/image/33/2/header.600332.jpg
/image/33/2/header.600332.jpg

FJARSTÝRÐ VIRKNI FYRIR 100% RAFBÍLA OG TENGILTVINNBÍLA

Virkjaðu, stöðvaðu eða tímasettu hleðslu með fjarstýrðri virkni í MyPeugeot Appinu.

Þú getur einnig stillt forhitarann með fjarstýrðri virkni í MyPeugeot appinu ef bíllinn er með amk. 50% hleðslu þannig að bíllinn verður heitur þegar þú leggur af stað.

SÆKTU MYPEUGEOT APP Í SÍMANN ÞINN

/image/33/3/home.600333.png

HAFÐU YFIRSÝN YFIR HLEÐSLUSTÖÐU BÍLSINS

Með MyPeugeot® appinu sérðu stöðu á hleðslu í rauntíma ásamt því að geta skoðað tölfræði á rafnotkun síðustu ferða. Þú getur einnig séð tillögur um hvernig þú getur hagað akstrinum  á sem hagkvæmastan hátt, athugað hvort bíllinn er rétt tengdur í rafmagn og hvort þú ert á hraðri eða stöðugri hleðslu.

NOTAÐU FJARSTÝRÐA VIRKNI VIÐ HLEÐSLUNA 

Þegar Peugeot 100% rafbíllinn er tengdur við hleðslustöð þá getur þú virkjað, tímasett eða stöðvað hleðsluna í símanum þínum í gegnum MyPeugeot appið. Þú sérð einnig hleðsluhraðann og hversu langt er í að bíllinn verði fullhlaðinn. Ef rof verður á hleðslunni færðu tilkynningu í MyPeugeot appið. Þú færð einnig tilkynningu þegar bíllinn er fullhlaðin

/image/33/4/charge.600334.png

/image/33/5/clim.600335.png

STILLTU FORHITARANN 

Stilltu forhitarann með fjarstýrðri virkni í MyPeugeot appinu þannig að bíllinn verður 21°heitur þegar þú þarft að nota hann. Þú getur einnig stillt bíllinn þannig að hann verði ekki of heitur á góðum sumardegi þegar þú leggur af stað. Þú getur á auðveldan máta breytt tímasetningunni dag frá degi. Rafbíllinn þarf að vera með 50% hleðslu til að þú getir stillt forhitarann með fjarstýrðri virkni í MyPeugeot appinu. Ef rafbíllinn er í hleðslu hefur forhitun ekki áhrif á hleðsluna.

/image/33/6/mypeugeot-icon-app.600336.png

Fjarstýrð virkni er einungis í boði í MyPeugeot appinu.

Leiðbeiningar til að virkja fjarstýrða virkni