Hleðsluhraði og hleðslustöðvar

Peugeot hleðsla

Hleðslustöðvar og hleðsluhraði er eitt af því sem þarf að huga að þegar kaupa á rafbíl. Ráðgjafar Peugeot veita ítarlega ráðgjöf við fyrstu skrefin en hér er stutt yfirlit yfir hvað huga þarf að. 

100% hreinn rafbíll eða tengiltvinnbíll

Peugeot 3008 PHEV tengiltvinn

Hér verður fjallað bæði um hleðslu 100% hreinna rafbíla (Battery Electric Vehicle eða BEV) og tengiltvinnbíla (Plug-In Hybrid Vehicle eða PHEV). Báðar þessar gerðir rafbíla eru hlaðanlegar (Plug-In) en munurinn liggur í að 100% hreinn rafbíll gengur eingöngu fyrir rafmagni og þarf því að treysta á að fá alltaf næga orku frá rafgeyminum. Tengiltvinnbílar er hins vegar bæði með rafvél og bensínvél og þegar rafmagnið klárast af rafhlöðunni skiptir hann sjálfkrafa yfir á bensínvélina. Þetta ræður miklu um drægni en nánar er fjallað um drægni hér neðar í greininni.

Til að tryggja öryggi við rafhleðslu á 100% hreinum rafbílum og tengiltvinnbílum hefur Mannvirkjastofnun sett fram sérstakar reglur um raflagnir á þeim stöðum sem hleðsla rafbíla og tengiltvinnbíla fer fram og viðeigandi búnað sem skal nota við hleðsluna. Til að tryggja öryggi við hleðslu rafbíla og tengiltvinnbíla er sterklega mælt með að fá rafvirkja til kíkja á aðstæður heima fyrir áður en byrjað er að hlaða.

Nokkrir punktar sem gott er að vita

  • Líklegt er að heimahleðsla verði ráðandi hjá flestum eða a.m.k. 85% af hleðslunni
  • Venjulegir heimilstenglar eru ekki ætlaðir til hleðslu rafbíla eða tengiltvinnbíla
  • Alls ekki má nota framlengingarsnúrur eða fjöltengi við hleðslu rafbíla eða tengiltvinnbíla
  • Hvern tengil má aðeins nota til að hlaða einn bíl í einu
  • Fá rafvirkja til að ráðleggja við val á tengli og frágangi
  • Ganga vel frá hleðslubúnaði heima fyrir, hafa tengil eins nálægt rafbílnum og hægt er
  • Hengja snúruna upp og hafa allt eins aðgengilegt og þægilegt og hægt er
  • Hafa heimakapal nógu langan svo hann svífi ekki í lausu lofti þegar hann er tengdur við bílinn
  • Hafa einn kapal heima og einn í bílnum ef þú þarft að hlaða yfir daginn

Sérfræðingar mæla með hleðslu rafbíla og tvinntengilbíla með heimahleðslustöðvum.

Ekki er ráðlagt að nota hefðbundinn heimilistengil til hleðslu rafbíls. Tryggja þarf að hleðslustraumur geti að hámarki orðið 10A. Tryggja þarf að bilunarstraumsrofi af B-gerð sé annað hvort í hleðslutækinu eða á raflögninni. Fáið staðfestingu seljenda búnaðar að svo sé um búið eða fáið rafvirkja til að setja búnaðinn upp og tryggja þetta. Ef þessi búnaður er ekki í hleðslutækinu þá kostar það aukalega að setja það á raflögnina sé það ekki til fyrir.

Helstu hugtök

- Afl rafmagnsvélar (rafmótors) er mælt í kW og er mælieinig á það afl eða þann kraft sem hægt er að ná út  úr rafmagnsvélinni. Nákvæmlega eins og hestöfl (hp) eru mælieining fyrir bensín og diesel bíla. Þess má geta að það er langt síðan að bílaframleiðendur fóru að gefa upp afl bensin og diesel bíla í kW líka. Eitt kílóvatt samsvarar til 1,341 hestöfl (1,0 kW  = 1,341 hp) (1,0 hp = 0,745 7kW).

- Orkan er mæld í kWh og er mælieining yfir þá orku sem hægt er að hafa í rafgeymi bílsins. Ef við höldum áfram samlýkingu við bensín eða dísilbíl þá má segja að geymirinn sé eldsneytistankur rafmagnsbílsins. Það er eins með eyðslu rafmagnsbíls eins og eyðslu bensínbíls að hún ræðst af ökulagi, þyngd og ytri aðstæðum, o.s.frv.

- Eyðsla rafbíls er mæld sem kWh per 100 km. ekki ósvipað og eyðsla bensín og dísilbíla er mæld sem lítrar per 100 km.

- Straumurinn er mældur í Amperum (A) og hefur áhrif á það hversu mikla orku er hægt að flytja úr tengli eða hleðslustöð yfir í rafgeymi bílsins. Þar hefur reyndar líka áhrif afl hleðlustöðvarinnar og móttakari bílsins.

