- Afl rafmagnsvélar (rafmótors) er mælt í kW og er mælieinig á það afl eða þann kraft sem hægt er að ná út úr rafmagnsvélinni. Nákvæmlega eins og hestöfl (hp) eru mælieining fyrir bensín og diesel bíla. Þess má geta að það er langt síðan að bílaframleiðendur fóru að gefa upp afl bensin og diesel bíla í kW líka. Eitt kílóvatt samsvarar til 1,341 hestöfl (1,0 kW = 1,341 hp) (1,0 hp = 0,745 7kW).
- Orkan er mæld í kWh og er mælieining yfir þá orku sem hægt er að hafa í rafgeymi bílsins. Ef við höldum áfram samlýkingu við bensín eða dísilbíl þá má segja að geymirinn sé eldsneytistankur rafmagnsbílsins. Það er eins með eyðslu rafmagnsbíls eins og eyðslu bensínbíls að hún ræðst af ökulagi, þyngd og ytri aðstæðum, o.s.frv.
- Eyðsla rafbíls er mæld sem kWh per 100 km. ekki ósvipað og eyðsla bensín og dísilbíla er mæld sem lítrar per 100 km.
- Straumurinn er mældur í Amperum (A) og hefur áhrif á það hversu mikla orku er hægt að flytja úr tengli eða hleðslustöð yfir í rafgeymi bílsins. Þar hefur reyndar líka áhrif afl hleðlustöðvarinnar og móttakari bílsins.