Fjarstýrð virkni

/image/33/2/header.600332.jpg
/image/33/2/header.600332.jpg

FJARSTÝRÐ VIRKNI FYRIR 100% RAFBÍLA OG TENGILTVINNBÍLA

Virkjaðu, stöðvaðu eða tímasettu hleðslu með fjarstýrðri virkni í MyPeugeot Appinu.

Þú getur einnig stillt forhitarann með fjarstýrðri virkni í MyPeugeot appinu ef bíllinn er með amk. 50% hleðslu þannig að bíllinn verður heitur þegar þú leggur af stað.

SÆKTU MYPEUGEOT APP Í SÍMANN ÞINN

/image/33/3/home.600333.png

HAFÐU YFIRSÝN YFIR HLEÐSLUSTÖÐU BÍLSINS

Með MyPeugeot® appinu sérðu stöðu á hleðslu í rauntíma ásamt því að geta skoðað tölfræði á rafnotkun síðustu ferða. Þú getur einnig séð tillögur um hvernig þú getur hagað akstrinum  á sem hagkvæmastan hátt, athugað hvort bíllinn er rétt tengdur í rafmagn og hvort þú ert á hraðri eða stöðugri hleðslu.

NOTAÐU FJARSTÝRÐA VIRKNI VIÐ HLEÐSLUNA 

Þegar Peugeot 100% rafbíllinn er tengdur við hleðslustöð þá getur þú virkjað, tímasett eða stöðvað hleðsluna í símanum þínum í gegnum MyPeugeot appið. Þú sérð einnig hleðsluhraðann og hversu langt er í að bíllinn verði fullhlaðinn. Ef rof verður á hleðslunni færðu tilkynningu í MyPeugeot appið. Þú færð einnig tilkynningu þegar bíllinn er fullhlaðin

/image/33/4/charge.600334.png

/image/33/5/clim.600335.png

STILLTU FORHITARANN 

Stilltu forhitarann með fjarstýrðri virkni í MyPeugeot appinu þannig að bíllinn verður 21°heitur þegar þú þarft að nota hann. Þú getur einnig stillt bíllinn þannig að hann verði ekki of heitur á góðum sumardegi þegar þú leggur af stað. Þú getur á auðveldan máta breytt tímasetningunni dag frá degi. Rafbíllinn þarf að vera með 50% hleðslu til að þú getir stillt forhitarann með fjarstýrðri virkni í MyPeugeot appinu. Ef rafbíllinn er í hleðslu hefur forhitun ekki áhrif á hleðsluna.

/image/33/6/mypeugeot-icon-app.600336.png

Fjarstýrð virkni er einungis í boði í MyPeugeot appinu.

Leiðbeiningar til að virkja fjarstýrða virkni

(e-remote) í MyPeugeot App® skref 1-5

MyPeugeot app Peugeot e-208

SKREF 1

Áður en þú byrjar að virkja appið þarftu að sjá til þess að bíllinn taki á móti gögnum. Þú gerir það á eftirfarandi hátt;

 • Veldu „bíllinn“ í skjá bílsins
 • Veldu Vehicle settings
 • Ýttu á tannhjólið efst í hægra horninu
 • Veldu Configuration
 • Veldu Systems Configuration
 • Veldu Privacy Restrictions
 • Hakaðu í Sharing Data and Vehicle Position

Nú er komið að því að virkja fjarstýrðu virknina (e-remote) í MyPeugeot Appinu ® 

Einungis er hægt að virkja einn síma í einu en það er hægt að nota fleiri en einn síma.

App leiðbeiningar

SKREF 2

Nú er komið að því að virkja fjarstýrðu virknina (e-remote) í MyPeugeot Appinu ®

Einungis er hægt að virkja einn síma í einu en það er hægt að nota fleiri en einn síma.

 • Sæktu MyPeugeot appið í Appstore fyrir Iphone og í Playstore fyrir Android.
 • Búðu til þinn aðgang og skráðu inn VIN númer bílsins.
MyPeugeotApp leiðbeiningar

SKREF 3

Til að fara í gegnum næstu skref þá þarftu að vera inni í bílnum og síminn verður að vera paraður við bílinn (með Bluetooth) ásamt því að síminn þinn þarf að vera í 3G/4G/5G netsambandi.

 • Opnaðu My Peugeot appið, smelltu á „explore now“ skilaboðin á miðjum skjánum, eða farðu í: Vehicle sem er neðst í hægra horninu veldu > Connected Services > veldu E-remote control.
 • Þar birtist „start activation“ hnappur. Smelltu á „start activation" > samþykktu notkunarskilmála og staðfestu með því að smella á „Open My Peugeot App“.
 • Skráðu farsímanúmerið þitt > smelltu á „continue". Nú átt þú 3 skref eftir til að virkja þjónustuna.
 • Sláðu inn símanúmerið þitt, opnaðu SMS skilaboðin sem þú fékkst, sláðu inn kóðann sem sendur var með SMS skilaboðum og staðfestu.
Mypeugeot appið

SKREF 4

 • Nú færðu önnur skilaboð frá Peugeot. Opnaðu skilaboð númer 2, sláðu inn kóðann sem sendur var í SMS skilaboðum númer 2. Veldu PIN-númer og ýttu á continue.
 • Samþætting með takka: ýttu á start/stopp hnappinn meðan ýtt er á bremsupedalinn. 
 • Til að appið verði virkt þarftu að keyra bíllinn í amk 20 mínútur þar sem 3G/4G/5G netsamband er virkt.
 • Slökktu á bílnum, farðu út úr bílnum og læstu. Þannig lýkur uppfærslunni.
 • Sestu aftur inn í bíllinn og endurhladdu vafrann í My Peugeot Appinu með því að ýta á örina ofarlega í hægra horninu. Nú ættir þú að sjá hleðslustöðu bílsins og valmyndirnar „charge“ og „Clim“.
MyPeugeot app fjarstýrð virkni

SKREF 5

Fjarstýrð virkni (e-remote) eru nú virkjað í Peugeot bílnum þínum.

Nú getur þú:

 • Virkjað, stöðvað eða tímasett hleðslu.
 • Stillt forhitun á bílnum þannig að hann sé heitur þegar þú leggur af stað. Forhitun hefur ekki áhrif á hleðslutíma.
 • Ef bíllinn er ekki tengdur hleðslustöð verður að lágmarki að hafa 50% hleðslu til að þú getir stillt forhitunina í appinu.

  Ef koma upp vandamál, hafðu samband við söluráðgjafa Peugeot á peugeot@brimborg.is  eða með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.
SKREF 1
SKREF 2
SKREF 3
SKREF 4
SKREF 5

SÆKTU MYPEUGEOT APP Í SÍMANN ÞINN