Peugeot Tengiltvinnbílar PHEV

Peugeot_3008_Phev_hybrid
Peugeot_3008_Phev_hybrid

Kynntu þér úrvalið af umhverfisvænum tengiltvinnbílum frá Peugeot sniðnum að daglegum akstri þínum og aksturslagi þínu. Gæðin heilla þig strax!

Peugeot-tengiltvinnbílar

Kynntu þér alveg nýjan ferðamáta í tengitvinnbílum frá Peugeot. Tengiltvinn  PHEV bílar eru afar fjölhæfir og þú getur ekið þeim lengri ferðir.

Þú getur skipt yfir í 100% rafstillingu á einu augnabliki og ekið allt að 59 km. Fjölskyldubíll, skutbíll eða smájeppi. Framboð okkar á tengiltvinnbílum uppfyllir allar hugsanlegar þarfir með því að sameina framúrstefnulega hönnun, umhverfisvæn afköst og háþróaða tækni án nokkurra málamiðlana.

Kostirnir við tengiltvinnbíla

/image/31/5/peugeot-508phev-2019-009-fr.552315.jpg

ÓTRÚLEG DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI, SPARNEYTNI OG KRAFTUR

 Akstursánægja

Uppgötvaðu nýja vídd í akstursánægju þökk sé 100% rafstillingunni í tengiltvinnbílunum frá Peugeot:
- Þýður akstur án þess að bíllinn rykkist til
- Skörp hraðaaukning þökk sé tafarlausum togkrafti frá vélinni
- Hljóðlát vél
- Dregið er úr hristingi
- Akstursfrelsi: Hægt er að keyra allt að 50 km á tengiltvinnvélinni.i

Þú sparar peninga 

Þú sparar peninga þegar þú fjárfestir í tengiltvinnbíl:
- Allt að 40% sparnaður í eldsneytisnotkun i
- íIvilnun frá ríkinu sem gerir tengilvinnbíl hagkvæmari í kaupum
- Hægt er að nota rafstillingu
- Minni viðhaldskostnaður

Tengiltvinnbílar eru auðveldir í notkun

Tengiltvinnbílar auðvelda þér lífið á eftirfarandi hátt:
- Hröð hleðsla og hleðslubúnaður sem er auðveldur í notkun
- Skjáir eru í bílnum sem birta upplýsingar um aksturinn í rauntíma
- MyPeugeot-forritið sem gerir þér kleift að fjarstýra tilteknum eiginleikum bílsins.
- Ferðafrelsi: Keyrðu lengri ferðir án nokkurra takmarkana

/image/31/7/peugeot-508phev-2019-002-fr.552317.jpg

Kynntu þér nýja Peugeot 508 HYBRID lúxusfólksbílinn

 

Kynntu þér lúxusfólksbílinn í nýju línunni af tengiltvinnbílum frá Peugeot. Nýi 508 HYBRID er sportlegur í útliti og er ómissandi bandamaður í daglegum akstri. Skiptu yfir í 100% rafstillingu við innanbæjarakstur og nýttu þér bensínvélina þegar lengri ferðir eru eknar. 

/image/31/8/peugeot-508phev-sw-2019-005-fr.552318.jpg

Kynntu þér nýja Peugeot 508 station PHEV lúxus station bílinn

 

Kynntu þér lúxus station 508 í línunni okkar af tengiltvinnbílum frá Peugeot. Nýi Peugeot 508 SW  PHEV sameinar sportlegt útlit, úrvalsþægindi og mikið innanrými og er traustur ferðafélagi þinn í öllum ferðalögum. Nýttu þér rúmgóða farangursgeymsluna og 100% rafstillingu þegar lagt er af stað í ferðalagið.

