peugeot 3008 er með nýjum og kröftugum tignarlegum framenda þar sem nýtt grill, LED framljós, skarpar línur og djarft útlit setja sterkan svip og gera Peugeot 3008 einstaklega nútímalegan að utan.
Nýr framendi í Peugeot 3008 er stóglæsilegur og tignarlegur og LED framljós með háuljósaaðstoða setja sterkan svip á bílinn.
Nýjar 19" San Francisco Diamond-cut álfelgur gefa nýja Peugeot 3008 einstaklega glæsilegt útlit og með brettaköntum og sílsavörn gera Peugeot 3008 einstaklega hentugan fyrir íslenskar aðstæður.
LED afturljós bílsins eru hönnuð eins og þrjár klær og á þannig að líkja eftir klóm ljónsins.
Þetta setur sterkan svip á bílinn, ljónið á veginum!
Hver flötur og smáatriði nýja Peugeot 3008 og eru hönnuð af nákvæmni. Krómlistar í kringum framljósin sem teygja sig upp að framrúðu undirstrika einstaka fágun í nýjum Peugeot 3008.
MIKIL VEGHÆÐ OG HÁ SÆTISSTAÐA
Mikil veghæð, há sætisstaða og hábyggt jeppalagið gera Peugeot 3008 einstaklega hentugan fyrir íslenskar aðstæður.
EINSTAKT ÖRYGGI
Peugeot 3008 er einstaklega fimur í akstri og ökumannsvaki ásamt veglínuskynjara gera aksturinn öruggan og afslappaðan.
LÚXUSÁSÝND Í ALCANTARA® SÆTI
Peugeot 3008 er fáanlegur með einstöku Alcantara áklæði í GT útfærslu sem gefur bílnum einstaka lúxusásýnd.
NÝ KYNSLÓÐ AF i-COCKPIT INNRÉTTINGU
Peugeot 3008 er með nýjustu kynslóð af i-Cockpit innréttingu sem hefur verið uppfærð og sérhönnuð til að veita einstaka akstursupplifun. Nýr uppfærður 10" snertiskjár, mælar og stjórntæki eru í sjónlínu ökumanns og gera Peugeot 3008 einstaklega nútímalegan og notendavænan að innan.
MARGVÍSLEGAR UPPLÝSINGAR Í MÆLABORÐI INNAN SJÓNLÍNU ÖKUMANNS
NÝR 10" HD SNERTISKJÁR VEITIR ÞÉR HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
NÝ KYNSLÓÐ AF i-COCKPIT® INNRÉTTINGU
Þú sest inn í fullkomin stafrænan heim í nýjum Peugeot 3008 þar sem ný kynslóð af i-Cockpit innréttingu sem hefur verið uppfærð og sérhönnuð til að veita enn betri akstursupplifun. Notagildi og þægindi eru í fyrirrúmi þar sem öll stjórntæki, mælar og nýr 10" HD snertiskjár með raddstýringu eru í sjónlínu ökumanns. Sportstýri i-Cockpit eykur stjórn og veitir næmara viðbragð og þú getur stjórnað ákveðnum aðgerðum í stýrinu.
Peugeot 3008 er með Apple CarPlay og Android Auto sem gerir þér kleift að varpa skjánum á símanum þínum upp á skjá bílsins. Þú getur sem dæmi varpað Google Maps eða Spotify á skjáinn. Peugeot 3008 er fáanlegur með þráðlausri hleðslumottu fyrir síma.
Í Peugeot 3008 PHEV tengiltvinn rafbílaútgáfunni koma allar upplýsingar í sjónlínu ökumanns eins og mismunandi akstursstillingar: ELECTRIC, SPORT, HYBRID, 4WD, stöðu á drægni og stöðu eldsneytismælis ásamt staðsetningu hleðslustöðva í gegnum GPS.
Komdu og keyrðu nýjan Peugeot 3008 og stökktu inn í næstu kynslóð af tækni.
Þú hefur frelsi til að velja þann orkugjafa sem hentar þínum lífstíl og þinni þörf. Peugeot 3008 er fáanlegur í bensín-, dísil- eða í tengiltvinn rafútfærslu (PHEV). Bensín- og dísilvélarnar eru sparneytnar og með þeim umhverfisvænustu sem völ er á í dag. Peugeot 3008 kemur fjórhjóladrifinn í tengiltvinn rafbílaútgáfu með drægni á100% hreinu rafmagni allt að 59 km, snögga rafhleðslu og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.
Fáðu aðstoð hjá söluráðgjafa Peugeot sem aðstoðar þig við að finna þann orkugjafa sem hentar þínum þörfum.
PureTech bensínvélin
Þriggja strokka PureTech bensínvélarnar í Peugeot 3008 hafa aukna sparneytni vegna minni þyngdar þeirra og umfangs. Þær veita einstaka aksturseiginleika og afkastagetu án þess að skerða áreiðanleika og styrkleika. PureTech 1,2L bensín vélin er 130 hestöfl. PureTech Þessi vél hefur verið valinn "Vél ársins" þrjú ár í röð. PureTech bensínvélin er fáanleg með nýju 8 þrepa sjálfskiptingunni.
BlueHDi dísilvélin
BlueHDi dísilvélarnar sameina afkastagetu og lága CO2 losun. Með BlueHDi vélunum er hægt að lækka eldsneytisnotkun og takmarka CO2 losun niður ásamt að minnka NOx (köfnunarefnisoxíð) um allt að 90% og fjarlægja 99,9% af fínu sótögnunum með SCR (Selective Catalytic Reduction) tækni með DPF (sótagnafílterum).
Tengiltvinntækni (PHEV)
Peugeot 3008 PHEV fæst í tveimur útfærslum, HYBRID framdrifsútgáfu eða HYBRID4 fjórhjóladrifsútgáfu
HYBRID4 aflrásin með fjórhjóladrifi skilar 300 hestöflum. 200 hestafla bensínvél og tveimur rafvélum sem hvor fyrir sig skilar 110 hestöflum HYBRID aflrásin með framdrifi skilar samanlagt 225 hestöflum með 180 hestafla bensínvél og 50 hestafla rafvél.
Fáðu aðstoð hjá söluráðgjafa Peugeot sem aðstoðar þig við að finna þann orkugjafa sem hentar þínum þörfum.
Nýr Peugeot 3008 kemur með nýjustu kynslóð af öryggis- og aðstoðartækni. Veglínuskynjun, snjallhemlunarbúnaður, hraðastillir, bakkmyndavél, nálægðarskynjarar að framan og aftan og ökumannsvaki eru hluti af ríkulegum búnaði í Peugeot 3008. Nýr Peugeot 3008 er einnig fáanlegur með fjarlægðarstillanlegum hraðastilli þar sem þú ákveður þá fjarlægð sem þú vilt hafa í næsta bíl í umferðinni og bíllinn aðlagar þinn hraða til að halda þeirri fjarlægð. Ríkulegur öryggisbúnaður og aðstoðartækni gerir Peugeot 3008 einstaklega öruggan fyrir þig og þína.