i Ekki gekk að sækja myndefnið

VÆNTANLEGUR GLÆNÝR PEUGEOT 208

Glænýr Peugeot 208 - forsalan er hafin!

Glænýr ómótstæðilegur Peugeot 208 kemur með tækni framtíðinnar í akstri. Þú velur alfarið rafmagn eða bensín. Forsalan er hafin á glænýjum Peugeot 208, rafdrifinn eða með bensínvél. Væntanlegur í janúar 2020.

FRÁBÆRAR ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ VELJA GLÆNÝJAN 208

ÓMÓTSTÆÐILEG HÖNNUN

Glænýr Peugeot 208

STÖKKTU INN Í NÆSTU KYNSLÓÐ AF TÆKNI

/image/47/4/e-208-distinctive-design.528474.jpg

KYNNTU ÞÉR i-COCKPIT 3D FULLKOMIN STAFRÆNAN HEIM

STÖKKTU INN Í NÆSTU KYNSLÓÐ AF TÆKNI

Glænýr Peugeot 208 innra

EINSTAKT INNRA RÝMI MEÐ GLÆNÝJU PEUGEOT 3D i-Cockpit®

Upplifðu glænýtt ökumannsrými Peugeot 208 og glænýtt 3D i-Cockpit®*mælaborðið og stjórntæki sem eru einstaklega fallega hönnuð með nýjustu kynslóð af tækni og stafrænu 3D mælaborði þar sem allar upplýsingar eru í sjónlínu ökumanns. Þú sest inn í fullkominn stafrænan heim með 10“ HD snertiskjá, stafrænum mælum í mælaborði og stýri með helstu stjórntækjum. Við hönnun i-Cockpit var notagildi og þægindi fyrir ökumann höfð að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og skjáir eru í sjónlínu ökumanns. Sportstýri i-Cockpit eykur stjórn og veitir næmara viðbragð.

*Fer eftir útgáfu

/image/46/2/peugeot-p21-lifestlye-2-4331.528462.jpg

 VERTU ALLTAF TENGDUR Í GLÆNÝJUM PEUGEOT 208

Speglaðu uppáhalds forritin þín og hafðu greiðan aðgang að þeim á snertiskjánum. Speglaðu  snjallsímanum þínum á skjáinn  (Mirror Screen®)  og fáðu aðgang að upplýsingum úr símanum á öruggan hátt í bílnum. 

Með Apple CarPlay og Andriod Auto getur þú á auðveldan hátt varpað google maps eða Spotify beint á skjáinn.  

Vertu í góðu sambandi við Peugeot 208 gegnum MyPeugeot appið: Fáðu upplýsingar um eldsneytiskostnað,  upplýsingar um hvaða viðvörunarljós  þýða,   hvað  þú kemst marga km  á eldsneytinu osfrv.

Komdu og keyrðu Peugeot 208!/image/47/2/all-new-208-cruise-control.528472.jpg

FULLKOMIN ÖRYGGISTÆKNI

Glænýr Peugeot 208 er með  fullkomna aksturs- og öryggistækni til að tryggja öllum farþegum örugga ökuferð.  Veglínuskynjun, blindpunktsaðvörun, vegskiltalesari, aðlögunarhæfur hraðastillir, sjálfvirk neyðarhemlun (Active city break) og  aðlögunarhæfan hraðastillir  eru dæmi um öryggisbúnað.*

Í Peugeot 208 er enn meira öryggi, ný útgáfa af bakkmyndavél - Visio Park 180* þar sem þú getur valið þá sýn á skjánum inn í bílum sem hentar hverju sinni þ.m.t 180° sýn. Allt til að auka enn frekar á öryggi þitt í erfiðum aðstæðum.

Park Assist* býður einnig upp á fullkomlega sjálfvirka bílastæðaðstoð, stýri, eldsneytisgjöf og hemlun er sjálfvirkt stýrt sem auðveldar að leggja í stæði.

