Peugeot e-legent
Peugeot e-legent
HUGVIT

Peugeot | Einstakt öryggi í umferðinni

Aðstoða ökumaður Peugeot 2008 SUV

Peugeot er með nýjustu kynslóð aksturs- og öryggistækni sem aðstoða ökumanninn við aksturinn og tryggir örugga ökuferð. Kynntu þér fjölbreytta tengimöguleika Peugeot sem hannaðir voru til þess að auka ánægju og öryggi.

Aðstoðar ökumaður

Peugeot akstursaðstoð * leiðbeinir þér í akstri:

Innbyggð myndavél á stuðara og í framrúðu hjálpar þér að aðlaga hraðann eftir umferðaþunga og passar upp á að halda öruggu bili á milli bíla. Einnig hjálpar veglínuskynjarinn þér og réttir bílinn af ef hann er að fara yfir á rangan vegarhelming.

* Sem staðalbúnaður frá febrúar 2020.

Peugeot 2008 SUV sjálvirk neyðarhemlun

Sjálvirk neyðarhemlun

Snjallhemlunar tækni Peugeot er búin skynjurum sem hindra árekstra með því að draga úr hraða bílsins.Kerfið skynjar ef ökumaður bregst ekki nógu hratt við með því að virkja hemla bílsins. Skynjarar í stuðara og myndavél staðsett efst á framrúðunni sjá um að greina hindranir á veginum. Kerfið virkar bæði dag og nótt.

Peugeot 2008 veglínuskynjari

Veglínuskynjari

Veglínuskynjar er staðalbúnaður í öllum Peugeot. Kerfið skynjar ef bíllinn er að stefna yfir á rangan vegarhelming og sér smám saman um að leiðrétta stefnu til að halda bílnum á réttum vegarhelming. 

Peugeot 2008 sjálvirk blindpunktsaðvörun

Blindpunktsaðvörun

Peugeot kemur með blindpunktsaðvörun. Ökumaður hefur ekki alltaf fullkomna sýn yfir bíla sem eru  nálægt bílnum. Blindi punkturinn er heiti yfir það svæði sem ökumaður á oft erfitt með að sjá. Blindpunktsaðvörunin lætur ökumann vita ef bíll er í blinda punktinum með litlum ljósmerkjum í hliðarspeglunum.

Peugeot 2008 SUV gripcontrol

Grip Control spólvörn

Peugeot  SUV 2008, 3008 og 5008 koma er með góða veghæð og fáanlegur með Grip Control spólvörn sem er með fimm mismunandi akstursstillingum til að takast á við mismunandi akstursaðstæður. Þú kemst hvert á land sem er í Peugeot SUV. Grip Control spólvörnin geir þér kleift að aðlaga bílinn að þeim akstursskilyrðum sem þú ert í hverju sinni, hvort sem þú ekur í snjó, aur eða á malarvegum.

BREKKUAÐSTOÐ

Brekkuaðstoðin aðstoðar við gangsetningu og þegar tekið er af stað í brekku.  Búnaðurinn heldur bifreiðinni kyrri og gefur þannig ökumanni svigrúm til þess að færa fótinn af bremsunni og yfir á eldsneytisgjöfina.

GRIP CONTROL

Grip control
Grip control Peugeot 3008

Grip Control spólvörn og stöðugleikakerfi. Til viðbótar er hægt að fá bílinn með öflugri spólvörn, Grip Control. Gripstýring Peugeot aðlagar sig að öllum aðstæðum hvort sem þú ert í snjó, í aur, á sandi eða á grófum malarvegum. Þú getur til viðbótar stillt gripstýringuna á viðbótargrip og þannig tæklar þú erfiðar vegaðstæður á einfaldan og öruggan hátt. 

HRAÐASTILLIR | HRAÐATAKMARKARI

Peugeot er einnig fáanlegur með fjarlægðarstillanlegum hraðastilli þar sem þú ákveður þá fjarlægð sem þú vilt hafa í næsta bíl í umferðinni og bíllinn aðlagar þinn hraða til að halda þeirri fjarlægð. 

Hraðastillirinn gerir þér kleift að halda jöfnum hraða (ekki þó í bröttum brekkum).

SPEGLAÐU SNJALLSÍMANN

MyPeugeot app fjarstýrð virkni

Speglaðu uppáhalds forritin þín og hafðu greiðan aðgang að þeim á snertiskjánum. Speglaðu  snjallsímanum þínum á skjáinn  (Mirror Screen®) og fáðu aðgang að upplýsingum úr símanum á öruggan hátt í bílnum. 

Með Apple CarPlay og Andriod Auto getur þú á auðveldan hátt varpað google maps eða Spotify beint á skjáinn. 

ÞRÁÐLAUS SÍMAHLEÐSLA

Peugeot 3008 þráðlaus hleðsla

Í Peugeot getur þú fengið þráðlausa hleðslu fyrir síma. Einfalt að leggja snjallsímann í hleðsluhólfið og hann byrjar að hlaða sig, frábært öryggi í akstri dagsins.

Peugeot kemur með nýjustu kynslóð af öryggis- og aðstoðartækni. Veglínuskynjun, snjallhemlunarbúnaður, hraðastillir, bakkmyndavél, nálægðarskynjarar að framan og aftan og ökumannsvaki eru hluti af ríkulegum búnaði í Peugeot  Peugeot er einnig fáanlegur með fjarlægðarstillanlegum hraðastilli þar sem þú ákveður þá fjarlægð sem þú vilt hafa í næsta bíl í umferðinni og bíllinn aðlagar þinn hraða til að halda þeirri fjarlægð. 

Ríkulegur öryggisbúnaður og aðstoðartækni gerir Peugeot einstaklega öruggan fyrir þig og þína.