ALLT AÐ 340 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI
Stefna Peugeot bílaframleiðandans er að rafbílavæða allt sitt bílaúrval fyrir árið 2025.
Vegferð rafbíla Peugeot hófst með Peugeot e-208 100% hreinum rafbíl með 340 km dægni
sem var kosinn Bíll ársins í Evrópu 2020 og í lok sumars 2020 var Peugeot e-2008,
100% hreinn rafbíll með jeppalagi, góða veghæð og háa sætisstöðu
frumsýndur og hefur fengið frábærar viðtökur. Nýjasti meðlimurinn er langdrægur
Peugeot e-Expert rafsendibíll með allt að 330 km drægni á 100% rafmagni.
FJARSTÝRÐ FORHITUN TRYGGIR ALLTAF HEITAN BÍL
Peugeot rafbílar eru með fjarstýrðri forhitun sem tryggir að bíll er heitur og
þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í
MyPeugeot® appinu ásamt því að tímastilla forhitun.
VARMADÆLA EYKUR VIRKNI MIÐSTÖÐVAR OG DRÆGNI
Varmadæla er mikilvægur búnaður í rafbílum, sérstaklega á Íslandi, og hún
er staðalbúnaður í Peugeot e-208 og e-2008. Hún endurnýtir orku úr umhverfinu fyrir bæði miðstöð og
drifrafhlöðu bílsins sem gerir það kleift að ekki þarf að nota eins mikla orku frá drifrafhlöðunni
til að hita eða kæla bílinn. Það getur munað allt að 50 km eða um 15% af drægni
bílsins hvort varmadæla er í bílnum eða ekki.
7 ÁRA ÁBYRGÐ Á BÍL OG 8 ÁR Á DRIFRAFHLÖÐU
Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára verksmiðjuábyrgð á bílnum
og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.
Kynntu þér allt um Peugeot rafbíla hér á vefnum. Í Vefsýningarsal finnur þú Peugeot
rafbíla á lager og í pöntun, finnur draumabílinn, sendir fyrirspurn og færð svar um hæl.
Einn af mörgum kostum forpöntunar er að þú getur sett þinn draumabíl saman
með aðstoð söluráðgjafa Peugeot.
Einfaldaðu rafbílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum, hagstæða
fjármögnun, tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf við uppsetningu.
Komdu og keyrðu Peugeot rafbíl og láttu gæðin heilla þig!
Stígðu inn í rafmagnaða framtíð með Peugeot og njóttu þess að ferðast um á
umhverfisvænan máta.Skiptu yfir í rafmagnið, keyrðu Peugeot 100% rafbíl.