VERTU ÖRUGG/UR

/image/78/6/par-2012-078-fr.166786.jpg

Þjónusta PEUGEOT á netinu er hönnuð til að halda þér öruggum og óhultum á veginum, hvort sem þjónustuna er að finna í búnaði í bílnum þínum eða hún aðgengileg í gegnum snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu. 

ÞEGAR HVER SEKÚNDA SKIPTIR MÁLI ...

/image/78/3/508rxh-1407pc205.166783.jpg

Þegar hver sekúnda skiptir máli, getur þú reitt þig á neyðarþjónustu PEUGEOT Connect!
Eftir slys sendir sjálfvirka neyðarhringingin GPS-staðsetningu til björgunarmiðstöðvar og þú færð þá hjálp sem þú þarft. Aðeins þarf að ýta á innbyggðan hnapp ökutækisins til að fá aðstoð á slysstað eða tilkynna um slys.

2 GERÐIR AÐ HRINGINGUM

/image/79/6/peugeot-2008-2016-339-fr.166796.jpg

Sjálfvirk hringing:

Ef þú lendir í árekstri mun ökutækið þitt hringja eftir neyðaraðstoð sjálfkrafa. Þú þarft ekki að gera neitt. PEUGEOT Connect SOS staðsetur ökutæki þitt þegar í stað, hefur samband við þig á þínu tungumáli (2) og – ef nauðsyn þykir – biður um aðstoð hjá viðeigandi neyðarþjónustu.

/image/79/4/peugeot-508rxh-2014-052-fr.166794.jpg

Handvirk hringing:

Hefur þú orðið vitni af eða orðið fyrir slysi? Ýttu á SOS-hnappinn í mælaborðinu í tvær sekúndur til að hafa samband þegar í stað við þjónustuver Peugeot Connect SOS.

ATH. 1: * Landfræðilegt umfang er í samræmi við almennar notkunaraðstæður þeirrar þjónustu sem tiltæk er frá öllum sölustöðum og er háð tæknilegum takmörkunum, sérstaklega tiltækileika talsímanetkerfis. Peugeot Connect SOS er sem stendur fáanlegt í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Bretlandi, Belgíu, Lúxemborg, Hollandi, Portúgal, Austurríki, Sviss, Pólandi og Danmörku. Í öðrum evrópskum löndum er mögulegt að neyðarhringingar séu gerðar til björgunarþjónustu viðkomandi lands án GSP-staðsetningarmiðunar og á tungumáli landsins.
ATH. 2: Samkvæmt þjónustu Peugeot Connect SOS um landfræðilegt umfang og opinbert tungumál sem valið er af eiganda ökutækisins.
ATH. 3: Verkvangur neyðarnúmers ökutækisins notað af Peugeot Automobiles er vottaður í Frakklandi af Ráðuneyti almannavarna og öryggis í Frakklandi og í samræmi við kröfur Bruna- og björgunarþjónustu Frakklands (CNSIS).

VERTU EINBEITT/UR Á VEGINUM

/image/78/1/peugeot208-conducteur-2015-01.166781.jpg

Þjónusta PEUGEOT á Netinu eru sérstaklega hönnuð fyrir notkun inn í bílnum. Hún er notendavæn og að fullu samhæfð, þannig að hún er mjög örugg í notkun.  Þú getur verið einbeittur með augun á veginum, þökk sé stóra (7") snertiskjá ökutækisins og þeirri sérstöku aðferð sem notuð var til að þróa viðkomandi forrit.  

/image/78/7/peugeot-308-2013-249-fr.166787.jpg

PEUGEOT Connect tengir þig á öruggan hátt

PEUGEOT Connect var hannað  sérstaklega til notkunar í 7" snertiskjá PEUGEOT. Með Peugeot Connect getur þú, með því að ýta á hnapp, fundið rétta leið á áfangastað eða hringt símtal. 

/image/78/8/mirror-screen-2-1a.166788.jpg

Mirror Screen gerir þér kleift að tengja símann við bílinn

Þú getur notað smáforrit* snjallsímans þín þegar þú keyrir, án þess að þurfa að snerta hann. Aðeins vottuð forrit MirrorLink™ munu virka í bílnum, hvort sem hann er á ferð eða kyrrstæður. Þegar búið er að tengja snjallsímann þinn við bílinn þinn, er útlit forritanna lagað að eftir hentugleika svo hægt sé að nota þau við akstur.

/image/78/9/peugeot-lifestyle-1505pc-1004.166789.jpg

Handfrjáls Bluetooth tækni

Notaðu Bluetooth® tækni til að tengja snjallsímann þinn við PEUGEOT bílinn þinn. Handfrjálst kerfi Bluetooth® þekkir snjallsímann sjálfkrafa, án þess að þú þurfir að snerta hann, og gerir þér mögulegt að stjórna honum með því að nota hnappana í mælaborðinu. Símtöl eru síðan spiluð í gegnum hljóðkerfi PEUGEOT bílsins þíns.