Tengiltvinnvélin

Skilvirkni og tækniframfarir

/image/31/4/peugeot-508phev-1809tech-316.552314.jpg

Litíum-iOn-rafhlaða


Tengiltvinn- PHEV bílarnir frá Peugeot eru búnir litíum-iOn-rafhlöðu sem fylgir með ökutækinu þegar það er keypt. Ending rafhlöðunnar í 100% rafstillingu gerir ráð fyrir að hægt sé að aka tvinnbílnum allt að 59 km (WLTP i). Háspennurafhlaðan er undir aftursætunum.

Tengiltvinnbílarnir eru búnir „eSAVE“ eiginleika sem ökumaður nýtir sér til að stilla varaafl rafhlöðunnar i(10 km, 20 km eða fullhlaðna rafhlöðu). Þannig getur ökumaður nýtt varaaflið hvenær sem er við aksturinn, sér í lagi þegar ekið er um svæði þar sem aðgengi er takmarkað.

/image/31/3/peugeot-hybrid-2018-008-fr.552313.jpg

 Vél

Tengiltvinnbíll er ökutæki sem sameinar bensínvél og einn eða tvo rafmótora  i (t.d. Peugeot 3008 HYBRID4 SUV) og eina rafhlöðu.

Tengiltvinnbílarnir frá Peugeot eru búnir nýrri átta gíra, rafstýrðri sjálfskiptingu, eða e-EAT8.

PEUGEOT 3008 SUV er í boði með fjórhjóladrifi.

Akstursstillingar

Tvöföld akstursánægja: Rafmótor og bensínvél. Tengiltvinnbílar frá Peugeot eru búnir fjórum stökum akstursstillingum (þ.e. slíkt merkir að ekki er hægt að nota stillingarnar samtímis) sem veita þér fullkomna akstursánægju.

Endurnýting orku við hemlun og hröðun er í boði fyrir allar akstursstillingar (að meðaltali 90% af hemlaorkunni eru endurnýtt og síðan geymd í rafhlöðunni)

/image/31/9/peugeot-3008phev-hy4-2019-012-fr.552319.jpg

Rafstilling:

Þetta er „sjálfgefin“ stilling fyrir tengiltvinnbílana frá Peugeot (þegar ökutækið er gangsett og rafhlaðan er hlaðin). Njóttu kostanna við rafstillinguna og aktu með 100% rafafli. Njóttu góðs af öllum kostunum við rafbíla, eins og hljóðlátum akstri og umhverfisvænni notkun án útblásturs.

/image/32/0/peugeot-3008phev-hy4-2019-013-fr.552320.jpg

PHEV-stilling:

PHEV-stillingin gerir þér kleift að keyra annaðhvort í rafstillingu eða á bensínvélinni miðað við aksturslag þitt eða undirlagið sem ekið er á. Þegar þú velur þessa akstursstillingu getur bíllinn valið sjálfkrafa hvaða akstursstillingu skal nota. Nýttu þér þessa akstursstillingu til að njóta kostanna sem fylgja notkun á rafmótor og bensínvél, eins og að hámarka notkun á rafafli.

/image/32/1/peugeot-3008phev-hy4-2018-004-fr.552321.jpg

Sport-stilling:

Nýttu togkraft vélarinnar í tengiltvinnbílnum til fullnustu. Sport-stillingin sameinar afl beggja vélanna til að laða fram hámarksafl tengiltvinnbílsins. Sameiginlegur kraftur vélanna í Peugeot 3008 HYBRID4 SUV er allt að 300 hestöfl

/image/32/2/peugeot-508phev-2018-008-fr.552322.jpg

Comfort-stilling

Þessi stilling sameinar Hybrid-stillinguna og virka fjöðrun i  til að auka enn á þægindin.Virka fjöðrunin gefur í senn betra grip, frábæra spólvörn og hámarksþægindi.

Rafstilling:
PHEV-stilling:
Sport-stilling:
Comfort-stilling

Tengiltvinnbílatækni

Endurnýting hemlaorku

Þú endurnýtir stöðugt hemlaorkuna með mótorbremsukerfinu í tengiltvinnbílum frá Peugeot þegar þú hemlar og gefur í. Endurnýting hemlaorkunnar hleður rafhlöðuna í bílnum að hluta til og eykur drægi bílsins.

