Peugeot 3008 er Bíll ársins 2018

Peugeot 3008 er Bíl ársins á Íslandi 2018
Peugeot 3008 er Bíl ársins á Íslandi 2018

Peugeot 3008 hefur verið valinn bíll ársins 2018 á Íslandi. Bandalag íslenskra bílablaðamanna stendur fyrir valinu en þetta er í ellefta skiptið sem verðlaunin eru afhent. Alls voru 30 bílar tilnefndir í valinu. Bílunum var skipt í fjóra flokka eftir stærð en þrír efstu bílarnir í hverjum flokki komust í úrslit. Við hjá Brimborg erum afar stolt af því að hljóta þessi verðlaun fyrir Peugeot 3008 og þökkum Bandalagi íslenskra bílablaðamanna kærlega fyrir þeirra störf. 

Bíll ársins

Sigurvegarinn Peugeot 3008

Þetta er mikil viðurkenning á gæðum Peugeot sem hafa heillað heimsbyggðina, ekki síst í ljósi þess að fyrr á árinu var Peugeot 3008 valinn Bíll ársins í Evrópu. Auk þessa hlotnaðist Pure Tech bensínvél bílsins sá heiður að vera valin Vél ársins þriðja árið í röð.

Það er sama hvar borið er niður í Peugeot 3008, glæsilegt útlit bílsins að innan sem utan, gæðin, þægindin, aksturseiginleikarnir, allt er eins og best verður á kosið. Peugeot 3008 er hár frá götu, 22 cm undir lægsta punkt og framdrifið er fáanlegt með öflugri Grip Control spólvörn sem kemur honum í gegnum erfiðustu aðstæður. Þráðlaus tækni hleður símann þinn og með Mirror Screen tækninni getur þú notað Apple Car Play eða Mirror Link fyrir Android til að tengja snjallsímann við 8“ skjáinn. Mátaðu þig í frábær sætin og kíktu á rúmgott farangursrýmið. Peugeot 3008 er tímamótabíll.

Grip Control spólvörn - ein sinnar tegundar


Peugeot 3008 SUV er framdrifinn með spólvörn og stöðugleikakerfi. Til viðbótar er hægt að fá bílinn með öflugri spólvörn, Grip Control. Gripstýring Peugeot 3008 aðlagar sig að öllum aðstæðum hvort sem þú ert í snjó, í aur, á sandi eða á grófum malarvegum. Þú getur til viðbótar stillt gripstýringuna á viðbótargrip og þannig tæklar þú erfiðar vegaðstæður á einfaldan og öruggan hátt. Brekkuaðstoð er hluti af gripstýringu bílsins og hún aðstoðar ökumann við að taka af stað í halla og kemur í veg fyrir óæskilegar hreyfingar bílsins.

Kynntu þér Bíl ársins Peugeot 3008

Keyrðu inn í veturinn á Peugeot 3008 Bíl ársins!