My Peugeot appið þitt

i

MyPeugeot appið, sem er fáanlegt á iOS og Android, heldur þér tengdum/tengdri við bílinn þinn í öllum kringumstæðum.

MYPEUGEOT® APP

/image/90/6/1accueil.617906.png

ALLT SEM ÞÚ ÞARF VIÐ HÖNDINA

Upplýsingar um eftirstöðvar á drægni og aksturstölfræði birtast strax. 

Þarftu hjálp?  Hafðu samband við okkur á auðveldan hátt þökk sé tímabókunum á netinu eða með því að hringja í Peugeot á Íslandi. Þú getur jafnvel fylgst með sundurliðun á viðgerð á bílnum þínum.

Vertu með yfirsýn með MyPeugeot® appinu. Í MyPeugeot appinu er hægt að skoða eftirfarandi upplýsingar þegar þér hentar:

  • Stöðu á drægni.
  • Hleðslustöðu.
  • Gögn um hvernig rafnotkunin hefur verið á síðustu ferðum.
  • Fengið upplýsingar um hvað viðvörunarljós í mælaborði þýða.

Þú getur einnig stjórnað þessum aðgerðum beint í gegnum appið:

  • Virkjað, stöðvað eða tímasett hleðslu.
  • Þú getur stillt forhitun á bílnum þannig að hann sé heitur þegar þú leggur af stað. Forhitun hefur ekki áhrif á hleðslutíma. 
  • Pantað tíma á þjónustuverkstæði  Peugeot á Íslandi.
/image/90/7/2statistics.617907.png

Stjórnaðu hverju þú eyðir

Upplýsingar um eftirstöðvar á drægni og aksturstölfræði eru birtar strax. Finndu bílinn þinn á auðveldan hátt þökk sé sjálfvirkum áminningum um staðsetningu bílsins.    

Þarftu hjálp?  Hafðu samband við okkur á auðveldan hátt þökk sé tímabókunum á netinu eða með því að hringja í Peugeot á Íslandi. Þú getur jafnvel fylgst með sundurliðun á viðgerð á bílnum þínum.

/image/90/8/3maintenance.617908.png

ÞJÓNUSTA VIÐ HÖNDINA

Með einum smelli geturðu séð þjónustuyfirlit. Þú færð tilkynningu um næstu þjónustuskoðun, finnur tíma sem hentar þér í og færð áminningu um komandi heimsókn. 

/image/90/9/4vehicle.617909.png

ALLAR UPPLÝSINGAR UM ÞINN PEUGEOT

Stjórnaðu allri þjónustu sem tengist bílnum þínum á einum stað. Bættu við akstursupplifun þína með því að skoða og fylgjast með allri tengdri þjónustu.

Veistu ekki hvað viðvörunarljósið þýðir á mælaborðinu þínu? Þarftu hjálp með snertiskjáinn þinn? Þarftu að uppfæra marmiðlunarkerfið í Peugeot bílnum þínum? Finndu svör við öllum þínum spurningum í MyPeugeot appinu.

Þarftu frekari upplýsingar? Fáðu aðgang að öllum gögnum um bílinn þinn á skemmtilegan hátt með því að leita með Scan My Peugeot appinu.

/image/91/0/5lev.617910.png

FJARSTÝRÐU HLEÐSLUNNI MEÐ APPINU

Þegar Peugeot  rafbíllinn er tengdur hleðslustöðinni getur þú stjórnað hleðsluferlinu frá MyPeugeot®  appinu. Þú getur byrjað að hlaða ökutækið eftir fyrirfram ákveðinni tímaáætlun og endurhlaðið þegar hentar þér. Þú getur einnig fylgst með  hleðsluhraðanum. Ef óvænt rof verður á hleðslunni  mun MyPeugeot®  appið  láta þig vita, einnig þegar ökutækið er fullhlaðið

MyPeugeot appið er fáanlegt á iOS (frá iOS 9.0 og uppúr) og Android (frá Android 5.0 Lollipop og upp úr)

SÆKJA MYPEUGEOT APP