Peugeot e-legent
Peugeot e-legent
HUGVIT

Peugeot | Einstök hönnun

Peugeot 2008 hönnun

Peugeot sker sig úr með vel heppnaðri nútímalegri hönnun. Tignarlegur framendi, einstakur afturendi, skarpar línur og nútímalegt útlit sker Peugeot bíla úr fjöldanum.

Þú nýtur þess að ferðast í Peugeot, há sætisstaða, frábært útsýni og nýjasta kynslóð af tækni gera Peugeot einstaklega notendavænan og hverja ferð að ævintýri líkast.  

Hvert einasta smáatriði í Peugeot er úthugsað og hannað af nákvæmni. LED ljósabúnaður bílsins er hannaður eins og þrjár klær og á þannig að líkja eftir klóm ljónsins. Þetta setur sterkan svip á bílinn, ljónið á veginum! 

Þú sest inn í fullkomin stafrænan heim í Peugeot þar sem i-Cockpit innréttingin er í lykilhlutverki þar sem mælar og stjórntæki eru í sjónlínu ökumanns. 

Láttu heillast af nútímalegri hönnun Peugeot, nýjasta kynslóð af tækni með i-Cockpit 3D mælaborði gerir Peugeot 208, 2008, 3008 PHEV SUV nútímalega og einstaklega notendavæna að innan. Þú sest inn í fullkominn stafrænan heim.

Láttu gæðin heilla þig!

Hönnun peugeot sæti

LÚXUSÞÆGINDI

Þú getur fengið Peugeot er með Alcantara rúskinsáklæði í GT útfærslu og fáanlegur með leðuráklæði. Framsætin eru upphitanleg og hægt er að sérpanta rafstýrð framsæti með nuddi.

panorama sólþak peugeot

VELDU PANORAMA SÓLÞAK

Veldu Panorama sólþak sem gefur farþegum bílsins einstakt útsýni á fegurð Ísland.

Focal hljóðkerfi peugeot

HI-FI FOCAL®HLJÓÐKERFI

Veldu Hi-Fi Focal gæðahljóðkerfi og hver ökuferð verður einstakt ævintýri. 

peugeot innra rými

SPORTSTÝRI -Cockpit

Sportstýri i-Cockpit eykur stjórn og veitir næmara viðbragð.

Hönnun Peugeot hefur hlotið einróma lof fyrir framsækið útlit. Stíll Peugeot er fágaður og stílhreinn, straumlínulaga  línur gera hann einstaklega sportlegan í útliti. Einkennandi framendinn með króm listum sem ramma inn LED framljósin og gefa Peugeot einstakt útlit. Straumlínulagaður afturendi bílsins ber af í umferðinni og þú sérð hvernig þau líkjast klóm kattarins.