Útblástur C0

Tengiltvinnbíllinn dregur verulega úr útblæstri, en útblásturinn er minni en sem nemur 49 g/km (WLTP). Enginn útblástur á sér stað þegar 100% rafstillingin er notuð.

Eldsneytisnotkun

Meðaleldsneytisnotkun tvinnbíls er 2,2 l/100 km (WLTP), en slíkt er 40% bæting miðað við bíl sem er aðeins knúinn af bensínvél.

Endurnýting hemlaorku

Þú endurnýtir stöðugt hemlaorkuna með mótorbremsukerfinu í tengiltvinnbílum frá Peugeot þegar þú hemlar og gefur í. Endurnýting hemlaorkunnar hleður rafhlöðuna í bílnum að hluta til og eykur drægi bílsins.

Útblástur C0

Tengiltvinnbíllinn dregur verulega úr útblæstri, en útblásturinn er minni en sem nemur 49 g/km (WLTP). Enginn útblástur á sér stað þegar 100% rafstillingin er notuð.

Eldsneytisnotkun

Meðaleldsneytisnotkun tvinnbíls er 2,2 l/100 km (WLTP), en slíkt er 40% bæting miðað við bíl sem er aðeins knúinn af bensínvél.

Hvernig á að hlaða tvinnbílinn

/image/32/3/peugeot-508phev-1809pb-002.552323.jpg

Tengiltvinnbílarnir frá Peugeot eru hannaðir þannig að auðvelt sé að hlaða þá. Hleðsluinntakið er vinstra megin á bílnum að aftan (spegilmynd af bensínlokinu). Þegar bíllinn þinn er fullhlaðinn er hægt að geyma hleðslukapalinn í þar til gerðu rými undir gólfinu í farangursgeymslunni. Ljós í ýmsum litum sýna síðan framvindu hleðslunnar þegar tengiltvinnbíllinn þinn er í hleðslu. Hleðslutími bílsins fer eftir afli úttaksins eða hleðslustöðvarinnar.


Tengiltvinnbílarnir frá Peugeot bjóða þér ýmsa möguleika við að hlaða til að geta ekið eingöngu á rafafli.

Hleðslustöðvar í heimahúsi og á vinnustöðum


Þú getur notað hefðbundið úttak (8A) til að hlaða tengiltvinnbílinn þinn. Rafhlaðan er fullhlaðin á innan við sjö klukkustundum. Þú getur hlaðið rafhlöðu tengiltvinnbílsins á innan við fjórum klukkustundum ef þú notar aflmikið Green'up® úttak (14A). Þú getur einnig notað veggbox (þ.e. box sem er fest á vegginn þar sem þú hleður bílinn þinn. Einnig geturðu fest úttakið á þar til gerða stöng ef þú vilt hlaða bílinn utanhúss. Frekari upplýsingar um skilyrði við hleðslu fást hjá söluaðila). Þessi hleðslulausn býður upp á framúrskarandi hleðsluafl og dregur úr hleðslutímanum. Þegar notaður er sérhannaður kapall og innbyggt 7,4 kW hleðslutæki (fæst sem aukabúnaður: Hleðslutæki með 7,4 kW afli og valfrjálsum kapli með þremur stillingum) er hægt að hlaða bílinn á einni klukkustund og 45 mínútum.

Almennar hleðslustöðvar    

Þú getur einnig hlaðið tvinnbílinn á almennum hleðslustöðvum. Nú bætast stöðugt við fleiri og fleiri almennar hleðslustöðvar. Í dag eru yfir 180.000 hleðslustöðvar í Evrópu og við erum stöðugt að bæta við hleðslustöðvum hér á Íslandi.