* Staðalbúnaður, eða fer eftir útgáfu.

KOMDU OG LÁTTU GÆÐIN HEILLA ÞIG

/image/46/3/peugeot-208-1902hm102.528463.jpg


Sportlegur og fimur

Peugeot 208 er hljóðlátur & frábærlega fimur á vegi hvort sem þú velur rafmagns eða bensínvél.

Glænýr Peugeot 208 innra


Mjúkur & þægilegur

Upplifðu einstaka akstursstöðu, stillanlegan stafrænan 7" eða 10"HD snertiskjá í Peugeot 208. Sætin eru einstaklega mjúk & þægileg með fjölbreyttum stillingum.

/image/46/9/peugeot-208-1902styp201.528469.jpg


Láttu heillast

Á framenda Peugeot 208  er það djarft grillið sem grípur augað og ný  kynslóð af framljósum. Þetta er sko bíll sem er svo þess virði að  prófa. 

ÓMÓTSTÆÐILEG HÖNNUN

/image/47/6/all-new-208-yellow-lights.528476.jpg

VELDU ÚTLIT SEM TEKIÐ ER EFTIR

Glæsilegt útlit hins glænýja Peugeot 208 sýnir nútímaleg og djörf útlitseinkennin.Hönnun nýja Peugeot 208 hefur hlotið einróma lof fyrir framsækið útlit sem er undirstrikað með LED fram-og afturljósunum* sem setja sterkan svip á bílinn.  Þessi sérstaka lýsing tryggir að þú sérð betur og sést einnig betur sem eykur enn á aksturgæði  og öryggi. Straumlínulagaður afturendi bílsins ber af í umferðinni og kemur með  fullri LED-lýsingu* og þú sérð hvernig þau líkjast klóm kattarins. Peugeot 208 kemur  með  dagljósabúnaði sem stillist  sjálfkrafa til að auka sýnileika ökutækisins, dag og nótt.

*Fer eftir útgáfu

Glænýr Peugeot 208

SPORTLEGUR OG FIMUR

Komdu og keyrðu sportlegan og fiman glænýjan Peugeot 208.  Litaval og samsetningar sýna einstaklega sportlegt útlit og þokka. Glænýr Peugeot 208  sker sig úr með einstakri hönnun. Straumlínulaga hönnunin, Black Diamond *svartmálað þakið og ljósabúnaður bílsins sem líkir eftir klóm kattarins setur sterkan svip á bílinn. Fágunin sem fylgir hurðum án ramma * er óumdeilanleg og eru í fullkomnu flæði með hreinum línum Peugeot 208.
*  Fer eftir útgáfu

BENSÍN EÐA RAFMAGN

VELDU ÞAÐ SEM HENTAR ÞÉR

/image/47/5/all-new-208-blue-2.528475.jpg

 NÝR UNDIRVAGN - ENGAR MÁLAMIÐLANIR

Glænýr Peugeot 208 nýtur góðs af hinum nýja undirvagni Peugeot CMP / eCMP sem gefur þér frelsi til að velja á milli PureTech bensínvéla eða rafmagnsvélar, án þess að þurfa að fórna tækni, útliti eða aksturssupplifun. Upplifðu einstaka akstursupplifun með frábæru veggripi, miklu innri rými og birtu, framúrskarandi lipurleika og nútímalegri hönnun og innri þægindi með forritanlegri upphitunar- og hleðslutækni.*

* Fáanlegt með  nýjum Peugeot e-208.

HAFÐU FRELSI TIL AÐ VELJA - BENSÍN EÐA RAFMAGN?