(*): Til að Mirror Screen-kerfið virki sem skyldi, þarf snjallsíminn og forritin að vera samhæfð.  PEUGEOT getur verið ábyrgt fyrir hverskonar vandamálum sem koma upp vegna ósamhæfni, bilunar eða uppfærslu snjallsíma eða hugbúnaðar sem komið hefur verið fyrir.  

GERÐU RÁÐ FYRIR HÆTTUM OG FORÐASTU ÞÆR

/image/79/5/peugeot-308-2015-022-fr.166795.jpg

Þjónusta PEUGEOT á Netinu hjálpar að halda þér öruggum og óhultum i tilfelli þjófnaðar eða hættu á vegum úti. 

/image/79/3/peugeot-308-2015-026-de.166793.jpg

Peugeot Connect pakkar: tilbúnir að hjálpa þér ef þjófnaðu

Með ferilskráningu getur þú hámarkað möguleikana á því að fá ökutæki þitt eftir þjófnað, þegar þú hefur tilkynnt þjófnaðinn er staðsetning ökutækisins send til lögreglunnar. 

/image/78/4/peugeot-208-2015-335-fr.166784.jpg

PEUGEOT Connect öpp hjálpar þér að bera kennsl á hættusvæði

Það sem fylgir með öppum PEUGEOT Connect eru Coyote öppin sem upplýsa þig um umferðartengd atvik sem tilkynnt eru af Coyote notendasamfélaginu.
Upplýsingar birtast beint á 7" PEUGEOT snertiskjánum þínum. Ekki er þörf á viðbótarvélbúnaði og aðgangur að þjónustunni er innifalinn í áskrift á öppum PEUGEOT Connect.

/image/79/0/peugeot-travel-2016-006-fr.166790.jpg

Notaðu Coyote appið á skjánum í Peugeot bílnum þínum.

Notar þú Coyote app í snjallsímanum þínum? Þökk sé Mirror Screen getur þú fengið allar upplýsingar og viðvaranir frá þjónustu Coyote á 7" PEUGEOT snertiskjánum þínum. Þú getur tilkynnt umferðartafir eða hættu með því einu að snerta skjáinn.  Þú getur notað gildandi áskrift án þess að snerta eða athuga snjallsímann þinn meðan þú keyrir. 

/image/78/5/peugeot-208-2014-084-fr.166785.jpg

Með Peugeot Alert Zone ert þú varaður við hættusvæði

Til að hjálpa þér að bera kennsl á hættulegar aðstæður sem krefjast meiri athygli, færðu hljóðræna eða sjónræna viðvörun þegar þú nálgast hættusvæði.

Þessi þjónusta er tiltæk í 15 evrópskum löndum. Þannig að þú færð áreiðanlegar, kraftmiklar upplýsingar. Gagnagrunnurinn er uppfærður í hverjum mánuði á vefsíðunni http://peugeot.navigation.com. Þú getur einnig fengið 12 mánaðarlegar uppfærslur í eitt ár á afsláttarverði. Fullvissan um að þú hafir nýjustu uppfærslurnar veita þér enn frekari ró við stýrið.

PEUGEOT Alert Zone

* Peugeot Alert Zone inniheldur annað hvort viðvaranir varðandi hraðamyndavélar og umferðarljós, allt eftir landslögum og gildandi reglugerðum. 

VERTU ÖRUGGUR BAKVIÐ STÝRIÐ

/image/78/2/peugeot308sw-familiale-2015-01.166782.jpg

Þökk sé þjónustu PEUGEOT Connect getur þú keyrt fullkomlega rólegur á öllum tímum.

/image/79/1/peugeot-lifestyle-1505pc-nik4533.166791.jpg

PEUGEOT Connect Assistance

Í tilfelli slysa getur PEUGEOT Connect Assistance sett þig í beint samband við neyðarþjónustu Peugeot alla daga og á öllum tímum.

Ýttu á Lion-hnappinn í mælaborðinu og haltu honum inni í 2 sekúndur!
ATH: þegar samband hefur komist á er þjónusta PEUGEOT Assistance háð almennum skilyrðum um samningsbundna ábyrgð eða þjónustusamninga.

/image/79/2/connect-packs-2-1a.166792.jpg

Rafræn þjónustubók

Í rafrænu þjónustubókinni eru upplýsingar um þjónustuskoðanir bílsins. Vel viðhaldinn bíll er lykill að  góðu endursöluverði.