Þú getur notað leiðsögukerfi bílsins til að leita að hleðslustöðvum og þú ættir að íhuga kaup á Free2Move Services-hleðslupassanum (sérstakur passi frá Free2Move Services) til að fá aðgang að stóru neti almennra hleðslustöðva innan Evrópu.

Nokkur góð ráð varðandi umhverfisvænan akstur

/image/33/0/peugeot-508phev-2019-006-fr.552330.jpg

Keyrðu á mjúkan hátt

Best er að aka bílnum þannig að hann rykkist ekki mikið til og forðast að gefa í og bremsa ótt og títt á hraðan hátt til að koma í veg fyrir of mikla orkunotkun. Dragðu úr hraðanum á þjóðvegum eins og frekast er unnt þar sem mikill aksturshraði minnkar drægi tvinnbílsins.

/image/33/1/peugeot-3008phev-hy4-2019-011-fr.546507.63.552331.jpg

Notaðu hemlastillinguna

Í stað þess að nota stöðugt hemlafótstigið er hægt að nota mótorbremsukerfið í staðinn og þannig búa til afl og hlaða rafhlöðuna við hemlun og hröðun.

/image/33/2/voiture-peugeot-visuel-lifestyle.517927.19.552332.png

Notaðu formeðhöndlun

Þegar bíllinn þinn er í hleðslu geturðu nýtt þér formeðhöndlun til að takmarka orkuna sem hita- eða kælikerfin nota þegar þú hefur akstur á ný. Það dregur ekki úr drægi bílsins þegar hann er hitaður eða kældur á meðan hann er í hleðslu.

/image/33/3/peugeot-3008phev-hy4-2019-004-fr.552333.jpg

Gættu þess að dekkin séu í góðu ástandi

Það er afar mikilvægt að hirða vel um dekkin óháð vélargerð bílsins sem um ræðir. Tengiltvinnbílar eru til fyrirmyndar hvað öryggi varðar og draga verulega úr orkunotkun, en ef röng dekk eru notuð eða dekkin eru með röngum loftþrýstingi mun slíkt auka orkunotkunina verulega.

Mjúkur akstur
Hemlastilling
Formeðhöndlun
Dekk

Sparaðu fyrir þig og umhverfið

/image/32/9/peugeot-508phev-sw-1809pb-002.552329.jpg

Lægri gjöld og ívilnanir

Peugeot tengiltvinnbílar er með CO2 gildi undir 50g og er því án vörugjalda og bera því lægri virðisaukaskatt.Þannig aðstoðar Íslenska ríkið við  að gera íslenska flotann umhverfisvænni.

Rafbílar, bæði hreinir og tengiltvinnbílar njóta ívilnunar (skattalækkunar) sem lækkar verð þeirra til bílkaupenda en þessar ívilnanir eru háðar gildistíma og ákveðnum fjöldakvóta.

Rafbílar eru almennt á lægra verði en innkaupsverð þeirra segir til um því þeir njóta ívilnunar stjórnvalda skv. ákveðnum reglum. Ívilnanir byggja annars vegar á því að innflutningsgjöld (vörugjöld) eru lægri eða engin þar sem rafbílar losa lítið eða ekkert af koltvísýring. Hins vegar byggja þær á því að virðisaukaskattur er felldur niður að öllu leiti eða að hluta.

Ívilnanir vegna virðisaukaskatts rafbíla hafa ákveðin gildistíma og byggja einnig á ákveðnum innflutningskvóta.

Smelltu hér til að skoða nánar um ívilnanir.Kauptu tengiltvinnbílinn þinn hjá Peugeot

5 ára ábyrgð

Forsendur framlengdrar verksmiðjuábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit samkvæmt staðli framleiðenda frá nýskráningardegi bifreiðar. Kaupandi kostnað af þjónustunni. Nánari upplýsingar hér 

Bílalán er þægileg leið til að eignast nýjan bíl. Kynntu þér kostina í bílafjármögnun hjá Peugeot.Smelltu hér til að kynna þér fjármögnunarleiðir.