EINSTÖK AKSTURSUPPLIFUN

/image/47/3/new-208-interior-view-girl.528473.jpg

SKILVIRKAR VÉLAR MEÐ LÁGMARKSLOSUN

Glænýr Peugeot 208  er búinn nýjustu kynslóð sparneytinnar  PureTech bensínvéla. Sparneytin bensínútfærslan eyðir aðeins frá 4,0l/100 km.og Co2  losun er aðeins frá 94 gr/km. og fæst bæði með beinskiptingu og með nýrri 8 þrepa sjálfskiptingu. Þú getur valið um þrjá möguleika, 75,100 eða 130 hestafla vélar. Allar skila vélarnar lágmarks losun Co2  og eru meðal þeirra allra fremstu. Ný 8 þrepa sjálfskipting er undurþýð. 8 þrepin tryggja þýðleika og hámarksnýtingu eldsneytis.

/image/46/3/peugeot-208-1902hm102.528463.jpg

 RAFMAGNAÐUR AKSTUR ÁN MÁLAMIÐLANNA


Rafmagnaður Peugeot e-208 er frábær kostur fyrir okkur Íslendinga. Þegar þú sest í glænýjan  Peugeot e-208  upplifir þú einstaklega friðsæla  akstursupplifun. Peugeot e-208 er hreinn rafbíll og er sjálfskiptur með 50 kWh rafhlöðu sem skilar drægni við kjöraðstæður allt að 340 km. skv. WLTP mælingu. Rafmagnsvélin skilar136 hestöflum og 260 Nm togkrafti frá kyrrstöðu og án tafar.  Hröðun frá með 0-100 km er náð á 8,1 sekúndum.  

Peugeot e-208 er tímamótabíll í sögu Peugeot á einstaklega hagstæðu verði þar sem þú getur hlaðið á auðveldan máta heima, í vinnu eða á hraðhleðslustöðvum. Þú nærð 100% hleðslu á 7,5 klst með heimahleðslustöð eða 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum í hraðhleðslustöð. Peugeot ábyrgist 70% hleðslugetu rafhlöðunnar í 8 ár eða 160.000 km. Þú getur á auðveldan hátt tímasett upphaf hleðslu í MyPeugeot® appinu eða skoðað áætlaðan hleðslutíma á skjá ásamt því að setja forhitarann í gang svo hann sé heitur og fínn þegar þú vilt nota hann. 

Með  340 km drægni í Peugeot e-208  hefur þú frelsi til að ferðast lengra á hreinni orku. Ef þig vantar meira drægni getur þú hlaðið bílinn á hraðhleðslustöð og náð þannig 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum ^, en full hleðsla frá heimahleðslustöð (Wall Box) tekur 7,5 klukkustundir.

^ Hleðslutími getur verið breytilegur eftir gerð og afli hleðslustöðvarinnar, hitastigi á hleðslustaðnum og hitastigi rafhlöðunnar.

Akstur á rafbíl er einstök upplifun. Þú færð hámarkstog frá fyrsta snúningi og hröðunin er stöðug og ótrufluð.

LÆGRI CO2 LOSUN

Glænýr Peugeot 208 hefur staðist nýjustu WLTP*prófun.  Co2  losun (g/km) fyrir Peugeot 208  í blönduðum akstri  er  aðeins frá 106 - 94 g/km.

Eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun í raunverulegum aðstæðum, fer eftir ýmsum þáttum. Þar geta haft áhrif fylgi- og aukahlutir (eftir skráningu), veður, akstursstíll og hleðsla ökutækisins. Nýtt próf (WLTP *) er notað til að mæla eldsneytiseyðslu og Cotölur. Eldsneytisnotkunin er reiknuð samkvæmt WLTP prófinu.  Tölur eru sýndar  til samanburðar. Þú ættir aðeins að bera saman eldsneytiseyðslu og Co2  tölur við önnur ökutæki sem eru prófuð með sömu tæknistöðlum.

* WLTP - Worldwide harmonised Light vehicles Test Procedure.


MYNDIR

Myndir og myndbönd

TRYGGÐU ÞÉR GLÆNÝJAN PEUGEOT 208 Í FORSÖLU STRAX Í DAG!

KYNNTU ÞÉR