Drægni á rafmagni og áhrif ytri aðstæðna

Peugeot e-208 forsýðumynd

Drægni rafbíla og tengiltvinnbíla á rafmagni er mikilvægur þáttur við val á rafbíl. Þar skiptir m.a. stærð rafhlöðu máli og nýtni rafvélarinnar en margir aðrir þættir skipta einnig máli. Drægni bíla sem seldir eru í Evrópu (á EES svæðinu) er reiknuð og gefinn upp skv. WLTP staðli og því er hægt að bera saman drægni mismunandi bíla m.v. sömu forsendur. Raunveruleg drægni fer síðan eftir mörgum ytri þáttum eins og hitastigi, vindi, ástandi vega, aksturslagi, o.s.frv.

Varmadæla eykur drægni og bætir virkni miðstöðvar

Varmadæla er mikilvægur búnaður í hreinum rafbílum. Hún nýtir umhverfishita til notkunar fyrir miðstöð bílsins sem gerir það kleyft að hafa miðstöðina í gangi og halda góðum hita inni í bílnum á köldum dögum án þess að það komi niður á drægni bílsins. Rafbílar án varmadælu þurfa annars að nota hluta af orku rafhlöðunnar fyrir miðstöðina. Íslenskar veðuraðstæður eru kjöraðstæður fyrir varmadælur því þær nýtast best á bilinu -5 gráður til + 15 gráða.

Kaup á hleðslustöð til heimilisnota

Hleðslustöðvar til heimilisnota eru hæghleðslustöðvar eða svokallaðar AC stöðvar, riðstraumsstöðvar og eru algengustu hleðslustöðvarnar. Þær geta líka verið uppsettar á vinnustöðum. Nánast allir tengiltvinnbílar eru eingöngu hlaðnir með AC stöðvum. Ráðlagt er að kaupa 22kW stöð, jafnvel þó að núverandi bíll taki ekki nema 3,3kW  hleðslu, þar sem verðmunur er ekki mikill og líklegt er að þróun rafbíla og tengiltvinnbíla verði þannig að þær nýtist vel til framtíðar.

Hraðhleðslustöðvar eða svokallaðar DC stöðvar eru settar upp á almenningssvæðum eða vinnustöðum en ekki á heimilum. Allir hreinir rafbíla geta nýtt sér hraðhleðslu. DC stöðvar geta verið mis aflmiklar sem hefur áhrif á hleðsluhraða.

Ívilnun. Stjórnvöld bjóða þeim sem kaupa og setja upp hleðslustöð við íbúðarhúsnæði niðurfellingu á öllum virðisaukaskatti við kaupin á hleðslustöðinni og vinnu við uppsetningu hennar. Ívilnunin gildir frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2023. 

Hvernig á að sækja um niðurfellingu virðisaukaskatts

Senda þarf endurgreiðslubeiðni á rafrænu formi í gegnum þjónustusíðu skattur.is. Frumrit reikninga og greiðslustaðfestingu skal senda á ríkisskattstjóra. Sjá nánar á vef rsk hér

Hvernig lekaliði á að vera?

Lekaliði á grein hleðslustöðvar eða öðru nafni bilunarstraumsrofi (lekastraumsrofi) sem jafnstraums (DC) lekastraumsvörn skal vera af B gerð fyrir hleðslustöðvar skv. kröfu Mannvirkjastofnunar. Margar nýrri hleðslustöðvar eru með innbyggða DC lekastraumsvörn af gerð B og þá er í lagi að nota bilunarstraumsrofa (lekaliða) af A gerð fyrir þá grein í rafmagnstöflu sem hleðslustöð er tengd við (tengistaður). Sterklega er mælt með að nýta sér þjónustu rafvirkja við uppsetningu hleðslustöðva.

Hleðsluhraði og hleðslutími raf- og tengiltvinnbíla

Peugeot 3008_Phev

Tengiltvinnbílar:

  • Algeng stærð á rafhlöðu: 8 – 14 kWh
  • Almennt hlaðnir í hæghleðslustöðvum (AC), undantekning finnst þó.
  • Type 2 tengi er ráðandi
  • Algengast er að hleðsluafköst liggi á bilinu: 3,3 kW (16A)*–7,4 kW (32A)*(7,2 kW er að koma meira í nýju bílunum
  • Hleðslu tími sjá töflu 1.1
Peugeot 2008 rafbill

Hreinir rafbílar:

  • Algeng stærð á batterí: 30 -100 kWh
  • Almennt hlaðnir í AC stöðvum heima við, en á hraðhleðslustöðvum (DC) frá 0-80% hleðslu
  • Type 2 tengi er ráðandi tegund af tengjum.
  • Algengast er að hleðsluafköst liggi á bilinu: 7,4 kW (32A)*  – 22 kW (32A) miðað  við AC hleðslu
  • Hleðslu tími sjá töflu 1.1
tafla rafmagn hleðsla

Tafla:

Á vef Mannvirkjastofnunar má finna ítarlegar leiðbeiningar um helstu atriði sem þarf að gæta að við hleðslu rafbíla, sjá hér:

MANNVIRKJASTOFNUN

Tengiltvinnbílar:

Pictos/Arrows/xxxx_Chevron-M/Outline

Hreinir rafbílar:

Pictos/Arrows/xxxx_Chevron-M/Outline

Tafla:

Pictos/Arrows/xxxx_Chevron-M/Outline

KYNNTU ÞÉR