Rekstarleiga

Rekstrarleiga á bílum er í boði fyrir nýja bíla af tilteknum tegundum og gerðum hentar fyrirtækjum sem vilja hafa allan rekstrarkostnað uppi á borðinu. Með  rekstrarleigu á bílum er allur þjónustukostnaður, fjármagnskostnaður, afskriftir og endursöluáhætta innifalin í mánaðarlegri greiðslu. Smelltu hér til að  kynna þér rekstarleigu á Peugeot.

Kaupleiga

Kaupleiga bíla er bílafjármögnun sem hentar fyrirtækjum. Með  kaupleigu er bíllinn leigður af fjármögnunarfélagi sem kaupir bílinn en leigutaki færir samt bílinn til eignar. Í lok samningstíma eignast leigutaki bílinn með því að greiða lokagreiðslu sem ákveðin er í upphafi og bílnum er þá afsalað til leigutaka. Kynntu þér Kaupleigu á Peugeot hér.

Gæða Þjónusta Peugeot

/image/32/4/peugeot-voiture-connecee-2015-02.9434.32.517667.43.552324.jpg

BRIMBORG BÝÐUR NÚ ALLA NÝJA PEUGEOT BÍLA MEÐ 5 ÁRA ÁBYRGÐ OG RAFHLÖÐUÁBYRGÐ RAFBÍLA Í 8 ÁR. ÁBYRGÐIN ER VÍÐTÆK VERKSMIÐJUÁBYRGÐ SEM GILDIR FYRIR BÆÐI FÓLKSBÍLA OG SENDIBÍLA PEUGEOT.

5 ára ábyrgð Peugeot     

Nýir Peugeot bílar eru með 5 ára ábyrgð. Kaupandi hefur rétt samkvæmt íslenskum lögum til að bera fram kvörtun um galla í allt að tvö ár frá afhendingu bifreiðarinnar. Að auki býður Brimborg kaupanda 3 ára framlengda verksmiðjuábyrgð eða samtals 5 ár gegn sérstökum skilmálum. Forsendur framlengdrar verksmiðjuábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit samkvæmt staðli framleiðenda frá nýskráningardegi bifreiðar og ber kaupandi kostnað af þjónustunni. Upplýsingar um þjónustueftirlit er að finna í eigenda- og þjónustuhandbók bílsins.

MyPeugeot App®

Hafðu samband Peugeot


Í  MyPeugeot appinu getur þú á einfaldan hátt haft yfirsýn yfir Peugeot bíllinn þinn. Þú sérð upplýsingar um km stöðu, eyðslutölur, upplýsingar um ferðir, viðvörunarljós í mælaborði ásamt því að hafa yfirlit yfir þjónustueftirlit bílsins. Þú getur á auðveldan máta pantað tíma í þjónustu á þjónustuverkstæði Peugeot eða fengið beint samband við Peugeot á Íslandi. Í appinu getur þú einnig fylgst með nýjungum hjá Peugeot, lesið fréttir og fengið tilboð

MYPEUGEOT APP FYRIR BENSÍN OG DÍSIL ÚTFÆRSLUR

Þú hefur yfirsýn yfir eftirfarandi upplýsingar:

 • Stöðu kílómetramælis
 • Eyðslutölur og stöðu á eldsneyti
 • Stöðu á þjónustu
 • Rauntímastaðsetningu bílsins á korti
 • Lengd ferðar,  upphafsstað og lokastað ásamt upphafs- og lokatíma
 • Upplýsingar um hvað viðvörunarljós í mælaborði þýða

Þú getur einnig stjórnað þessum aðgerðum beint í gegnum appið:

 • Pantað tíma á þjónustuverkstæði Peugeot á Íslandi | Brimborg
 • Haft samband við neyðaraðstoð Peugeot

  MYPEUGEOT APP FYRIR RAFMAGNS- OG TENGILTVINNBÍLA 

 • Vertu með yfirsýn með MyPeugeot® appinu. Í MyPeugeot appinu er hægt að skoða eftirfarandi atriði þegar þér hentar:
 • Stöðu á drægni
 • Hleðslustöðu
 • Fengið upplýsingar um hvað viðvörunarljós í mælaborði þýða
 • MyPeugeot app fyrir rafmagns- og tengiltvinnbíla er með fjarstýrða virkni (e-remote) þar sem þú getur:

 • Virkjað, stöðvað eða tímasett hleðslu

 • Stillt forhitun á bílnum þannig að hann sé heitur þegar þú leggur af stað. Forhitun hefur ekki áhrif á hleðslutíma 

Hafðu samband við söluráðgjafa Peugeot á peugeot@brimborg.is  með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan.

/image/32/5/pc69-peugeot-508-2018-458-fr.432211.20.517669.20.552325.jpg

VANTAR BÍL Í FLOTANN? FYRIRTÆKJALAUSNIR BRIMBORGAR - ALLT Á EINUM STAÐ

Fyrirtækjalausnir Brimborgar veita fyrirtæki þínu ráðgjöf sem tryggir hagkvæmar, sérsniðnar heildarlausnir í bílamálum.  Framúrskarandi viðhalds, dekkja- og hraðþjónusta og flotastýring hjá 250 sérhæfðum starfsmönnum Brimborgar tryggir fyrirtæki þínu hagræðingu, þægindi, sveigjanleika og lengri uppitíma.

Hafðu samband strax í dag við sérfræðinga fyrirtækjalausna Brimborgar til að bæta Peugeot í flotann þinn.

Aðrar spurningar varðandi rafbíla

Tengiltvinnbíll eða rafbíll: Hvorn ætti ég að velja?

Tengiltvinnbíll er í raun og veru hvorki betri né verri kostur en rafbíll. Besta leiðin er að huga að eigin akstursvenjum og þörfum þegar kemur að því að velja ökutæki með litlum útblæstri.


Rafbíll er vænlegri kostur ef þú ekur daglega innanbæjar.
Tvinnbíll er betri kostur ef þú keyrir reglulega lengri vegalengdir. Tengiltvinnbílar bjóða upp á akstur í 100% rafstillingu eða tvinnstillingu og því er hægt að skipta á milli 100% rafafls eða bensínafls miðað við undirlagið sem ekið er á.

Hvernig virkar tengiltvinnbíll?

Tengiltvinnbílar frá Peugeot sameina kosti bensínbíls og rafbíls.
Tvinnbíll nýtir tvo aflgjafa við aksturinn: Bensínvél, einn eða tvo rafmótora ásamt rafhlöðu og utanáliggjandi hleðsluinntaki. Munurinn á tvinnbíl og tengiltvinnbíl er sá að stinga verður hinum síðarnefnda í samband til að hlaða rafhlöðuna. Hægt er að aka tengiltvinnbílunum frá Peugeot allt að 50 km í rafstillingu í stað tveggja til þriggja kílómetra í bílum sem bjóða ekki upp á slíka hleðslu.Tvinnbíll býður þér upp á að skipta á milli 100% rafstillingar, tvinnstillingar eða bensínvélar. Þú getur skipt um akstursstillingu eftir veginum sem ekið er eftir hverju sinni.

Er minni útblástur frá tengiltvinnbílum miðað við ökutæki með bensínvélum?

Rafhlaðan gerir tengiltvinnbílnum kleift að aka allt að 50 km í rafstillingunni án nokkurs útblásturs. Notaðu 100% rafstillinguna við daglegan akstur innanbæjar til að draga sem mest úr útblæstrinum. Slíkt hefur í för með sér að þú verður að hlaða rafhlöðu tvinnbílsins reglulega til að geta notað rafmótorinn.
Þegar þú notar sérstaka tækni við umhverfisvænan akstur í HYBRID-stillingunni geturðu hámarkað drægi bílsins í rafstillingu og þannig dregið verulega úr útblæstri.